„Þjáning í marga daga“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. maí 2025 21:50 Óskar Bjarni segir sínum mönnum til í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tap liðsins gegn Fram í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér Íslandsmeistaratitilinn og Valsmenn þurfa því að gera sér silfrið að góðu. „Þetta á náttúrulega að vera skemmtilegast í heimi að spila þessa leiki og svo viltu að sjálfsögðu verða meistari. Það er ömurlegt að tapa þessu einvígi 3-0, alveg glatað, því þessi leikur var með mesta passionið fannst mér. Þetta er alltaf erfitt, mjög erfitt, og bara þjáning í marga daga eftir á. En það góða við íþróttirnar er að þú færð sigra og þú færð töp og færð að upplifa þetta allt.“ „Fyrsta árið mitt tapaði ég 3-0 í úrslitum á móti Haukum og svo enda ég þetta svona. Svo hafa verið margir titlar á milli. Svona er þetta. Ég vil óska Fram til hamingju. Þeir eru Íslands- og bikarmeistarar og eru þá bara besta liðið.“ Þá var Óskar spurður út í liðsvalið, en Gunnar Róbertsson, sem er fæddur árið 2008, spilaði mínútur fyrir Valsliðið í kvöld. „Ég bara gat ekki hugsað mér að tapa 3-0 og vera ekki búinn að nota þennan dreng. Ég er búinn að spara hann og nota mjög lítið í vetur. Hann er frábær fyrir framan og við ákváðum aðeins að poppa þetta upp. Ætlunin var nú ekki að spila svona mikið 5:1. Við áttum bara að gera betur í kvöld. Við vorum að gera allt of mikið af tæknifeilum.“ „Svo erum við bara klaufar á lokametrunum. Við erum winnerar og áttum bara að klára þetta. Mér fannst markvarslan góð og allir góðir. Þegar það er svona stemning þá er þetta bara skemmtilegast í heimi.“ „Það eru engar afsakanir samt. Fyrsti leikurinn var mikil vonbrigði og vont að tapa heimavellinum. Síðan töpum við með einu á útivelli og mér fannst við vera sjálfum okkur verstir þar. Mér fannst við bara lélegir í þeim leik. Framararnir voru líka góðir, ég er ekki að taka það af þeim.“ Nú er ljóst að þetta var síðasti leikur Óskars sem þjálfari Vals, í bili í það minnsta. Hann hefur verið með liðið undanfarin tvö tímabil, en Ágúst Jóhannsson tekur við keflinu næsta haust. „Þetta eru náttúrlega samtals 22 ár, 14 sem aðalþjálfari held ég. Ég var sáttur við ákvörðunina í október. Þetta var hrikalega gaman, en ég hefði viljað fá fimm leiki. Þetta er bara svo óhugnalega skemmtilegt þegar þú ert kominn í þetta. Maður þarf núna nokkra daga til að jafna sig en ég hef gert þetta oft áður og ekkert vesen. Gústi tekur núna við og þetta er flottur hópur.“ „Við misstum einhverja tíu leikmenn fyrir tímabilið og vorum ömurlegir í haust. Það bjóst enginn við því að við yrðum hérna í úrslitum, en svo vorum við bara ekki nógu góðir í úrslitunum,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Með sigrinum tryggði Fram sér Íslandsmeistaratitilinn og Valsmenn þurfa því að gera sér silfrið að góðu. „Þetta á náttúrulega að vera skemmtilegast í heimi að spila þessa leiki og svo viltu að sjálfsögðu verða meistari. Það er ömurlegt að tapa þessu einvígi 3-0, alveg glatað, því þessi leikur var með mesta passionið fannst mér. Þetta er alltaf erfitt, mjög erfitt, og bara þjáning í marga daga eftir á. En það góða við íþróttirnar er að þú færð sigra og þú færð töp og færð að upplifa þetta allt.“ „Fyrsta árið mitt tapaði ég 3-0 í úrslitum á móti Haukum og svo enda ég þetta svona. Svo hafa verið margir titlar á milli. Svona er þetta. Ég vil óska Fram til hamingju. Þeir eru Íslands- og bikarmeistarar og eru þá bara besta liðið.“ Þá var Óskar spurður út í liðsvalið, en Gunnar Róbertsson, sem er fæddur árið 2008, spilaði mínútur fyrir Valsliðið í kvöld. „Ég bara gat ekki hugsað mér að tapa 3-0 og vera ekki búinn að nota þennan dreng. Ég er búinn að spara hann og nota mjög lítið í vetur. Hann er frábær fyrir framan og við ákváðum aðeins að poppa þetta upp. Ætlunin var nú ekki að spila svona mikið 5:1. Við áttum bara að gera betur í kvöld. Við vorum að gera allt of mikið af tæknifeilum.“ „Svo erum við bara klaufar á lokametrunum. Við erum winnerar og áttum bara að klára þetta. Mér fannst markvarslan góð og allir góðir. Þegar það er svona stemning þá er þetta bara skemmtilegast í heimi.“ „Það eru engar afsakanir samt. Fyrsti leikurinn var mikil vonbrigði og vont að tapa heimavellinum. Síðan töpum við með einu á útivelli og mér fannst við vera sjálfum okkur verstir þar. Mér fannst við bara lélegir í þeim leik. Framararnir voru líka góðir, ég er ekki að taka það af þeim.“ Nú er ljóst að þetta var síðasti leikur Óskars sem þjálfari Vals, í bili í það minnsta. Hann hefur verið með liðið undanfarin tvö tímabil, en Ágúst Jóhannsson tekur við keflinu næsta haust. „Þetta eru náttúrlega samtals 22 ár, 14 sem aðalþjálfari held ég. Ég var sáttur við ákvörðunina í október. Þetta var hrikalega gaman, en ég hefði viljað fá fimm leiki. Þetta er bara svo óhugnalega skemmtilegt þegar þú ert kominn í þetta. Maður þarf núna nokkra daga til að jafna sig en ég hef gert þetta oft áður og ekkert vesen. Gústi tekur núna við og þetta er flottur hópur.“ „Við misstum einhverja tíu leikmenn fyrir tímabilið og vorum ömurlegir í haust. Það bjóst enginn við því að við yrðum hérna í úrslitum, en svo vorum við bara ekki nógu góðir í úrslitunum,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira