Innlent

Mann­skæður elds­voði, garður ofan á Sæ­braut og sviðakjammakaka

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur í morgun. Sprenging varð inni í kjallaraíbúð en eldsupptök eru enn óþekkt. Við sjáum myndir frá vettvangi og ræðum við slökkvilið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Formaður Félags fanga segir almenning líða fyrir seinagang yfirvalda í að koma fyrrverandi föngum með fjölþættan vanda í almennilegt úrræði. Hann segir málin alltaf enda á þann hátt að þeir brjóti ítrekað af sér.

Gert er ráð fyrir að Sæbraut verði komin í stokk eftir fimm ár. Við kynnum okkur framkvæmd sem er ætlað að stuðla að bættu umferðaröryggi og betri hljóð- og loftgæðum á svæðinu.

Þá sjáum við myndir frá opnun bakaría á Gasa eftir að dreifing hófst á hjálpargögnum, verðum í beinni frá veislu á Alþingi þar sem ýmsir munir eru til sýnis í tilefni afmælis og Magnús Hlynur kíkir í heimsókn til konu sem bakar kökur í líki sviðakjamma.

Í Sportpakkanum heyrum við í þjálfara nýkrýndra Íslandsmeistara Stjörnunnar í körfubolta og í Íslandi í dag hittir Vala Matt innanhúsarkitekt sem segir ekki þurfa stóra íbúð undir flott heimili.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×