„Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. maí 2025 21:44 Ágúst Jóhannsson er þjálfari Vals. vísir / anton brink Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð hógvær í leikslok þrátt fyrir öruggan sjö marka sigur Vals gegn Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur framan af og Haukar hefðu alveg eins getað verið aðeins meira yfir í hálfleik,“ sagði Ágúst í leikslok. „Við bara komum mjög sterkt inn úr hálfleiknum. Mjög orkumiklar og kraftmiklar og mér fannst sóknarleikurinn frábær. Mér fannst við vera með góðar lausnir á móti þeim, bæði á móti 5:1 og 6:0 vörninni þeirra. Mér fannst við bara gera þetta vel. Ég var ánægður með stelpurnar. Sama með varnarleikinn, hann var þéttari í seinni hálfleik og við vorum aðeins kraftmeiri. Þetta var held ég bara sanngjarn sigur.“ Hann segir einnig að það hafi verið mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta af þessum krafti inn í seinni hálfleikinn, enda hefði getað verið einfalt að falla ofan í einhverja gryfju verandi undir eftir fyrri hálfleikinn. „Þetta er ekkert einfalt. Haukarnir eru bara með klassalið. Þær eru vel skipulagðar og þetta er erfitt. Mér fannst við bara gera hlutina aðeins betur í seinni hálfleik. Allar sendingar og tímasetningar og mætingar á boltann. Við gerðum þetta miklu betur og fengum meiri gæði í allt. Bæði varnar- og sóknarlega.“ „Þegar við náum þessum gæðum þá fannst mér þetta bara vera nokkuð sannfærandi.“ Þá vildi Ágúst ekki eyða of mörgum orðum í að hrósa Hafdísi Renötudóttur fyrir frábæra frammistöðu sína, heldur einblíndi hann frekar á liðið í heild. „Hafdís er auðvitað frábær markmaður, en það má ekki gleyma því að við erum að spila frábæra vörn. Vörnin er gríðarlega sterk þegar við erum í þessum gír. Auðvitað er Hafdís góð, en við reynum að setja andstæðingana í stöður sem eru ekkert alltaf frábærar þegar þær fara í slúttin sín.“ „Auðvitað er Hafdís frábær leikmaður eins og allt liðið. Við erum með gríðarlega sterka liðsheild og það er svona það sem við reynum að gera mest út á.“ Að lokum fór Ágúst yfir það hvað Valsliðið þarf að gera til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við þurfum auðvitað bara að halda haus og halda lágum prófíl. Það þýðir ekkert að fara á eitthvað flug. Við erum búin að vera oft í þessu og nú þarf bara að hvíla sig á morgun, æfa á sunnudag og mæta tilbúin og einbeitt til leiks á mánudaginn. Þetta getur farið í allar áttir og við verðum bara að halda fókus á okkur og reyna að mæta vel undirbúin til leiks,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur framan af og Haukar hefðu alveg eins getað verið aðeins meira yfir í hálfleik,“ sagði Ágúst í leikslok. „Við bara komum mjög sterkt inn úr hálfleiknum. Mjög orkumiklar og kraftmiklar og mér fannst sóknarleikurinn frábær. Mér fannst við vera með góðar lausnir á móti þeim, bæði á móti 5:1 og 6:0 vörninni þeirra. Mér fannst við bara gera þetta vel. Ég var ánægður með stelpurnar. Sama með varnarleikinn, hann var þéttari í seinni hálfleik og við vorum aðeins kraftmeiri. Þetta var held ég bara sanngjarn sigur.“ Hann segir einnig að það hafi verið mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta af þessum krafti inn í seinni hálfleikinn, enda hefði getað verið einfalt að falla ofan í einhverja gryfju verandi undir eftir fyrri hálfleikinn. „Þetta er ekkert einfalt. Haukarnir eru bara með klassalið. Þær eru vel skipulagðar og þetta er erfitt. Mér fannst við bara gera hlutina aðeins betur í seinni hálfleik. Allar sendingar og tímasetningar og mætingar á boltann. Við gerðum þetta miklu betur og fengum meiri gæði í allt. Bæði varnar- og sóknarlega.“ „Þegar við náum þessum gæðum þá fannst mér þetta bara vera nokkuð sannfærandi.“ Þá vildi Ágúst ekki eyða of mörgum orðum í að hrósa Hafdísi Renötudóttur fyrir frábæra frammistöðu sína, heldur einblíndi hann frekar á liðið í heild. „Hafdís er auðvitað frábær markmaður, en það má ekki gleyma því að við erum að spila frábæra vörn. Vörnin er gríðarlega sterk þegar við erum í þessum gír. Auðvitað er Hafdís góð, en við reynum að setja andstæðingana í stöður sem eru ekkert alltaf frábærar þegar þær fara í slúttin sín.“ „Auðvitað er Hafdís frábær leikmaður eins og allt liðið. Við erum með gríðarlega sterka liðsheild og það er svona það sem við reynum að gera mest út á.“ Að lokum fór Ágúst yfir það hvað Valsliðið þarf að gera til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við þurfum auðvitað bara að halda haus og halda lágum prófíl. Það þýðir ekkert að fara á eitthvað flug. Við erum búin að vera oft í þessu og nú þarf bara að hvíla sig á morgun, æfa á sunnudag og mæta tilbúin og einbeitt til leiks á mánudaginn. Þetta getur farið í allar áttir og við verðum bara að halda fókus á okkur og reyna að mæta vel undirbúin til leiks,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira