Cunha að ganga í raðir Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. maí 2025 17:24 Matheus Cunha mun að öllum líkindum spila í rauðu á næstu leiktíð. Shaun Botterill/Getty Images Það virðist næsta öruggt að brasilíski framherjinn Matheus Cunha muni ganga í raðir Manchester United þegar tímabilinu lýkur. Talið er að alls hafi fimm lið verið með hann á óskalista sínum en Cunha er harður á því að spila fyrir Man United. Það er Sky Sports sem greindi fyrst frá. Í frétt miðilsins segir að Man Utd muni greiða 62,5 milljónir punda – nærri 11 milljarða íslenskra króna - fyrir þennan 25 ára gamla framherja. Í samningi Cunha við Úlfana er klásúla þess efnis að hann sé falur fyrir upphæðina nefnda hér að ofan. Í stað þess að eyða sumrinu í að prútta hafa Rauðu djöflarnir ákveðið að greiða klásúluna og fá leikmanninn því sem fyrst í sínar raðir. Samkvæmt Sky Sports er samningurinn svo gott sem frágenginn. Cunha telur Man Utd eitt stærsta félag í heim og telur litlar sem engar líkur á að liðið spili jafn illa á næstu leiktíð og það hefur gert á yfirstandandi tímabili. Man Utd er sem stendur í 16. Sæti, tveimur sætum neðar en Úlfarnir. Cunha gekk í raðir Úlfanna frá Atlético Madríd árið 2022. Hann hefur skorað alls 27 mörk og gefið 13 stoðsendingar í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða stöðu mun hann spila á vellinum? Það er ljóst að Ruben Amorim hefur keyrt kaupin á Cunha í gegn þar sem leikmanninum líður hvað best í stöðunni á bak við fremsta mann. Í 3-4-2-1 leikkerfi Amorim má reikna með að Cunha verði í vinstri „tíunni“ á bak við fremsta mann. Cunha getur einnig spilað sem fremsti maður en það er þó talið ólíklegt að hann muni spila margar mínútur þar sem Amorim er einnig með framherja á óskalista sínum. Nafnið sem er hvað helst nefnt til sögunnar er Liam Delap, framherji Ipswich Town. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Það er Sky Sports sem greindi fyrst frá. Í frétt miðilsins segir að Man Utd muni greiða 62,5 milljónir punda – nærri 11 milljarða íslenskra króna - fyrir þennan 25 ára gamla framherja. Í samningi Cunha við Úlfana er klásúla þess efnis að hann sé falur fyrir upphæðina nefnda hér að ofan. Í stað þess að eyða sumrinu í að prútta hafa Rauðu djöflarnir ákveðið að greiða klásúluna og fá leikmanninn því sem fyrst í sínar raðir. Samkvæmt Sky Sports er samningurinn svo gott sem frágenginn. Cunha telur Man Utd eitt stærsta félag í heim og telur litlar sem engar líkur á að liðið spili jafn illa á næstu leiktíð og það hefur gert á yfirstandandi tímabili. Man Utd er sem stendur í 16. Sæti, tveimur sætum neðar en Úlfarnir. Cunha gekk í raðir Úlfanna frá Atlético Madríd árið 2022. Hann hefur skorað alls 27 mörk og gefið 13 stoðsendingar í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða stöðu mun hann spila á vellinum? Það er ljóst að Ruben Amorim hefur keyrt kaupin á Cunha í gegn þar sem leikmanninum líður hvað best í stöðunni á bak við fremsta mann. Í 3-4-2-1 leikkerfi Amorim má reikna með að Cunha verði í vinstri „tíunni“ á bak við fremsta mann. Cunha getur einnig spilað sem fremsti maður en það er þó talið ólíklegt að hann muni spila margar mínútur þar sem Amorim er einnig með framherja á óskalista sínum. Nafnið sem er hvað helst nefnt til sögunnar er Liam Delap, framherji Ipswich Town.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira