„Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. maí 2025 11:01 Ange Postecoglou stóð við stóru orðin sem hann lét falla í upphafi tímabils. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir það verða vonbrigði ef hann fær ekki að halda áfram þjálfun liðsins og byggja á árangrinum sem náðist í gærkvöldi. Evrópudeildartitillinn gæti nýst sem góður stökkpallur, þrátt fyrir tuttugu töp á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. „Hvað sem gerist, gerist. Við erum enn að reyna að byggja upp liðið. Ég hugsa hlutina til lengri tíma og vil byggja upp lið sem getur náð árangri á næstu fjórum, fimm, sex árum. Ég er þjálfari liðsins, en ákvörðunin er ekki í mínum höndum“ sagði Ange í viðtali við TNT eftir leik. "I don't feel like I've completed a job here" 👀Europa League winning manager Ange Postecoglou discusses the feeling of winning a major European trophy, his Spurs squad, and his immediate future with the club.🎙️ @lynseyhipgrave1 | 📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/LzBwQZYrYo— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 21, 2025 Ange sagðist vilja vera áfram hjá félaginu, honum fyndist verkinu ekki lokið, þrátt fyrir að hafa tryggt Tottenham fyrsta stóra titilinn síðan 2008. „Þegar ég tók við starfinu hafði ég aðeins eitt í huga, að vinna eitthvað. Við erum búnir að því og núna getum við byggt á því.“ Tottenham átti vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni og situr í sautjánda sætinu fyrir lokaumferðina. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ange hjá félaginu, en hann segir engan fund um sína framtíð á dagskrá Daniels Levy, stjórnarformanns félagsins. „Ég verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram, en það er ekki gagnrýni. Ég skil að það sé erfitt fyrir félagið að byggja á hugmyndafræði eins manns… Ég man þegar ég skrifaði undir þá sagði Daniel: Við reyndum að sækja sigurvegara [eins og Antonio Conte og Jose Mourinho], það gekk ekki en nú erum við með Ange, og félagi (e. mate), ég er sigurvegari.“ Ange hefur uppfyllt loforð sem hann gaf í upphafi tímabils, þegar hann sagðist alltaf vinna eitthvað á öðru tímabilinu sem stjóri. Fleira kom fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan, meðal annars talaði hann vel um leikmannahóp Tottenham og sagði ungu strákana sem „klifu fjallið“ í gærkvöldi vera tilbúna til að afreka enn stærri hluti. Þá segir hann fólk einbeita sér of mikið að skammtímaárangri. „Fólk sér tuttugu töp hjá okkur í deildinni, en missir af stærra samhenginu, því sem við erum að reyna að byggja. Kvöldið í kvöld gæti verið frábær stökkpallur fyrir þetta lið.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
„Hvað sem gerist, gerist. Við erum enn að reyna að byggja upp liðið. Ég hugsa hlutina til lengri tíma og vil byggja upp lið sem getur náð árangri á næstu fjórum, fimm, sex árum. Ég er þjálfari liðsins, en ákvörðunin er ekki í mínum höndum“ sagði Ange í viðtali við TNT eftir leik. "I don't feel like I've completed a job here" 👀Europa League winning manager Ange Postecoglou discusses the feeling of winning a major European trophy, his Spurs squad, and his immediate future with the club.🎙️ @lynseyhipgrave1 | 📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/LzBwQZYrYo— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 21, 2025 Ange sagðist vilja vera áfram hjá félaginu, honum fyndist verkinu ekki lokið, þrátt fyrir að hafa tryggt Tottenham fyrsta stóra titilinn síðan 2008. „Þegar ég tók við starfinu hafði ég aðeins eitt í huga, að vinna eitthvað. Við erum búnir að því og núna getum við byggt á því.“ Tottenham átti vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni og situr í sautjánda sætinu fyrir lokaumferðina. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ange hjá félaginu, en hann segir engan fund um sína framtíð á dagskrá Daniels Levy, stjórnarformanns félagsins. „Ég verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram, en það er ekki gagnrýni. Ég skil að það sé erfitt fyrir félagið að byggja á hugmyndafræði eins manns… Ég man þegar ég skrifaði undir þá sagði Daniel: Við reyndum að sækja sigurvegara [eins og Antonio Conte og Jose Mourinho], það gekk ekki en nú erum við með Ange, og félagi (e. mate), ég er sigurvegari.“ Ange hefur uppfyllt loforð sem hann gaf í upphafi tímabils, þegar hann sagðist alltaf vinna eitthvað á öðru tímabilinu sem stjóri. Fleira kom fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan, meðal annars talaði hann vel um leikmannahóp Tottenham og sagði ungu strákana sem „klifu fjallið“ í gærkvöldi vera tilbúna til að afreka enn stærri hluti. Þá segir hann fólk einbeita sér of mikið að skammtímaárangri. „Fólk sér tuttugu töp hjá okkur í deildinni, en missir af stærra samhenginu, því sem við erum að reyna að byggja. Kvöldið í kvöld gæti verið frábær stökkpallur fyrir þetta lið.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira