Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar 20. maí 2025 11:01 Við lifum áhugaverða tíma. Tvær þversagnir í geðheilbrigðismálum blasa við. Önnur er sú að á sama tíma og við lofum fjölbreytileika fólks í samfélaginu, og þar með fjölbreytileika samfélagsins, þá virðumst við hafa afar ríka þörf fyrir að steypa fólk í, og skilgreina það út frá, tilteknum römmum. Hin þversögnin er sú að á sama tíma og við teljum okkur búa við almenna framþróun í heilbrigðis- og læknavísindum er kemur að viðleitni til bættrar geðheilsu, fjölgar örorkubótaþegum vegna geðraskana u.þ.b. fimm sinnum hraðar en þjóðinni. Vorið 2023 samþykkti Alþingi Íslendinga nýja stefnu í geðheilbrigðismálum og sl. sumar útfærðu tveir hópar á vegum heilbrigðisráðherra aðgerðaáætlun til fjögurra ára í málaflokknum. Hún er metin er á u.þ.b. 6-8 ma. kr. í framkvæmd. Síðasta geðheilbrigðisáætlun (2016-2020) var metnaðarfull en lítill hluti nauðsynlegs fjármagns fékkst til að fylgja henni eftir. Að flestra mati þýðir lítt að eyða orku og tíma í áætlanir ef „eldsneytið“(fjármagnið) er lítið sem ekkert. Hlutfallið 5/25 vísar til ójafns hlutfalls opinberra fjárframlaga til geðheilbrigðismála sé horft til áætlaðs umfangs málaflokksins innan heilbrigðiskerfisins, 5/25. Í ljósi þessa og aukinnar umræðu og ákalla um úrbætur treystum við opinberum valdhöfum fyrir því að núverandi aðgerðaáætlun verði fullfjármögnuð til næstu fjögurra ára. Árið 2022 birtist í breska blaðinu „The Guardian“ grein eftir Dr. Sanah Ahsan ungan sálfræðing sem starfar innan bresku heilbrigðisþjónustunnar NHS. Yfirskrift greinarinnar var: „Ég er sálfræðingur og ég trúi því að það sem okkur hefur verið sagt um geðheilbrigði séu mikil ósannindi“. Í undirfyrirsögn greinarinnar segir svo: „Skilningur samfélags okkar er sá að orsakir geðraskana séu innra með okkur – en hundsar samfélagslega orsakaþætti“. Sanah segir að við séum að takast á við samfélagslegan og pólitískan vanda ójöfnuðar með greiningum og meðferð. Hún spyr hvort sex skipti af hugrænni atferlismeðferð sem hjálpar að koma auga á óuppbyggileg hugsanamynstur muni hjálpa einstakling sem á í erfiðleikum með að sjá fjölskyldu sinni fyrir mat. Á sömu forsendum, hvort þunglyndislyf geti „læknað“ stöðugt áfall sem hörundsdökkur maður verður fyrir á „eitruðum“ vinnustað, eða hvort gjörhygli geti orðið barni að liði sem býr við mikla fátækt? Sanah klikkir svo út með myndlíkingu og spyr hvort við myndum greina visnandi plöntu með „plöntu-visnunar-heilkenni“ – eða reyna breyta umhverfi plöntunnar og aðstæðum? „Engu að síður þjáist fólk í og við aðstæður sem eru ekki boðlegar og okkur er sagt að það sé eitthvað að okkur“, segir hún. Grein Sanah, rannsóknir prófessor Joanna Moncrieff, sem kollvörpuðu hugmyndum um efnafræðilegt ójafnvægi í heila þegar um þunglyndi er að ræða, auk „endurreisnartímabils“ hugvíkkandi efna sem virðist vera hafið, eru einungis fáein dæmi um það hversu nauðsynlegt er orðið að endurskoða aðferða- og hugmyndafræði okkar í geðheilbrigðismálum. Við þurfum að horfa vandlega á samfélög okkar sem eru lituð af samanburði, samkeppni og einstaklingshyggju og nærast á aldagamalli meinloku um að staða einstaklings í samfélagi ráðist nær eingöngu út frá efnislegu „virði“. En þetta er gamalt stef sem kapítalisminn hefur löngu kveðið í kútinn, ekki satt? Meira er jú betra og við ættum ekki einungis að huga að því að sinna þörfum okkar heldur gefa löngunum okkar einnig góðan tíma og leitast við að elta þann endalausa hring, því meira verður jú aldrei nóg. Hvað þarf til að gera samfélög okkar geðheilsuvænni? Hvað þarf til að við séum sátt? Hvernig getum við rofið þær neikvæðu tilfinningar sem við færum á milli kynslóða okkar, þá skömm sem oft flyst og fleytir kellingar öldum saman innan fjölskyldna? Við sitjum enn við eldinn, viljum hlusta á sögur, tengjast öðrum, upplifa nánd og forðast rof. Við virðumst þó vera fjarlægari, fjarverur, en við viljum vera nær, vera nærverur – mannverur. Einkennir „aðskilnaðarorðræðan“ tíðarandann? Rafmagnið og tæknin hafi valdið ákveðnu rofi um leið og þau hafa bætt, lengt og breytt tilveru okkar, aukið lífsgæði – eða hvað? Við sitjum við eldinn, eldurinn logar í húsi hvers og eins, í síma hvers og eins, langt á milli okkar. Erum við að skilja okkur í auknu mæli frá hvort öðru af því að við setjum eigin mannréttindi ofar hinni sameiginlegu mennsku? Flestir eru sammála um að samfélög okkar taki á svo margan hátt framförum. Við endurskoðum viðhorf okkar, reynum að breyta stöðnuðum hugmyndum og afstöðu sem byggir oft á hugtökum eins og valdi. Valdi sem við nú, í opinberum skilningi, erum flest sammála um að „breyta“ í þjónustu þar sem við getum. Að allt opinbert vald verði opinber þjónusta. Getum við breytt orðræðunni fyrst og vonast svo til að afstaða okkar til þekkingarfræðilegs skilnings á tungumálinu og upplifun breytist hægt og bítandi? Það er víst, samkvæmt fræðunum, eitt sem er ótta yfirsterkara. Von. Við þurfum von. Tíðarandi okkar virðist um of litast af sundrungu, fjarveru og rofi. Við þurfum aukna nánd á tímum þar sem aldrei virðist vera erfiðara að veita hana, upplifa hana í fjarverunni. Við þurfum eldinn – aukin tengsl við náttúruna, aukin tengsl við okkar innri veru, okkar eigin nærveru. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Héðinn Unnsteinsson Geðheilbrigði Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við lifum áhugaverða tíma. Tvær þversagnir í geðheilbrigðismálum blasa við. Önnur er sú að á sama tíma og við lofum fjölbreytileika fólks í samfélaginu, og þar með fjölbreytileika samfélagsins, þá virðumst við hafa afar ríka þörf fyrir að steypa fólk í, og skilgreina það út frá, tilteknum römmum. Hin þversögnin er sú að á sama tíma og við teljum okkur búa við almenna framþróun í heilbrigðis- og læknavísindum er kemur að viðleitni til bættrar geðheilsu, fjölgar örorkubótaþegum vegna geðraskana u.þ.b. fimm sinnum hraðar en þjóðinni. Vorið 2023 samþykkti Alþingi Íslendinga nýja stefnu í geðheilbrigðismálum og sl. sumar útfærðu tveir hópar á vegum heilbrigðisráðherra aðgerðaáætlun til fjögurra ára í málaflokknum. Hún er metin er á u.þ.b. 6-8 ma. kr. í framkvæmd. Síðasta geðheilbrigðisáætlun (2016-2020) var metnaðarfull en lítill hluti nauðsynlegs fjármagns fékkst til að fylgja henni eftir. Að flestra mati þýðir lítt að eyða orku og tíma í áætlanir ef „eldsneytið“(fjármagnið) er lítið sem ekkert. Hlutfallið 5/25 vísar til ójafns hlutfalls opinberra fjárframlaga til geðheilbrigðismála sé horft til áætlaðs umfangs málaflokksins innan heilbrigðiskerfisins, 5/25. Í ljósi þessa og aukinnar umræðu og ákalla um úrbætur treystum við opinberum valdhöfum fyrir því að núverandi aðgerðaáætlun verði fullfjármögnuð til næstu fjögurra ára. Árið 2022 birtist í breska blaðinu „The Guardian“ grein eftir Dr. Sanah Ahsan ungan sálfræðing sem starfar innan bresku heilbrigðisþjónustunnar NHS. Yfirskrift greinarinnar var: „Ég er sálfræðingur og ég trúi því að það sem okkur hefur verið sagt um geðheilbrigði séu mikil ósannindi“. Í undirfyrirsögn greinarinnar segir svo: „Skilningur samfélags okkar er sá að orsakir geðraskana séu innra með okkur – en hundsar samfélagslega orsakaþætti“. Sanah segir að við séum að takast á við samfélagslegan og pólitískan vanda ójöfnuðar með greiningum og meðferð. Hún spyr hvort sex skipti af hugrænni atferlismeðferð sem hjálpar að koma auga á óuppbyggileg hugsanamynstur muni hjálpa einstakling sem á í erfiðleikum með að sjá fjölskyldu sinni fyrir mat. Á sömu forsendum, hvort þunglyndislyf geti „læknað“ stöðugt áfall sem hörundsdökkur maður verður fyrir á „eitruðum“ vinnustað, eða hvort gjörhygli geti orðið barni að liði sem býr við mikla fátækt? Sanah klikkir svo út með myndlíkingu og spyr hvort við myndum greina visnandi plöntu með „plöntu-visnunar-heilkenni“ – eða reyna breyta umhverfi plöntunnar og aðstæðum? „Engu að síður þjáist fólk í og við aðstæður sem eru ekki boðlegar og okkur er sagt að það sé eitthvað að okkur“, segir hún. Grein Sanah, rannsóknir prófessor Joanna Moncrieff, sem kollvörpuðu hugmyndum um efnafræðilegt ójafnvægi í heila þegar um þunglyndi er að ræða, auk „endurreisnartímabils“ hugvíkkandi efna sem virðist vera hafið, eru einungis fáein dæmi um það hversu nauðsynlegt er orðið að endurskoða aðferða- og hugmyndafræði okkar í geðheilbrigðismálum. Við þurfum að horfa vandlega á samfélög okkar sem eru lituð af samanburði, samkeppni og einstaklingshyggju og nærast á aldagamalli meinloku um að staða einstaklings í samfélagi ráðist nær eingöngu út frá efnislegu „virði“. En þetta er gamalt stef sem kapítalisminn hefur löngu kveðið í kútinn, ekki satt? Meira er jú betra og við ættum ekki einungis að huga að því að sinna þörfum okkar heldur gefa löngunum okkar einnig góðan tíma og leitast við að elta þann endalausa hring, því meira verður jú aldrei nóg. Hvað þarf til að gera samfélög okkar geðheilsuvænni? Hvað þarf til að við séum sátt? Hvernig getum við rofið þær neikvæðu tilfinningar sem við færum á milli kynslóða okkar, þá skömm sem oft flyst og fleytir kellingar öldum saman innan fjölskyldna? Við sitjum enn við eldinn, viljum hlusta á sögur, tengjast öðrum, upplifa nánd og forðast rof. Við virðumst þó vera fjarlægari, fjarverur, en við viljum vera nær, vera nærverur – mannverur. Einkennir „aðskilnaðarorðræðan“ tíðarandann? Rafmagnið og tæknin hafi valdið ákveðnu rofi um leið og þau hafa bætt, lengt og breytt tilveru okkar, aukið lífsgæði – eða hvað? Við sitjum við eldinn, eldurinn logar í húsi hvers og eins, í síma hvers og eins, langt á milli okkar. Erum við að skilja okkur í auknu mæli frá hvort öðru af því að við setjum eigin mannréttindi ofar hinni sameiginlegu mennsku? Flestir eru sammála um að samfélög okkar taki á svo margan hátt framförum. Við endurskoðum viðhorf okkar, reynum að breyta stöðnuðum hugmyndum og afstöðu sem byggir oft á hugtökum eins og valdi. Valdi sem við nú, í opinberum skilningi, erum flest sammála um að „breyta“ í þjónustu þar sem við getum. Að allt opinbert vald verði opinber þjónusta. Getum við breytt orðræðunni fyrst og vonast svo til að afstaða okkar til þekkingarfræðilegs skilnings á tungumálinu og upplifun breytist hægt og bítandi? Það er víst, samkvæmt fræðunum, eitt sem er ótta yfirsterkara. Von. Við þurfum von. Tíðarandi okkar virðist um of litast af sundrungu, fjarveru og rofi. Við þurfum aukna nánd á tímum þar sem aldrei virðist vera erfiðara að veita hana, upplifa hana í fjarverunni. Við þurfum eldinn – aukin tengsl við náttúruna, aukin tengsl við okkar innri veru, okkar eigin nærveru. Höfundur er ráðgjafi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun