Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2025 10:01 Leikmaðurinn sem endaði í sæti 6. grafík/sara Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 6. Arnar Gunnlaugsson Lið: ÍA, KR, FH, Valur, Haukar, Fram Staða: Framherji Fæðingarár: 1973 Íslandsmeistari: 1992, 1995, 2003, 2008 Bikarmeistari: 2007 Leikir: 162 Mörk: 82 Stoðsendingar: 20 Tvisvar sinnum í liði ársins Gullskór: 1992, 1995 Líklega hefur ekki verið fjallað meira um einn einstakling í íslenska boltanum síðustu árin og Arnar Gunnlaugsson. Og skiljanlega. Eftir flottan feril sem leikmaður hefur Arnar orðið framúrskarandi þjálfari og síðan er hann líka eins mikil stjarna og hægt er að vera í litla fótboltaheiminum okkar. Kastljósið beinist ósjálfrátt að Arnari og fólk sperrir eyrun þegar hann talar. Það er því kannski ekki hægt að segja margt nýtt um hann. Tímabilinu 1995 hefur til dæmis verið gerð frábær skil í Skaganum og A&B. En fimmtán mörk í sjö leikjum það sumarið verður alltaf jafn mikil sturlun. Arnar skoraði líka fimmtán mörk tímabilið 1992, þá nítján ára, þegar ÍA varð Íslandsmeistari sem nyliði og það skilaði honum til Feyenoord ásamt Bjarka bróður. Arnar var alkominn heim 2003. Tvíburabæðurnir gengu þá í raðir KR sem var með einn svakalegasta hóp sem hefur verið settur saman hér á landi; Arnar og Bjarki, Veigar Páll, Einsi Dan, Siggi Raggi, Garðar Jóhanns, Sigurvin Ólafs og svo mætti áfram að telja. KR-ingar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð en ekki með mesta glansinum. Veigar Páll var aðalmaðurinn í KR-sókninni en Arnar minnti nokkrum sinnum á sig. Eftirminnilegasta frammistaðan var gegn Fylki í fjórðu síðustu umferð. Arnar skoraði þrennu í 4-0 sigri KR og svo tvö mörk í 1-3 sigri í Grindavík í umferðinni þar á eftir þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Næstu tvö tímabil voru algjört bleh hjá KR og Arnar sneri aftur á Skagann 2006. Tímabilið tók reyndar óvænta stefnu því þeir Bjarki enduðu á því að þjálfa liðið. Það spilaði skemmtilegan fótbolta undir stjórn þeirra enda þungvopnað fram á við. Arnar Gunnlaugsson í leik með ÍA gegn Víkingi í Fossvoginum 1992.á sigurslóð Arnar lék svo í eitt og hálft tímabil með FH og bætti einum Íslandsmeistaratitli og einum bikarmeistaratitli á ferilskrána áður en þeir Bjarki tóku aftur við ÍA um mitt tímabil 2008. Það fór ekki vel og eftir stutta og skrítna millilendingu í Val fór Arnar í Hauka 2010 og lauk síðan ferlinum með Fram árið eftir. Haukar féllu og Fram næstum því en Arnar náði samt að skora samtals fimmtán mörk þessi tvö tímabil, þar á meðal sigurmark Fram gegn Víkingi í lokaumferðinni 2011, í síðasta leik sínum á ferlinum. Þetta var samt eflaust ekki endirinn sem Arnar sá fyrir sér og hann hefur verið heiðarlegur með að ferilinn hefði getað orðið mun betri. En hann var ekkert slor. Hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni og hér heima gerði hann allt sem hægt var að gera. Varð fjórum sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari, vann tvenna gullskó og síðan er það auðvitað sumarið fyrir þrjátíu árum. Við munum sennilega aldrei sjá svoleiðis aftur, hvorki innan eða utan vallar. Mókollur, Uxi og Arnar Gunnlaugsson. Árið 1995 var árið þeirra og það lifir í minningunni. Besta deild karla Þeir bestu Tengdar fréttir Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 22. maí 2025 10:00 Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 21. maí 2025 10:00 Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 20. maí 2025 10:01 Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 19. maí 2025 10:01 Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 16. maí 2025 10:02 Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01 Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03 Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00 Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07 Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
6. Arnar Gunnlaugsson Lið: ÍA, KR, FH, Valur, Haukar, Fram Staða: Framherji Fæðingarár: 1973 Íslandsmeistari: 1992, 1995, 2003, 2008 Bikarmeistari: 2007 Leikir: 162 Mörk: 82 Stoðsendingar: 20 Tvisvar sinnum í liði ársins Gullskór: 1992, 1995 Líklega hefur ekki verið fjallað meira um einn einstakling í íslenska boltanum síðustu árin og Arnar Gunnlaugsson. Og skiljanlega. Eftir flottan feril sem leikmaður hefur Arnar orðið framúrskarandi þjálfari og síðan er hann líka eins mikil stjarna og hægt er að vera í litla fótboltaheiminum okkar. Kastljósið beinist ósjálfrátt að Arnari og fólk sperrir eyrun þegar hann talar. Það er því kannski ekki hægt að segja margt nýtt um hann. Tímabilinu 1995 hefur til dæmis verið gerð frábær skil í Skaganum og A&B. En fimmtán mörk í sjö leikjum það sumarið verður alltaf jafn mikil sturlun. Arnar skoraði líka fimmtán mörk tímabilið 1992, þá nítján ára, þegar ÍA varð Íslandsmeistari sem nyliði og það skilaði honum til Feyenoord ásamt Bjarka bróður. Arnar var alkominn heim 2003. Tvíburabæðurnir gengu þá í raðir KR sem var með einn svakalegasta hóp sem hefur verið settur saman hér á landi; Arnar og Bjarki, Veigar Páll, Einsi Dan, Siggi Raggi, Garðar Jóhanns, Sigurvin Ólafs og svo mætti áfram að telja. KR-ingar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð en ekki með mesta glansinum. Veigar Páll var aðalmaðurinn í KR-sókninni en Arnar minnti nokkrum sinnum á sig. Eftirminnilegasta frammistaðan var gegn Fylki í fjórðu síðustu umferð. Arnar skoraði þrennu í 4-0 sigri KR og svo tvö mörk í 1-3 sigri í Grindavík í umferðinni þar á eftir þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Næstu tvö tímabil voru algjört bleh hjá KR og Arnar sneri aftur á Skagann 2006. Tímabilið tók reyndar óvænta stefnu því þeir Bjarki enduðu á því að þjálfa liðið. Það spilaði skemmtilegan fótbolta undir stjórn þeirra enda þungvopnað fram á við. Arnar Gunnlaugsson í leik með ÍA gegn Víkingi í Fossvoginum 1992.á sigurslóð Arnar lék svo í eitt og hálft tímabil með FH og bætti einum Íslandsmeistaratitli og einum bikarmeistaratitli á ferilskrána áður en þeir Bjarki tóku aftur við ÍA um mitt tímabil 2008. Það fór ekki vel og eftir stutta og skrítna millilendingu í Val fór Arnar í Hauka 2010 og lauk síðan ferlinum með Fram árið eftir. Haukar féllu og Fram næstum því en Arnar náði samt að skora samtals fimmtán mörk þessi tvö tímabil, þar á meðal sigurmark Fram gegn Víkingi í lokaumferðinni 2011, í síðasta leik sínum á ferlinum. Þetta var samt eflaust ekki endirinn sem Arnar sá fyrir sér og hann hefur verið heiðarlegur með að ferilinn hefði getað orðið mun betri. En hann var ekkert slor. Hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni og hér heima gerði hann allt sem hægt var að gera. Varð fjórum sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari, vann tvenna gullskó og síðan er það auðvitað sumarið fyrir þrjátíu árum. Við munum sennilega aldrei sjá svoleiðis aftur, hvorki innan eða utan vallar. Mókollur, Uxi og Arnar Gunnlaugsson. Árið 1995 var árið þeirra og það lifir í minningunni.
Lið: ÍA, KR, FH, Valur, Haukar, Fram Staða: Framherji Fæðingarár: 1973 Íslandsmeistari: 1992, 1995, 2003, 2008 Bikarmeistari: 2007 Leikir: 162 Mörk: 82 Stoðsendingar: 20 Tvisvar sinnum í liði ársins Gullskór: 1992, 1995
Besta deild karla Þeir bestu Tengdar fréttir Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 22. maí 2025 10:00 Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 21. maí 2025 10:00 Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 20. maí 2025 10:01 Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 19. maí 2025 10:01 Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 16. maí 2025 10:02 Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01 Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03 Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00 Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07 Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 22. maí 2025 10:00
Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 21. maí 2025 10:00
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 20. maí 2025 10:01
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 19. maí 2025 10:01
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 16. maí 2025 10:02
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. maí 2025 10:01
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 14. maí 2025 10:03
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 13. maí 2025 10:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07
Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00