„Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. maí 2025 11:01 Ange Postecoglou stóð við stóru orðin sem hann lét falla í upphafi tímabils. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir það verða vonbrigði ef hann fær ekki að halda áfram þjálfun liðsins og byggja á árangrinum sem náðist í gærkvöldi. Evrópudeildartitillinn gæti nýst sem góður stökkpallur, þrátt fyrir tuttugu töp á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. „Hvað sem gerist, gerist. Við erum enn að reyna að byggja upp liðið. Ég hugsa hlutina til lengri tíma og vil byggja upp lið sem getur náð árangri á næstu fjórum, fimm, sex árum. Ég er þjálfari liðsins, en ákvörðunin er ekki í mínum höndum“ sagði Ange í viðtali við TNT eftir leik. "I don't feel like I've completed a job here" 👀Europa League winning manager Ange Postecoglou discusses the feeling of winning a major European trophy, his Spurs squad, and his immediate future with the club.🎙️ @lynseyhipgrave1 | 📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/LzBwQZYrYo— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 21, 2025 Ange sagðist vilja vera áfram hjá félaginu, honum fyndist verkinu ekki lokið, þrátt fyrir að hafa tryggt Tottenham fyrsta stóra titilinn síðan 2008. „Þegar ég tók við starfinu hafði ég aðeins eitt í huga, að vinna eitthvað. Við erum búnir að því og núna getum við byggt á því.“ Tottenham átti vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni og situr í sautjánda sætinu fyrir lokaumferðina. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ange hjá félaginu, en hann segir engan fund um sína framtíð á dagskrá Daniels Levy, stjórnarformanns félagsins. „Ég verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram, en það er ekki gagnrýni. Ég skil að það sé erfitt fyrir félagið að byggja á hugmyndafræði eins manns… Ég man þegar ég skrifaði undir þá sagði Daniel: Við reyndum að sækja sigurvegara [eins og Antonio Conte og Jose Mourinho], það gekk ekki en nú erum við með Ange, og félagi (e. mate), ég er sigurvegari.“ Ange hefur uppfyllt loforð sem hann gaf í upphafi tímabils, þegar hann sagðist alltaf vinna eitthvað á öðru tímabilinu sem stjóri. Fleira kom fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan, meðal annars talaði hann vel um leikmannahóp Tottenham og sagði ungu strákana sem „klifu fjallið“ í gærkvöldi vera tilbúna til að afreka enn stærri hluti. Þá segir hann fólk einbeita sér of mikið að skammtímaárangri. „Fólk sér tuttugu töp hjá okkur í deildinni, en missir af stærra samhenginu, því sem við erum að reyna að byggja. Kvöldið í kvöld gæti verið frábær stökkpallur fyrir þetta lið.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Sjá meira
„Hvað sem gerist, gerist. Við erum enn að reyna að byggja upp liðið. Ég hugsa hlutina til lengri tíma og vil byggja upp lið sem getur náð árangri á næstu fjórum, fimm, sex árum. Ég er þjálfari liðsins, en ákvörðunin er ekki í mínum höndum“ sagði Ange í viðtali við TNT eftir leik. "I don't feel like I've completed a job here" 👀Europa League winning manager Ange Postecoglou discusses the feeling of winning a major European trophy, his Spurs squad, and his immediate future with the club.🎙️ @lynseyhipgrave1 | 📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/LzBwQZYrYo— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 21, 2025 Ange sagðist vilja vera áfram hjá félaginu, honum fyndist verkinu ekki lokið, þrátt fyrir að hafa tryggt Tottenham fyrsta stóra titilinn síðan 2008. „Þegar ég tók við starfinu hafði ég aðeins eitt í huga, að vinna eitthvað. Við erum búnir að því og núna getum við byggt á því.“ Tottenham átti vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni og situr í sautjánda sætinu fyrir lokaumferðina. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ange hjá félaginu, en hann segir engan fund um sína framtíð á dagskrá Daniels Levy, stjórnarformanns félagsins. „Ég verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram, en það er ekki gagnrýni. Ég skil að það sé erfitt fyrir félagið að byggja á hugmyndafræði eins manns… Ég man þegar ég skrifaði undir þá sagði Daniel: Við reyndum að sækja sigurvegara [eins og Antonio Conte og Jose Mourinho], það gekk ekki en nú erum við með Ange, og félagi (e. mate), ég er sigurvegari.“ Ange hefur uppfyllt loforð sem hann gaf í upphafi tímabils, þegar hann sagðist alltaf vinna eitthvað á öðru tímabilinu sem stjóri. Fleira kom fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan, meðal annars talaði hann vel um leikmannahóp Tottenham og sagði ungu strákana sem „klifu fjallið“ í gærkvöldi vera tilbúna til að afreka enn stærri hluti. Þá segir hann fólk einbeita sér of mikið að skammtímaárangri. „Fólk sér tuttugu töp hjá okkur í deildinni, en missir af stærra samhenginu, því sem við erum að reyna að byggja. Kvöldið í kvöld gæti verið frábær stökkpallur fyrir þetta lið.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Sjá meira