„Þjáning í marga daga“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. maí 2025 21:50 Óskar Bjarni segir sínum mönnum til í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tap liðsins gegn Fram í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér Íslandsmeistaratitilinn og Valsmenn þurfa því að gera sér silfrið að góðu. „Þetta á náttúrulega að vera skemmtilegast í heimi að spila þessa leiki og svo viltu að sjálfsögðu verða meistari. Það er ömurlegt að tapa þessu einvígi 3-0, alveg glatað, því þessi leikur var með mesta passionið fannst mér. Þetta er alltaf erfitt, mjög erfitt, og bara þjáning í marga daga eftir á. En það góða við íþróttirnar er að þú færð sigra og þú færð töp og færð að upplifa þetta allt.“ „Fyrsta árið mitt tapaði ég 3-0 í úrslitum á móti Haukum og svo enda ég þetta svona. Svo hafa verið margir titlar á milli. Svona er þetta. Ég vil óska Fram til hamingju. Þeir eru Íslands- og bikarmeistarar og eru þá bara besta liðið.“ Þá var Óskar spurður út í liðsvalið, en Gunnar Róbertsson, sem er fæddur árið 2008, spilaði mínútur fyrir Valsliðið í kvöld. „Ég bara gat ekki hugsað mér að tapa 3-0 og vera ekki búinn að nota þennan dreng. Ég er búinn að spara hann og nota mjög lítið í vetur. Hann er frábær fyrir framan og við ákváðum aðeins að poppa þetta upp. Ætlunin var nú ekki að spila svona mikið 5:1. Við áttum bara að gera betur í kvöld. Við vorum að gera allt of mikið af tæknifeilum.“ „Svo erum við bara klaufar á lokametrunum. Við erum winnerar og áttum bara að klára þetta. Mér fannst markvarslan góð og allir góðir. Þegar það er svona stemning þá er þetta bara skemmtilegast í heimi.“ „Það eru engar afsakanir samt. Fyrsti leikurinn var mikil vonbrigði og vont að tapa heimavellinum. Síðan töpum við með einu á útivelli og mér fannst við vera sjálfum okkur verstir þar. Mér fannst við bara lélegir í þeim leik. Framararnir voru líka góðir, ég er ekki að taka það af þeim.“ Nú er ljóst að þetta var síðasti leikur Óskars sem þjálfari Vals, í bili í það minnsta. Hann hefur verið með liðið undanfarin tvö tímabil, en Ágúst Jóhannsson tekur við keflinu næsta haust. „Þetta eru náttúrlega samtals 22 ár, 14 sem aðalþjálfari held ég. Ég var sáttur við ákvörðunina í október. Þetta var hrikalega gaman, en ég hefði viljað fá fimm leiki. Þetta er bara svo óhugnalega skemmtilegt þegar þú ert kominn í þetta. Maður þarf núna nokkra daga til að jafna sig en ég hef gert þetta oft áður og ekkert vesen. Gústi tekur núna við og þetta er flottur hópur.“ „Við misstum einhverja tíu leikmenn fyrir tímabilið og vorum ömurlegir í haust. Það bjóst enginn við því að við yrðum hérna í úrslitum, en svo vorum við bara ekki nógu góðir í úrslitunum,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Sjá meira
Með sigrinum tryggði Fram sér Íslandsmeistaratitilinn og Valsmenn þurfa því að gera sér silfrið að góðu. „Þetta á náttúrulega að vera skemmtilegast í heimi að spila þessa leiki og svo viltu að sjálfsögðu verða meistari. Það er ömurlegt að tapa þessu einvígi 3-0, alveg glatað, því þessi leikur var með mesta passionið fannst mér. Þetta er alltaf erfitt, mjög erfitt, og bara þjáning í marga daga eftir á. En það góða við íþróttirnar er að þú færð sigra og þú færð töp og færð að upplifa þetta allt.“ „Fyrsta árið mitt tapaði ég 3-0 í úrslitum á móti Haukum og svo enda ég þetta svona. Svo hafa verið margir titlar á milli. Svona er þetta. Ég vil óska Fram til hamingju. Þeir eru Íslands- og bikarmeistarar og eru þá bara besta liðið.“ Þá var Óskar spurður út í liðsvalið, en Gunnar Róbertsson, sem er fæddur árið 2008, spilaði mínútur fyrir Valsliðið í kvöld. „Ég bara gat ekki hugsað mér að tapa 3-0 og vera ekki búinn að nota þennan dreng. Ég er búinn að spara hann og nota mjög lítið í vetur. Hann er frábær fyrir framan og við ákváðum aðeins að poppa þetta upp. Ætlunin var nú ekki að spila svona mikið 5:1. Við áttum bara að gera betur í kvöld. Við vorum að gera allt of mikið af tæknifeilum.“ „Svo erum við bara klaufar á lokametrunum. Við erum winnerar og áttum bara að klára þetta. Mér fannst markvarslan góð og allir góðir. Þegar það er svona stemning þá er þetta bara skemmtilegast í heimi.“ „Það eru engar afsakanir samt. Fyrsti leikurinn var mikil vonbrigði og vont að tapa heimavellinum. Síðan töpum við með einu á útivelli og mér fannst við vera sjálfum okkur verstir þar. Mér fannst við bara lélegir í þeim leik. Framararnir voru líka góðir, ég er ekki að taka það af þeim.“ Nú er ljóst að þetta var síðasti leikur Óskars sem þjálfari Vals, í bili í það minnsta. Hann hefur verið með liðið undanfarin tvö tímabil, en Ágúst Jóhannsson tekur við keflinu næsta haust. „Þetta eru náttúrlega samtals 22 ár, 14 sem aðalþjálfari held ég. Ég var sáttur við ákvörðunina í október. Þetta var hrikalega gaman, en ég hefði viljað fá fimm leiki. Þetta er bara svo óhugnalega skemmtilegt þegar þú ert kominn í þetta. Maður þarf núna nokkra daga til að jafna sig en ég hef gert þetta oft áður og ekkert vesen. Gústi tekur núna við og þetta er flottur hópur.“ „Við misstum einhverja tíu leikmenn fyrir tímabilið og vorum ömurlegir í haust. Það bjóst enginn við því að við yrðum hérna í úrslitum, en svo vorum við bara ekki nógu góðir í úrslitunum,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Sjá meira