Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. maí 2025 20:53 Hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu segir að verðlagseftirlitið hafi sérstaklega numið hækkun á nautakjöti og nautakjötsafurðum. Það eru ekki sérlega góðar fréttir fyrir þau sem hyggjast grilla mikið í sumar. Vísir/Sigurjón Verð á dagvöru hækkaði um meira en 0,6 prósent þriðja mánuðinn í röð og er svo komið að hækkanirnar hafa áhrif á grillsumarið mikla sem er að hefjast. Fátt er undanskilið í þeim efnum, ekki einu sinni eggin sem þarf til að gera Bernaise-sósu með steikinni. Nýjasta greining verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sýnir að þrátt fyrir að hækkun hafi orðið á dagvöru þar sem af er ári séu vísbendingar um að hækkunartakturinn í helstu matvöruverslunum sé að hægjast nú í maímánuði. „Undanfarna þrjá mánuði hafa verið töluverðar hækkanir á matvöruverði og við lögðumst aðeins yfir þetta í þessari greiningu og við erum að sjá í okkar dagvöruvísitölu að þetta hefur verið yfir 0,6% hækkun í febrúar, mars og aftur í apríl, sem er í kringum sex prósenta hækkun á ársgrundvelli á matvöruverði og það er þá töluvert meiri hækkunartaktur sem hefur verið að koma fram núna heldur en lok síðasta árs,“ segir Róbert Farestveit hagfræðingur og sviðsstjóri hagfræðisviðs hjá ASÍ. Róbert segir að hækkanirnar séu að mestu rekjanlegar til tveggja þátta. Sá fyrri er hækkun á verðlagi innlendra vörumerkja, en það hefur frá áramótum hækkað mun hraðar en verðlag erlendra vörumerkja. „Hinn þátturinn er síðan það að við höfum séð að verslanirnar sem héldu aftur af hækkunum í fyrra, sem eru þá fyrst og fremst verslanir Samkaupa eru að taka það til baka og það eru þá meiri hækkanir sem komu fram þar í mars og apríl.“ Á vef Alþýðusambandsins er hægt að kynna sér nánar þær hækkanir sem áttu sér stað milli mánaða. Grillmatur fer ekki varhluta af umræddum verðhækkunum. Verðlagseftirlitið hefur sérstaklega numið hækkanir á nautakjöti en dæmi er um að verð á hinum ýmsu nautakjötsafurðum hafi hækkað um rúm tuttugu prósent frá áramótum. „Þetta eru töluvert miklar hækkanir á ársgrundvelli sem eru að koma fram þarna á nautakjöti.“ Þetta eru ekki góðar fréttir núna fyrir grillsumarið? „Nei þær eru það ekki og sýna að neytendur þurfa að vera á tánum til að velja bestu dílana.“ Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40 Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40 „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Sjá meira
Nýjasta greining verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sýnir að þrátt fyrir að hækkun hafi orðið á dagvöru þar sem af er ári séu vísbendingar um að hækkunartakturinn í helstu matvöruverslunum sé að hægjast nú í maímánuði. „Undanfarna þrjá mánuði hafa verið töluverðar hækkanir á matvöruverði og við lögðumst aðeins yfir þetta í þessari greiningu og við erum að sjá í okkar dagvöruvísitölu að þetta hefur verið yfir 0,6% hækkun í febrúar, mars og aftur í apríl, sem er í kringum sex prósenta hækkun á ársgrundvelli á matvöruverði og það er þá töluvert meiri hækkunartaktur sem hefur verið að koma fram núna heldur en lok síðasta árs,“ segir Róbert Farestveit hagfræðingur og sviðsstjóri hagfræðisviðs hjá ASÍ. Róbert segir að hækkanirnar séu að mestu rekjanlegar til tveggja þátta. Sá fyrri er hækkun á verðlagi innlendra vörumerkja, en það hefur frá áramótum hækkað mun hraðar en verðlag erlendra vörumerkja. „Hinn þátturinn er síðan það að við höfum séð að verslanirnar sem héldu aftur af hækkunum í fyrra, sem eru þá fyrst og fremst verslanir Samkaupa eru að taka það til baka og það eru þá meiri hækkanir sem komu fram þar í mars og apríl.“ Á vef Alþýðusambandsins er hægt að kynna sér nánar þær hækkanir sem áttu sér stað milli mánaða. Grillmatur fer ekki varhluta af umræddum verðhækkunum. Verðlagseftirlitið hefur sérstaklega numið hækkanir á nautakjöti en dæmi er um að verð á hinum ýmsu nautakjötsafurðum hafi hækkað um rúm tuttugu prósent frá áramótum. „Þetta eru töluvert miklar hækkanir á ársgrundvelli sem eru að koma fram þarna á nautakjöti.“ Þetta eru ekki góðar fréttir núna fyrir grillsumarið? „Nei þær eru það ekki og sýna að neytendur þurfa að vera á tánum til að velja bestu dílana.“
Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40 Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40 „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Sjá meira
Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40
Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40
„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10