„Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Árni Sæberg og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 19. maí 2025 11:19 Köldu hefur andað á milli þeirra Björgólfs Thors og Róberts um árabil. Vísir/Vilhelm Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó. Mikið hefur verið fjallað um meintar njósnir fyrirtækisins PPP í tengslum við hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor, sem Róbert tók meðal annars þátt í. Þeir hafa um árabil eldað grátt silfur saman eftir að slitnaði upp úr nánu samstarfi þeirra hjá Actavis. Ítarlega var fjallað um átök þeirra hér. Njósnamálið hefur undið upp á sig Málið hefur dregið dilk á eftir sér og inn í það hefur fléttast umfangsmikill leki á gögnum frá Sérstökum saksóknara, sem er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi eftir að upphafleg rannsókn var felld niður af Ríkissaksóknara á sínum tíma. Vísir birti í morgun yfirgripsmikla fréttaskýringu, þar sem tilraun var gerð til að skýra flókið mál sem teygir sig yfir sautján ár og sér ekki fyrir endann á. Stóra málið í dag er að upptökum af samtölum fólks sem fengust með hlerunum fyrir hálfum öðrum áratug var ekki eytt. Samtöl sem vörðuðu sakamál sem heyra sögunni til og líka samtöl fólks um alls ótengd efni. Umfjöllun um PPP hófst þó sem áður segir vegna meintra njósna um Róbert Wessman og aðra sem tóku þátt í hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor. Skráði félagið á þriðja markaðinn Róbert stóð í stórræðum í morgun þegar Alvotech, félag sem hann stofnaði og stýrir, var tekið til viðskipta í kauphöllinni í Svíþjóð. Alvotech er þegar skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Viðtal við Róbert bauðst í tilefni af skráningunni og ómögulegt var að sleppa honum án þess að spyrja út í njósnamálið. „Ég svona almennt séð er ekkert að tjá mig um þetta en auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur. Ég kaus bara að vera ekki að tjá mig um þetta enda mikið að gera á stóru heimili eins og Alvotech og ég eyði orkunni minni þar,“ segir hann. Hvað finnst þér um þetta mál? „Ekkert annað en það. Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem menn eru ekki vanir og það gildir alveg sama um mig og alla hina. Þetta er eitthvað sem er alveg nýtt fyrir okkur öllum held ég.“ Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Alvotech Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42 Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um meintar njósnir fyrirtækisins PPP í tengslum við hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor, sem Róbert tók meðal annars þátt í. Þeir hafa um árabil eldað grátt silfur saman eftir að slitnaði upp úr nánu samstarfi þeirra hjá Actavis. Ítarlega var fjallað um átök þeirra hér. Njósnamálið hefur undið upp á sig Málið hefur dregið dilk á eftir sér og inn í það hefur fléttast umfangsmikill leki á gögnum frá Sérstökum saksóknara, sem er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi eftir að upphafleg rannsókn var felld niður af Ríkissaksóknara á sínum tíma. Vísir birti í morgun yfirgripsmikla fréttaskýringu, þar sem tilraun var gerð til að skýra flókið mál sem teygir sig yfir sautján ár og sér ekki fyrir endann á. Stóra málið í dag er að upptökum af samtölum fólks sem fengust með hlerunum fyrir hálfum öðrum áratug var ekki eytt. Samtöl sem vörðuðu sakamál sem heyra sögunni til og líka samtöl fólks um alls ótengd efni. Umfjöllun um PPP hófst þó sem áður segir vegna meintra njósna um Róbert Wessman og aðra sem tóku þátt í hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor. Skráði félagið á þriðja markaðinn Róbert stóð í stórræðum í morgun þegar Alvotech, félag sem hann stofnaði og stýrir, var tekið til viðskipta í kauphöllinni í Svíþjóð. Alvotech er þegar skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Viðtal við Róbert bauðst í tilefni af skráningunni og ómögulegt var að sleppa honum án þess að spyrja út í njósnamálið. „Ég svona almennt séð er ekkert að tjá mig um þetta en auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur. Ég kaus bara að vera ekki að tjá mig um þetta enda mikið að gera á stóru heimili eins og Alvotech og ég eyði orkunni minni þar,“ segir hann. Hvað finnst þér um þetta mál? „Ekkert annað en það. Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem menn eru ekki vanir og það gildir alveg sama um mig og alla hina. Þetta er eitthvað sem er alveg nýtt fyrir okkur öllum held ég.“
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Alvotech Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42 Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42
Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36