Körfubolti

„Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upp­lifa þetta“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hlynur Bæringsson batt enda á stórkostlegan feril með Íslandsmeistaratitli. 
Hlynur Bæringsson batt enda á stórkostlegan feril með Íslandsmeistaratitli.  stöð 2 sport

„Alsæla. Ég á hreinlega ekki orð“ sagði Íslandsmeistarinn Hlynur Bæringsson eftir sigur í oddaleik gegn Tindastóli. Þetta var hans síðasti leikur á löngum ferli, sem endar með fyrsta Íslandsmeistaratitli í sögu Stjörnunnar.

„Stórkostlegt og eitthvað sem ég get tekið með mér í ellina. Ég verð lengi mjög stoltur af þessu liði. Þetta er búið að vera upp og niður hjá Stjörnunni. Nokkur vonbrigði sem við höfum lent í, við áttum þetta skilið eftir öll þessi ár“ sagði Hlynur einnig.

Hann þakkaði Guði almáttugum fyrir að veita honum þessa upplifun, í viðtali við Andra Má Egggertsson á Stöð 2 Sport sem má sjá hér fyrir neðan.

„Ég þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta. Ég er búinn að vera lengi í þessu og hann var góður við mig.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×