Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 26. maí 2025 13:00 „Við höfum litla rödd í umræðunni – sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Þessi orð opinbers starfsmanns úr nýlegri könnun Viskukomu upp í hugann við lestur skýrslu Viðskiptaráðs um starfsöryggi á opinbera markaðnum. Þar er opinbert starfsfólk málað upp sem forréttindastétt og dragbítar á verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er villandi og skaðleg nálgun sem dregur athygli frá raunverulegum umbótatækifærum í rekstri, tækifærum sem níu af hverjum 10 sérfræðingum ríkisinssjá og styðja. Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað. Ekki of mörg og ekki oflaunuð Atvinnulífið hefur ítrekað haldið því fram að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus, en er það svo? Á árunum 2014–2024 jókst fjöldi starfandi á aldrinum 25–64 ára um 33% á almenna markaðnum en um 18% á hinum opinbera (opinber fyrirtæki meðtalin). Það þýðir að störfum í einkageiranum hefur fjölgaðnær tvöfalt hraðar en opinberum störfum síðustu tíu ár. Opinber störf eru þá ekki oflaunuð eins og atvinnulífið heldur fram. Sérfræðingar í opinberum störfum eru að meðaltali 17% lægri launaðir en á almennum markaði þegar horft er til heildarlauna fullvinnandi. Fullyrðingar um að opinber störf séu oflaunuð og opinberir starfsmenn of margir eru annað hvort illa ígrunduð alhæfing eða meðvituð blekking. Ekki í bómul Í skýrslu Viðskiptaráðs er því haldið fram að opinberir starfsmenn búi við nær skilyrðislaust starfsöryggi. En er það rétt? Á árinu 2022 var starfsmannavelta í ráðuneytum allt að 29% og þó tilfærslur í starfi hafi verið meginreglan voru margir starfslokasamningar gerðir. Uppsagnarvernd á opinbera markaðnum er vissulega meiri en á hinum almenna en það er rangt að halda því fram að opinberir starfsmenn njóti ósnertanlegra forréttinda. Skipulagsbreytingum er ítrekað beitt og stjórnendur hafa svigrúm til að taka á erfiðum málum og skapa hvata. Heimild: Skýrsla Ríkisendurskoðunar, 2023. Fjárfestum í opinberri þjónustu Atvinnulífið tönnlast ítrekað á þeirri kreddu að opinbert starfsfólk skapi ekki verðmæti. Sagt er að samhengi verðmætasköpunar gangi í eina átt; frá einkamarkaði til hins opinbera. En staðreyndin er sú að verðmætasköpun á mörkuðunum tveimur er samofin og opinberi geirinn veitir þjónustu sem er oft langt undir markaðsverði sem ráðast myndi á frjálsum markaði – á kostnað launafólks og aðallega kvenna. Launakjör í opinbera geiranum þar sem konur eru í meirihluta, svo sem í umönnun og menningargeiranum, eru lægri en þar sem karlar eru í meirihluta. Það er óumdeilt samfélagsmein sem þarf þjóðarátak til að uppræta. Öflug fjárfesting í opinberri þjónustu er nauðsynleg til að styrkja samfélagsinnviði og vinna gegn ójöfnuði sem fer ört vaxandi. Það er hagur okkar allra – líka fyrirtækja á almenna markaðnum. Ef Viðskiptaráð vill raunverulega stuðla að bættum opinberum rekstri, þá væri nær að nálgast verkefnið með meiri auðmýkt og með færri yfirlýsingum. Sýnum fólki sem knýr verðmætasköpun áfram virðingu, hvort sem það starfar hjá einkafyrirtækjum eða á opinberum markaði. Höfundur er formaður Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Við höfum litla rödd í umræðunni – sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Þessi orð opinbers starfsmanns úr nýlegri könnun Viskukomu upp í hugann við lestur skýrslu Viðskiptaráðs um starfsöryggi á opinbera markaðnum. Þar er opinbert starfsfólk málað upp sem forréttindastétt og dragbítar á verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er villandi og skaðleg nálgun sem dregur athygli frá raunverulegum umbótatækifærum í rekstri, tækifærum sem níu af hverjum 10 sérfræðingum ríkisinssjá og styðja. Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað. Ekki of mörg og ekki oflaunuð Atvinnulífið hefur ítrekað haldið því fram að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus, en er það svo? Á árunum 2014–2024 jókst fjöldi starfandi á aldrinum 25–64 ára um 33% á almenna markaðnum en um 18% á hinum opinbera (opinber fyrirtæki meðtalin). Það þýðir að störfum í einkageiranum hefur fjölgaðnær tvöfalt hraðar en opinberum störfum síðustu tíu ár. Opinber störf eru þá ekki oflaunuð eins og atvinnulífið heldur fram. Sérfræðingar í opinberum störfum eru að meðaltali 17% lægri launaðir en á almennum markaði þegar horft er til heildarlauna fullvinnandi. Fullyrðingar um að opinber störf séu oflaunuð og opinberir starfsmenn of margir eru annað hvort illa ígrunduð alhæfing eða meðvituð blekking. Ekki í bómul Í skýrslu Viðskiptaráðs er því haldið fram að opinberir starfsmenn búi við nær skilyrðislaust starfsöryggi. En er það rétt? Á árinu 2022 var starfsmannavelta í ráðuneytum allt að 29% og þó tilfærslur í starfi hafi verið meginreglan voru margir starfslokasamningar gerðir. Uppsagnarvernd á opinbera markaðnum er vissulega meiri en á hinum almenna en það er rangt að halda því fram að opinberir starfsmenn njóti ósnertanlegra forréttinda. Skipulagsbreytingum er ítrekað beitt og stjórnendur hafa svigrúm til að taka á erfiðum málum og skapa hvata. Heimild: Skýrsla Ríkisendurskoðunar, 2023. Fjárfestum í opinberri þjónustu Atvinnulífið tönnlast ítrekað á þeirri kreddu að opinbert starfsfólk skapi ekki verðmæti. Sagt er að samhengi verðmætasköpunar gangi í eina átt; frá einkamarkaði til hins opinbera. En staðreyndin er sú að verðmætasköpun á mörkuðunum tveimur er samofin og opinberi geirinn veitir þjónustu sem er oft langt undir markaðsverði sem ráðast myndi á frjálsum markaði – á kostnað launafólks og aðallega kvenna. Launakjör í opinbera geiranum þar sem konur eru í meirihluta, svo sem í umönnun og menningargeiranum, eru lægri en þar sem karlar eru í meirihluta. Það er óumdeilt samfélagsmein sem þarf þjóðarátak til að uppræta. Öflug fjárfesting í opinberri þjónustu er nauðsynleg til að styrkja samfélagsinnviði og vinna gegn ójöfnuði sem fer ört vaxandi. Það er hagur okkar allra – líka fyrirtækja á almenna markaðnum. Ef Viðskiptaráð vill raunverulega stuðla að bættum opinberum rekstri, þá væri nær að nálgast verkefnið með meiri auðmýkt og með færri yfirlýsingum. Sýnum fólki sem knýr verðmætasköpun áfram virðingu, hvort sem það starfar hjá einkafyrirtækjum eða á opinberum markaði. Höfundur er formaður Visku stéttarfélags.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar