Erlent

Tveir létust þegar skip á leið til Ís­lands sigldi á Brooklyn-brúna

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi. Möstur skipsins enduðu á brúnni.
Mynd frá vettvangi. Möstur skipsins enduðu á brúnni. EPA

Seglskipi mexíkóska sjóhersins var siglt á hina sögufrægu Brooklyn-brú í New York í Bandaríkjunum seint í gærkvöldi. Tveir létust og nítján særðust í slysinu. Af þeim nítján eru tveir sagðir í lífshættu.

Í Brooklyn hafði átt að setja eldsneyti á skipið sem var á leið til Íslands.

Um borð í skipinu, sem heitir the Cuauhtémoc, voru 277 manns. 

Samkvæmt Eric Adams, borgarstjóra New York, missti skipið afl áður en slysið varð og sigldi þar af leiðandi í vitlausa átt. 

Það hafði ekki verið ætlunin að sigla undir Brooklyn-brúna. Svo enduðu möstur skipsins í brúnni, og það olli dauðsföllunum.

Þá hefur verið greint frá því að dráttarbátur sem átti að koma skipinu til bjargar hafi orðið fyrir vélarbilun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×