Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. maí 2025 15:15 Jay Emmanuel-Thomas í leik gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli sumarið 2021. Vísir/Hafliði Jay Emmanuel-Thomas, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur játað sök vegna tilraunar til að smygla um 60 kílóum af kannabisi til Englands. Emmanuel-Thomas var handtekinn í september síðastliðnum eftir að 60 kíló af kannabisi fundust í ferðatöskum frá Bangkok á Stansted-flugvöll í Lundúnum. Hann var þá leikmaður Greenock Morton í skosku B-deildinni en félagið sagði upp samningi hans eftir handtökuna. Enski sóknartengiliðurinn neitaði sök í september en hefur samkvæmt The Athletic nú snúist hugur og játaði aðild að málinu. Auk Emmanuel-Thomas voru þær Rosie Rowland, 33 ára, og Yasmin Piotrowska, 29 ára, handteknar á Stansted. Konurnar eiga að hafa flutt efnið inn en þeim hefur verið sleppt og verða ekki ákærðar vegna málsins. Samkvæmt saksóknaranum í málinu héldu þær að gull væri í töskunum tveimur, en ekki kannabis. Talið er að andvirði kannabissins sé um 600 þúsund pund, sem jafngildir rúmlega 103 milljónum króna á núvirði. Emmanuel-Thomas þótti mikið efni á yngri árum en hann yfirgaf Arsenal árið 2011, þá 21 árs gamall. Síðan þá hefur hann leikið í neðri deildum á Englandi með liðum á við Ipswich, Bristol City og QPR en hann lék eina leiktíð með PTT Rayong í Taílandi árið 2019. Hann kom hingað til lands haustið 2021 með skoska liðinu Aberdeen og var í byrjunarliðinu í 3-2 sigri þess á Breiðabliki á Laugardalsvelli. Dvölin hjá Aberdeen fór ekkert stórkostlega en Emmanuel-Thomas lék 15 deildarleiki fyrir liðið og tókst ekki að skora. Hann bíður nú dóms vegna skipulagningar á smygli ólöglegra efna til Bretlands en hæsti dómur í slíku máli er 14 ára fangelsisdómur. Bretland England Dómsmál Skotland Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Emmanuel-Thomas var handtekinn í september síðastliðnum eftir að 60 kíló af kannabisi fundust í ferðatöskum frá Bangkok á Stansted-flugvöll í Lundúnum. Hann var þá leikmaður Greenock Morton í skosku B-deildinni en félagið sagði upp samningi hans eftir handtökuna. Enski sóknartengiliðurinn neitaði sök í september en hefur samkvæmt The Athletic nú snúist hugur og játaði aðild að málinu. Auk Emmanuel-Thomas voru þær Rosie Rowland, 33 ára, og Yasmin Piotrowska, 29 ára, handteknar á Stansted. Konurnar eiga að hafa flutt efnið inn en þeim hefur verið sleppt og verða ekki ákærðar vegna málsins. Samkvæmt saksóknaranum í málinu héldu þær að gull væri í töskunum tveimur, en ekki kannabis. Talið er að andvirði kannabissins sé um 600 þúsund pund, sem jafngildir rúmlega 103 milljónum króna á núvirði. Emmanuel-Thomas þótti mikið efni á yngri árum en hann yfirgaf Arsenal árið 2011, þá 21 árs gamall. Síðan þá hefur hann leikið í neðri deildum á Englandi með liðum á við Ipswich, Bristol City og QPR en hann lék eina leiktíð með PTT Rayong í Taílandi árið 2019. Hann kom hingað til lands haustið 2021 með skoska liðinu Aberdeen og var í byrjunarliðinu í 3-2 sigri þess á Breiðabliki á Laugardalsvelli. Dvölin hjá Aberdeen fór ekkert stórkostlega en Emmanuel-Thomas lék 15 deildarleiki fyrir liðið og tókst ekki að skora. Hann bíður nú dóms vegna skipulagningar á smygli ólöglegra efna til Bretlands en hæsti dómur í slíku máli er 14 ára fangelsisdómur.
Bretland England Dómsmál Skotland Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira