NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2025 06:41 Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var við æfingu þegar hann lést. Vísir/Vilhelm Nefnd um eftirlit með lögreglu tekur fyrir í júní mál fjölskyldu sem hefur kvartað til nefndarinnar vegna framkomu lögreglumanns þegar þeir var tilkynnt um andlát sonar síns. Samkvæmt svörum frá nefndinni eru þau að bíða frekari gagna og stefni svo að því að taka málið fyrir í júní. Maðurinn, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson lést á björgunarsveitaræfingu við Tungufljótnærri Geysi í Haukadal í nóvember í fyrra. Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils sem var við æfingu síðdegis á sunnudegi 3. nóvember 2024. Fjallað var um mál mannsins í Morgunblaðinu í gær og tilkynningu foreldra hans til nefndarinnar. Þar kom fram að foreldrar mannsins fengu ekki að vita af andláti Sigurðar Kristófers fyrr en þremur tímum eftir andlát hans. Þar kom einnig fram að móðirin hafi heyrt í útvarpsfréttum RÚV klukkan sex að maður hefði fallið í fljótið. Fram kom í fréttum þegar slysið varð að lögreglu hafi borist tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur Gekk illa að fá upplýsingar Fjölskyldan hafi vitað að Sigurður Kristófer var á staðnum við æfingu og reynt að afla sér upplýsinga en það gengið illa. Þeim hafi þó verið tjáð að lögreglan væri á leið til þeirra. Þau hafi hitt lögreglumann fyrir utan heimili sitt sem var einn á ferð og spurt strax hvort Sigurður væri látinn. Þegar faðir hans kom inn eftir að hafa lagt bílnum hafi lögreglumaðurinn tilkynnt þeim að Sigurður væri látinn. Fjölskyldan gagnrýnir að ekki hafi verið kallaður til prestur eða nokkur annar til að sinna sálgæslu og að lögreglumaðurinn hafi farið stuttu eftir að hann tilkynnti þeim um andlátið, á meðan móðir hans og faðir voru enn í miklu uppnámi. Þá gagnrýna þau í greininni að farið hafi verið með lík Sigurðar á líkhús á Selfossi en ekki á höfuðborgarsvæðið þar sem hann var búsettur. Þau hafi viljað sjá hann en ekki treyst sér til að aka yfir heiðina í því ástandi sem þau voru í. Útfararstjórinn hafi á endanum sótt hann daginn eftir og flutt hann á höfuðborgarsvæðið. Mosfellsbær Lögreglan Lögreglumál Björgunarsveitir Bláskógabyggð Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Maðurinn, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson lést á björgunarsveitaræfingu við Tungufljótnærri Geysi í Haukadal í nóvember í fyrra. Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils sem var við æfingu síðdegis á sunnudegi 3. nóvember 2024. Fjallað var um mál mannsins í Morgunblaðinu í gær og tilkynningu foreldra hans til nefndarinnar. Þar kom fram að foreldrar mannsins fengu ekki að vita af andláti Sigurðar Kristófers fyrr en þremur tímum eftir andlát hans. Þar kom einnig fram að móðirin hafi heyrt í útvarpsfréttum RÚV klukkan sex að maður hefði fallið í fljótið. Fram kom í fréttum þegar slysið varð að lögreglu hafi borist tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur Gekk illa að fá upplýsingar Fjölskyldan hafi vitað að Sigurður Kristófer var á staðnum við æfingu og reynt að afla sér upplýsinga en það gengið illa. Þeim hafi þó verið tjáð að lögreglan væri á leið til þeirra. Þau hafi hitt lögreglumann fyrir utan heimili sitt sem var einn á ferð og spurt strax hvort Sigurður væri látinn. Þegar faðir hans kom inn eftir að hafa lagt bílnum hafi lögreglumaðurinn tilkynnt þeim að Sigurður væri látinn. Fjölskyldan gagnrýnir að ekki hafi verið kallaður til prestur eða nokkur annar til að sinna sálgæslu og að lögreglumaðurinn hafi farið stuttu eftir að hann tilkynnti þeim um andlátið, á meðan móðir hans og faðir voru enn í miklu uppnámi. Þá gagnrýna þau í greininni að farið hafi verið með lík Sigurðar á líkhús á Selfossi en ekki á höfuðborgarsvæðið þar sem hann var búsettur. Þau hafi viljað sjá hann en ekki treyst sér til að aka yfir heiðina í því ástandi sem þau voru í. Útfararstjórinn hafi á endanum sótt hann daginn eftir og flutt hann á höfuðborgarsvæðið.
Mosfellsbær Lögreglan Lögreglumál Björgunarsveitir Bláskógabyggð Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira