Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2025 14:16 Sigurjón telur sig vera með steinbítstak á Guðrúnu, að hún sé að gera lítið úr samflokksmanni Vilhjálmi Árnasyni, sem er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með því að spyrja út í Styrkjamálið. vísir/anton brink Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sakar Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins um sjúklega þráhyggju í því sem kallað hefur verið Styrkjamálið. Sigurjón segir Guðrúnu ítrekað koma í pontu og spyrja um mál sem þegar er til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. En þar er formaður Vilhjálmur Árnason samflokksmaður Guðrúnar. „Ég velti því fyrir mér: Er þetta sjúkleg þráhyggja þarna á bak við eða er henni ekki kunnugt um þá vinnu sem fram fer í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem hefur leitt af sér að það kom í ljós að Flokkur fólksins hefur uppfyllt öll formskilyrði nema þá aðeins að hann var ekki rétt skráður í opinberum gagnagrunni?“ Guðrún fór í pontu fyrr í dag og spurði þá Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í „hina góðu trú“ og „skort á upplýsingum“ sem hann sagði hafa ráðið ákvörðun sinni um að Flokkur fólksins fengi 240 milljónum úthlutað þó flokkurinn væri ekki skráður sem stjórnmálaflokkur. Daði Már sagði þetta engu skipta. Sigurjón flokkar þetta sem svo að málið hafi lagst illa á sinnið á Guðrúnu. „Að öðru leyti hefur flokkurinn uppfyllt öll helstu skilyrði og ég bara átta mig ekki á því: Er þetta sambandsleysi eða er þetta sjúkleg þráhyggja að það sé verið að spyrja hér æ ofan í æ út í mál sem er verið að vinna í nefnd?“ Sigurjón sagðist vænta þess að á næstu dögum kæmi fram álit þar sem niðurstaða styrkjamálsins verði leidd til lykta. Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Sigurjón segir Guðrúnu ítrekað koma í pontu og spyrja um mál sem þegar er til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. En þar er formaður Vilhjálmur Árnason samflokksmaður Guðrúnar. „Ég velti því fyrir mér: Er þetta sjúkleg þráhyggja þarna á bak við eða er henni ekki kunnugt um þá vinnu sem fram fer í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem hefur leitt af sér að það kom í ljós að Flokkur fólksins hefur uppfyllt öll formskilyrði nema þá aðeins að hann var ekki rétt skráður í opinberum gagnagrunni?“ Guðrún fór í pontu fyrr í dag og spurði þá Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í „hina góðu trú“ og „skort á upplýsingum“ sem hann sagði hafa ráðið ákvörðun sinni um að Flokkur fólksins fengi 240 milljónum úthlutað þó flokkurinn væri ekki skráður sem stjórnmálaflokkur. Daði Már sagði þetta engu skipta. Sigurjón flokkar þetta sem svo að málið hafi lagst illa á sinnið á Guðrúnu. „Að öðru leyti hefur flokkurinn uppfyllt öll helstu skilyrði og ég bara átta mig ekki á því: Er þetta sambandsleysi eða er þetta sjúkleg þráhyggja að það sé verið að spyrja hér æ ofan í æ út í mál sem er verið að vinna í nefnd?“ Sigurjón sagðist vænta þess að á næstu dögum kæmi fram álit þar sem niðurstaða styrkjamálsins verði leidd til lykta.
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11