Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Smári Jökull Jónsson skrifar 17. maí 2025 20:19 Viktor Gísli Hallgrímsson spilaði frábærlega fyrir Wisla Plock í kvöld. Vísir/EPA Viktor Gísli Hallgrímsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Wisla Plock í úrslitakeppni pólska handboltans í dag. Wisla er komið í forystu í einvígi sínu í undanúrslitum. Greint var frá því í vikunni að landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson myndi ganga til liðs við stórlið Barcelona á Spáni en hann hefur leikið með Wisla Plock síðasta árið. Fréttirnar af félagaskiptunum virðast hafa gefið Viktori Gísla aukinn kraft því hann átti magnaðan leik fyrir Wisla Plock sem mætti Zabrze í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum pólsku deildarinnar í dag. Viktor Hallgrímsson ZATRZYMUJE kontrę Górnika ✋W znakomitej dyspozycji jest dzisiaj bramkarz @SPRWisla 🔥Mecz trwa! Transmisja w @polsatsport 1 📺 #WISGOR pic.twitter.com/YJmmpgazvs— ORLEN Superliga (@orlen_superliga) May 17, 2025 Viktor Gísli hreinlega lokaði markinu í fyrri hálfleiknum, hélt hreinu fyrstu sex mínútur leiksins og átti hverja vörsluna á fætur annarri. Hann lauk leik í fyrri hálfleiknum með tólf varin skot og aðeins átta mörk fengin á sig sem gerir 60% markvörslu. Ótrúleg tölfræði og Viktor Gísli maðurinn á bakvið 20-8 forystu Wisla Plock í hálfleik. Viktor Hallgrímsson show po pierwszej połowie w ORLEN Arenie! 12 interwencji Islandczyka 🤯 pic.twitter.com/kjgM2spBsM— ORLEN Wisła Płock (@SPRWisla) May 17, 2025 Í síðari hálfleik sat Viktor Gísli á bekknum enda sigur Wisla nánast ráðinn. Lokatölur í leiknum 40-23 og Wisla Plock því komið í forystu í einvíginu. Pólski handboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson myndi ganga til liðs við stórlið Barcelona á Spáni en hann hefur leikið með Wisla Plock síðasta árið. Fréttirnar af félagaskiptunum virðast hafa gefið Viktori Gísla aukinn kraft því hann átti magnaðan leik fyrir Wisla Plock sem mætti Zabrze í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum pólsku deildarinnar í dag. Viktor Hallgrímsson ZATRZYMUJE kontrę Górnika ✋W znakomitej dyspozycji jest dzisiaj bramkarz @SPRWisla 🔥Mecz trwa! Transmisja w @polsatsport 1 📺 #WISGOR pic.twitter.com/YJmmpgazvs— ORLEN Superliga (@orlen_superliga) May 17, 2025 Viktor Gísli hreinlega lokaði markinu í fyrri hálfleiknum, hélt hreinu fyrstu sex mínútur leiksins og átti hverja vörsluna á fætur annarri. Hann lauk leik í fyrri hálfleiknum með tólf varin skot og aðeins átta mörk fengin á sig sem gerir 60% markvörslu. Ótrúleg tölfræði og Viktor Gísli maðurinn á bakvið 20-8 forystu Wisla Plock í hálfleik. Viktor Hallgrímsson show po pierwszej połowie w ORLEN Arenie! 12 interwencji Islandczyka 🤯 pic.twitter.com/kjgM2spBsM— ORLEN Wisła Płock (@SPRWisla) May 17, 2025 Í síðari hálfleik sat Viktor Gísli á bekknum enda sigur Wisla nánast ráðinn. Lokatölur í leiknum 40-23 og Wisla Plock því komið í forystu í einvíginu.
Pólski handboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira