„Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. maí 2025 21:46 Einar segir sínum mönnum til í kvöld. Vísir/Pawel Einar Jónsson þjálfari Framara sagði liðið sinn hafa spilað heilsteyptan leik gegn Val í kvöld en Fram vann 37-33 sigur í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla. Liðin mætast næst á mánudag. „Mér fannst við frábærir sóknarlega og mér fannst Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] eiginlega halda þeim inni í þessum leik,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leik. Fram hafði yfirhöndina í leiknum frá miðjum fyrri hálfleik og komst mest sjö mörkum yfir í síðari hálfleiknum. Þá náðu Valsarar 7-1 kafla og minnkuðu muninn niður í eitt mark. Einar líflegur á hliðarlínunni að vanda.Vísir/Pawel „Svo vorum við aðeins klaufar þegar voru 7-8 mínútur eftir, slæmur kafli hjá okkur. Þar fyrir utan vorum við hrikalega heilsteyptir sóknarlega. Varnarlega fannst mér við líka vera fínir en ég hefði viljað fá aðeins betri markvörslu. Það kemur, að vinna Val á þeirra heimavelli. Þú þarft bara að eiga frábæran leik til að gera það.“ Á þessum kafla þegar Valsmenn minnka muninn héldu Framarar þó haus og náðu vopnum sínum á nýjan leik. „Við áttum reyndar líka eitt eða tvö skot í stöng og slá. Við hefðum getað verið örlítið klókari en það er erfitt að spila 60 mínútur óaðfinnanlegan sóknarleik. Þetta var slæmur kafli og við vitum það að Valur refsar fyrir svona kafla. Þeir eru bara góðir, drullugóðir. Svona er bara íþróttin.“ Reynir Þór Stefánsson lék sinn fyrsta landsleik um helgina eftir frábært tímabil. Hann var algjörlega stórkostlegur í kvöld og skoraði tólf mörk. „Hann var frábær og er náttúrulega búinn að spila svona eiginlega í allan vetur. Ég hef stundum pirrað mig á því að hann mætti skora meira. Hann er bara frábær leikmaður, það er lítið annað hægt að segja og hann spilaði stórkostlegan handbolta í kvöld,“ sagði Einar og bætti við að hann væri ekki pirraður á markaleysi hjá Reyni í kvöld. „Hann var „outstanding“ hér í kvöld.“ Næsti leikur liðanna fer fram á mánudag í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. „Það verður geggjað, það verður erfitt eins og þessi leikur. Nú er bara þetta týpíska leiðinlega svar, endurheimt og fara yfir leikinn. Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa sama hver mótherjinn er. Við ætlum að mæta 100% tilbúnir í þann slag.“ Olís-deild karla Valur Fram Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
„Mér fannst við frábærir sóknarlega og mér fannst Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] eiginlega halda þeim inni í þessum leik,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leik. Fram hafði yfirhöndina í leiknum frá miðjum fyrri hálfleik og komst mest sjö mörkum yfir í síðari hálfleiknum. Þá náðu Valsarar 7-1 kafla og minnkuðu muninn niður í eitt mark. Einar líflegur á hliðarlínunni að vanda.Vísir/Pawel „Svo vorum við aðeins klaufar þegar voru 7-8 mínútur eftir, slæmur kafli hjá okkur. Þar fyrir utan vorum við hrikalega heilsteyptir sóknarlega. Varnarlega fannst mér við líka vera fínir en ég hefði viljað fá aðeins betri markvörslu. Það kemur, að vinna Val á þeirra heimavelli. Þú þarft bara að eiga frábæran leik til að gera það.“ Á þessum kafla þegar Valsmenn minnka muninn héldu Framarar þó haus og náðu vopnum sínum á nýjan leik. „Við áttum reyndar líka eitt eða tvö skot í stöng og slá. Við hefðum getað verið örlítið klókari en það er erfitt að spila 60 mínútur óaðfinnanlegan sóknarleik. Þetta var slæmur kafli og við vitum það að Valur refsar fyrir svona kafla. Þeir eru bara góðir, drullugóðir. Svona er bara íþróttin.“ Reynir Þór Stefánsson lék sinn fyrsta landsleik um helgina eftir frábært tímabil. Hann var algjörlega stórkostlegur í kvöld og skoraði tólf mörk. „Hann var frábær og er náttúrulega búinn að spila svona eiginlega í allan vetur. Ég hef stundum pirrað mig á því að hann mætti skora meira. Hann er bara frábær leikmaður, það er lítið annað hægt að segja og hann spilaði stórkostlegan handbolta í kvöld,“ sagði Einar og bætti við að hann væri ekki pirraður á markaleysi hjá Reyni í kvöld. „Hann var „outstanding“ hér í kvöld.“ Næsti leikur liðanna fer fram á mánudag í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. „Það verður geggjað, það verður erfitt eins og þessi leikur. Nú er bara þetta týpíska leiðinlega svar, endurheimt og fara yfir leikinn. Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa sama hver mótherjinn er. Við ætlum að mæta 100% tilbúnir í þann slag.“
Olís-deild karla Valur Fram Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira