Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. maí 2025 15:02 „Drykkjumót“ eins og Sjally Pally eru ekki á útleið að sögn formannsins, þó Pílukastsambandið vilji ganga inn í ÍSÍ og vinni markvisst að auknu ungmenna- og æskulýðsstarfi. píludeild þórs Stefnt er að því að gera Pílukastsambandið að sérsambandi innan Íþrótta- og Ólympíusambandsins á ársþingi þess um næstkomandi helgi. Formaður Pílukastsambandsins segir um jákvæða þróun að ræða fyrir íþróttina, „drykkjumót“ verði áfram til staðar. Framkvæmdastjórn ÍSÍ viðurkenndi pílukast árið 2023 og telur greinina nú uppfylla þau viðmið sem sett eru til að hægt sé að stofna sérsamband um hana. „Pílusamfélagið er að stækka svo mikið, ég held að það verði gott fyrir alla aðila að ganga inn í Íþróttasambandið. Vera partur af því stóra batteríi… Það myndi breyta helling fyrir okkur og okkar keppnisfólk sem er að sækja í mót hér og erlendis. Og auðvitað félögin líka“ sagði Hilmar Þór Hönnuson, formaður Pílukastsambandsins, í samtali við Vísi. Breytingin myndi meðal annars fela í sér fjárúthlutanir og styrki til keppnisfólksins og félaganna. „Pílan er að fara í þá áttina“ Pílukastið hefur verið á uppsveiflu í vinsældum undanfarin ár og fjölmörg mót eru haldin hér á landi. Þeim mótum hefur fylgt ákveðin stemning sem áhorfendur upplifa ekki á öðrum íþróttaviðburðum, en það breytist væntanlega með inngöngu í ÍSÍ. Yrði þetta minna partý og meira æskulýðsstarf? „Pílan er undanfarin ár búin að fara úr því að vera bara partý, nema bara einstöku mót. Og í flestum mótum sem eru á vegum ÍPS og flestra félaga er meira verið að horfa á árangur í pílu, heldur en nokkurn tímann eitthvað partýstand. Pílan er að fara í þá áttina. Þannig að já, þetta mun verða meira æskulýðsstarf, enda ungmennastarf komið í flesta klúbba“ sagði Hilmar. Það er þá einhver þróun sem þið hafið verið að vinna að síðustu árin? „Já, við erum búin að vera að þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt… Ég held að upp til hópa séu allir ánægðir með það“ sagði Hilmar. „Drykkjumót verða alveg til staðar“ Hann tók einnig fram að þó partýstandið í kringum píluna fari minnkandi með hverju árinu verði félögum áfram heimilt að halda slík mót. Stemningin sem hefur myndast á mótum eins og til dæmis Sjally Pally, er því ekki á útleið. „Þeim verður ekki hætt. Það er annað. Það er mót á vegum klúbbs… Þessi drykkjumót verða alveg til staðar, inni í klúbbunum… Þetta er sitt hvor heimurinn af pílu, eftir því í hvað þú sækir. Báðir möguleikar verða til staðar, en [innganga í ÍSÍ] opnar möguleikann á það að þetta sé íþrótt með árangur í fyrirrúmi“ sagði Hilmar sem er bjartsýnn á að inngangan verði samþykkt af íþróttaþinginu um næstkomandi helgi. Pílukast Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn ÍSÍ viðurkenndi pílukast árið 2023 og telur greinina nú uppfylla þau viðmið sem sett eru til að hægt sé að stofna sérsamband um hana. „Pílusamfélagið er að stækka svo mikið, ég held að það verði gott fyrir alla aðila að ganga inn í Íþróttasambandið. Vera partur af því stóra batteríi… Það myndi breyta helling fyrir okkur og okkar keppnisfólk sem er að sækja í mót hér og erlendis. Og auðvitað félögin líka“ sagði Hilmar Þór Hönnuson, formaður Pílukastsambandsins, í samtali við Vísi. Breytingin myndi meðal annars fela í sér fjárúthlutanir og styrki til keppnisfólksins og félaganna. „Pílan er að fara í þá áttina“ Pílukastið hefur verið á uppsveiflu í vinsældum undanfarin ár og fjölmörg mót eru haldin hér á landi. Þeim mótum hefur fylgt ákveðin stemning sem áhorfendur upplifa ekki á öðrum íþróttaviðburðum, en það breytist væntanlega með inngöngu í ÍSÍ. Yrði þetta minna partý og meira æskulýðsstarf? „Pílan er undanfarin ár búin að fara úr því að vera bara partý, nema bara einstöku mót. Og í flestum mótum sem eru á vegum ÍPS og flestra félaga er meira verið að horfa á árangur í pílu, heldur en nokkurn tímann eitthvað partýstand. Pílan er að fara í þá áttina. Þannig að já, þetta mun verða meira æskulýðsstarf, enda ungmennastarf komið í flesta klúbba“ sagði Hilmar. Það er þá einhver þróun sem þið hafið verið að vinna að síðustu árin? „Já, við erum búin að vera að þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt… Ég held að upp til hópa séu allir ánægðir með það“ sagði Hilmar. „Drykkjumót verða alveg til staðar“ Hann tók einnig fram að þó partýstandið í kringum píluna fari minnkandi með hverju árinu verði félögum áfram heimilt að halda slík mót. Stemningin sem hefur myndast á mótum eins og til dæmis Sjally Pally, er því ekki á útleið. „Þeim verður ekki hætt. Það er annað. Það er mót á vegum klúbbs… Þessi drykkjumót verða alveg til staðar, inni í klúbbunum… Þetta er sitt hvor heimurinn af pílu, eftir því í hvað þú sækir. Báðir möguleikar verða til staðar, en [innganga í ÍSÍ] opnar möguleikann á það að þetta sé íþrótt með árangur í fyrirrúmi“ sagði Hilmar sem er bjartsýnn á að inngangan verði samþykkt af íþróttaþinginu um næstkomandi helgi.
Pílukast Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Sjá meira