Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2025 14:16 Sigurjón telur sig vera með steinbítstak á Guðrúnu, að hún sé að gera lítið úr samflokksmanni Vilhjálmi Árnasyni, sem er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með því að spyrja út í Styrkjamálið. vísir/anton brink Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sakar Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins um sjúklega þráhyggju í því sem kallað hefur verið Styrkjamálið. Sigurjón segir Guðrúnu ítrekað koma í pontu og spyrja um mál sem þegar er til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. En þar er formaður Vilhjálmur Árnason samflokksmaður Guðrúnar. „Ég velti því fyrir mér: Er þetta sjúkleg þráhyggja þarna á bak við eða er henni ekki kunnugt um þá vinnu sem fram fer í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem hefur leitt af sér að það kom í ljós að Flokkur fólksins hefur uppfyllt öll formskilyrði nema þá aðeins að hann var ekki rétt skráður í opinberum gagnagrunni?“ Guðrún fór í pontu fyrr í dag og spurði þá Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í „hina góðu trú“ og „skort á upplýsingum“ sem hann sagði hafa ráðið ákvörðun sinni um að Flokkur fólksins fengi 240 milljónum úthlutað þó flokkurinn væri ekki skráður sem stjórnmálaflokkur. Daði Már sagði þetta engu skipta. Sigurjón flokkar þetta sem svo að málið hafi lagst illa á sinnið á Guðrúnu. „Að öðru leyti hefur flokkurinn uppfyllt öll helstu skilyrði og ég bara átta mig ekki á því: Er þetta sambandsleysi eða er þetta sjúkleg þráhyggja að það sé verið að spyrja hér æ ofan í æ út í mál sem er verið að vinna í nefnd?“ Sigurjón sagðist vænta þess að á næstu dögum kæmi fram álit þar sem niðurstaða styrkjamálsins verði leidd til lykta. Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Sigurjón segir Guðrúnu ítrekað koma í pontu og spyrja um mál sem þegar er til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. En þar er formaður Vilhjálmur Árnason samflokksmaður Guðrúnar. „Ég velti því fyrir mér: Er þetta sjúkleg þráhyggja þarna á bak við eða er henni ekki kunnugt um þá vinnu sem fram fer í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem hefur leitt af sér að það kom í ljós að Flokkur fólksins hefur uppfyllt öll formskilyrði nema þá aðeins að hann var ekki rétt skráður í opinberum gagnagrunni?“ Guðrún fór í pontu fyrr í dag og spurði þá Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í „hina góðu trú“ og „skort á upplýsingum“ sem hann sagði hafa ráðið ákvörðun sinni um að Flokkur fólksins fengi 240 milljónum úthlutað þó flokkurinn væri ekki skráður sem stjórnmálaflokkur. Daði Már sagði þetta engu skipta. Sigurjón flokkar þetta sem svo að málið hafi lagst illa á sinnið á Guðrúnu. „Að öðru leyti hefur flokkurinn uppfyllt öll helstu skilyrði og ég bara átta mig ekki á því: Er þetta sambandsleysi eða er þetta sjúkleg þráhyggja að það sé verið að spyrja hér æ ofan í æ út í mál sem er verið að vinna í nefnd?“ Sigurjón sagðist vænta þess að á næstu dögum kæmi fram álit þar sem niðurstaða styrkjamálsins verði leidd til lykta.
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11