„Menn vissu bara upp á sig sökina“ Andri Már Eggertsson og Arnar Skúli Atlason skrifa 14. maí 2025 22:43 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Stólanna, sagði sína menn vita upp á sig sökuna eftir leik tvö í einvíginu. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega ánægður með sigur í hörkuleik gegn Stjörnunni í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan var kjöldregin í leik tvö og var þjálfarinn sáttur með hvernig sínir menn svöruðu. „Þetta var aðeins betra. bara þvílíkur munur. menn vissu bara upp á sig sökina. Vil ekki segja að við höfum verið slakir allan leikinn en bara missum hausinn en allt annað hugarfar núna. Miklu jákvæðari orka, samheldni, menn að einblína á réttu hlutina. Það skilaði sér.“ Tindastóll tók 40 vítaskot í dag eftir að hafa skotið alls 25 í seríunni fram að leiknum í kvöld. Var áhersla að keyra á körfuna í kvöld? „Það var dæmt á Stjörnuna þegar við vorum að sækja á þá núna. Við erum alltaf sækja grimmt á þá og teljum okkur eiga að fá enn fleiri villur þess vegna. Við þurfum að halda áfram að vera agressífir, sækja á hringinn og fara á blokkina. Gera þessa hluti sem við viljum gera. Svo er þetta kannski vörnin í fjórða leikhluta sem skilar þessu í lokin.“ Hilmar Smári Henningsson skoraði 20 stig í fyrri hálfleik en aðeins tvö í seinni hálfleik, gerðu þitt eitthvað í hálfleik til að stoppa hann? „Við vildum helst að hann fengi ekki boltann. Þú talaðir um Ægi (Þór Steinarsson) fyrir þennan leik. Hilmar Smári núna, þetta eru bara þvílíkir kóngar. Það er meira en að segja það að stoppa þá. Þó maður leggi mönnum línurnar hvernig á að stöðva þá þá er það bara hægara sagt en gert. Þetta eru bara fáránlega góðir leikmenn. Stundum nærðu að hægja á þeim og stundum ekki. Mér fannst Arnar (Björnsson) gera fáranlega vel á Ægi hérna í þessum leik.“ Þið klárið þetta í fjórða leikhluta með 11 stiga spretti. Hvað fóru þið að gera ? „Þegar við náðum að tengja einhver stopp. Við vorum að fá okkur trekk í trekk í trekk. Við vorum að skora en aldrei að fá einhver stopp svo það taldi eitthvað almennilega. Svo vorum við 5-6 mínútur að byggja upp eitthvað 5-7 stiga forskot en svo kom alltaf eitthvað svona sem við vorum bara vitlausir. Fá á okkur óíþróttamannslega villu eða sækja 1 á móti 3. Stjarnan refsaði bara í hvert skipti. Þannig þessar 5-6 mínútur sem tók að byggja upp eitthvað forskot það fór oft bara á mínútu stuttu seinna. Við þurfum að vera agaðir, það er bara lykilatriðið fyrir okkur að vera bæði í vörn og sókn.“ Körfubolti Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
„Þetta var aðeins betra. bara þvílíkur munur. menn vissu bara upp á sig sökina. Vil ekki segja að við höfum verið slakir allan leikinn en bara missum hausinn en allt annað hugarfar núna. Miklu jákvæðari orka, samheldni, menn að einblína á réttu hlutina. Það skilaði sér.“ Tindastóll tók 40 vítaskot í dag eftir að hafa skotið alls 25 í seríunni fram að leiknum í kvöld. Var áhersla að keyra á körfuna í kvöld? „Það var dæmt á Stjörnuna þegar við vorum að sækja á þá núna. Við erum alltaf sækja grimmt á þá og teljum okkur eiga að fá enn fleiri villur þess vegna. Við þurfum að halda áfram að vera agressífir, sækja á hringinn og fara á blokkina. Gera þessa hluti sem við viljum gera. Svo er þetta kannski vörnin í fjórða leikhluta sem skilar þessu í lokin.“ Hilmar Smári Henningsson skoraði 20 stig í fyrri hálfleik en aðeins tvö í seinni hálfleik, gerðu þitt eitthvað í hálfleik til að stoppa hann? „Við vildum helst að hann fengi ekki boltann. Þú talaðir um Ægi (Þór Steinarsson) fyrir þennan leik. Hilmar Smári núna, þetta eru bara þvílíkir kóngar. Það er meira en að segja það að stoppa þá. Þó maður leggi mönnum línurnar hvernig á að stöðva þá þá er það bara hægara sagt en gert. Þetta eru bara fáránlega góðir leikmenn. Stundum nærðu að hægja á þeim og stundum ekki. Mér fannst Arnar (Björnsson) gera fáranlega vel á Ægi hérna í þessum leik.“ Þið klárið þetta í fjórða leikhluta með 11 stiga spretti. Hvað fóru þið að gera ? „Þegar við náðum að tengja einhver stopp. Við vorum að fá okkur trekk í trekk í trekk. Við vorum að skora en aldrei að fá einhver stopp svo það taldi eitthvað almennilega. Svo vorum við 5-6 mínútur að byggja upp eitthvað 5-7 stiga forskot en svo kom alltaf eitthvað svona sem við vorum bara vitlausir. Fá á okkur óíþróttamannslega villu eða sækja 1 á móti 3. Stjarnan refsaði bara í hvert skipti. Þannig þessar 5-6 mínútur sem tók að byggja upp eitthvað forskot það fór oft bara á mínútu stuttu seinna. Við þurfum að vera agaðir, það er bara lykilatriðið fyrir okkur að vera bæði í vörn og sókn.“
Körfubolti Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira