Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2025 10:05 Teiknuð mynd af Cassie Ventura í dómsal í New York í gær. Myndavélar eru bannaðar í salnum. AP/Elizabeth Williams Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. Partí þessi stóðu yfir í marga daga, samkvæmt Cassie, og mátti þar finna mikið af fíkniefnum. Diddy, eins og hann er þekktur, tók þessi partí upp og leikstýrði þeim af mikilli nákvæmni. Lengsta partíið stóð yfir í fjóra daga. Hún sagði einnig, samkvæmt frétt Washington Post, að Diddy hefði notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie, sem er eitt af lykilvitnum saksóknara í málinu gegn honum, sagði að Diddy hefði látið hana hafa mök við vændiskarla á meðan hann horfði á og þetta hafi staðið yfir í nokkra daga í senn, í hótelherbergjum víða um Bandaríkin og víðar yfir áralangt samband þeirra. Þetta hófst þegar hún var 22 ára gömul og sagði Cassie í gær að partí þessi hefðu farið fram um það bil vikulega. Í hverju partí hafi verið notast við um tíu stórar flöskur af barnaolíu, vegna þess að Diddy, sem er sautján árum eldri en hún, hafi viljað að hún glansaði. Cassie segir þessi partí hafa orðið að fullri vinnu. Sean „Diddy“ Combs og Teny Geragos, lögmaður hans, í dómsal í gær.AP/Elizabeth Williams Hún sagði fíkniefnum hafa verið dælt í hana á þessu tímabili. Hún hafi fengið GHB, ketamín, sveppi og ecstasy og þar að auki var henni gefið kókaín til að halda henni vakandi, þar sem Diddy leyfði henni ekki að sofa. Stundum hafi hann látið hana hafa mök við fleiri en einn í einu og hann hafi stýrt athöfnunum eftir eigin höfði. „Þetta voru hans draumórar,“ sagði Cassie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagðist bara hafa verið hlutur í augum Diddy. Seinna meir hafi Diddy kúgað hana með myndböndum og myndum sem hann átti frá þessum partíum. Hún sagði hann einnig hafa spilað þessi myndbönd þegar þau höfðu samfarar. Saksóknari sem ræddi við Cassie í dómsal lagði mikla áherslu á að spyrja hana hver hefði tekið ákvarðanir vegna þessara partía. Hún sagði Diddy alltaf hafa gert það. Gekk í skrokk á henni á hóteli Forsvarsmenn nokkurra fjölmiðla vestanhafs hafa farið fram á við dómara málsins að nokkrum blaðamönnum verði leyft að horfa á hluta af þessum myndböndum sem Diddy tók af kynlífspartíum þessu, svo þeir geti skrifað um þau. Dómarinn hefur þó hafnað því í bili en ætlar að taka beiðnina aftur fyrir í dag. Eitt þeirra myndbanda sem sýnt var í dómsal í gær var myndband frá 2016, sem sýndi Diddy ráðast á Cassie á hóteli í Los Angeles árið 2016. Cassie sagði í dómsal í gær að þarna hafi hún reynt að yfirgefa svall á hótelinu og Diddy hafi brugðist reiður við. Í dómsal í gær sagði Cassie frá því að Diddy hafi reglulega beitt hana ofbeldi við minnsta tilefni. Það hafi gerst ef hann teldi hana ekki brosa nægilega mikið til hans eða þótt hegðun hennar óviðeigandi af einhverri ástæðu. „Maður gerir rangan svip og það næsta sem ég vissi var að ég var barin í andlitið.“ Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Partí þessi stóðu yfir í marga daga, samkvæmt Cassie, og mátti þar finna mikið af fíkniefnum. Diddy, eins og hann er þekktur, tók þessi partí upp og leikstýrði þeim af mikilli nákvæmni. Lengsta partíið stóð yfir í fjóra daga. Hún sagði einnig, samkvæmt frétt Washington Post, að Diddy hefði notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie, sem er eitt af lykilvitnum saksóknara í málinu gegn honum, sagði að Diddy hefði látið hana hafa mök við vændiskarla á meðan hann horfði á og þetta hafi staðið yfir í nokkra daga í senn, í hótelherbergjum víða um Bandaríkin og víðar yfir áralangt samband þeirra. Þetta hófst þegar hún var 22 ára gömul og sagði Cassie í gær að partí þessi hefðu farið fram um það bil vikulega. Í hverju partí hafi verið notast við um tíu stórar flöskur af barnaolíu, vegna þess að Diddy, sem er sautján árum eldri en hún, hafi viljað að hún glansaði. Cassie segir þessi partí hafa orðið að fullri vinnu. Sean „Diddy“ Combs og Teny Geragos, lögmaður hans, í dómsal í gær.AP/Elizabeth Williams Hún sagði fíkniefnum hafa verið dælt í hana á þessu tímabili. Hún hafi fengið GHB, ketamín, sveppi og ecstasy og þar að auki var henni gefið kókaín til að halda henni vakandi, þar sem Diddy leyfði henni ekki að sofa. Stundum hafi hann látið hana hafa mök við fleiri en einn í einu og hann hafi stýrt athöfnunum eftir eigin höfði. „Þetta voru hans draumórar,“ sagði Cassie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagðist bara hafa verið hlutur í augum Diddy. Seinna meir hafi Diddy kúgað hana með myndböndum og myndum sem hann átti frá þessum partíum. Hún sagði hann einnig hafa spilað þessi myndbönd þegar þau höfðu samfarar. Saksóknari sem ræddi við Cassie í dómsal lagði mikla áherslu á að spyrja hana hver hefði tekið ákvarðanir vegna þessara partía. Hún sagði Diddy alltaf hafa gert það. Gekk í skrokk á henni á hóteli Forsvarsmenn nokkurra fjölmiðla vestanhafs hafa farið fram á við dómara málsins að nokkrum blaðamönnum verði leyft að horfa á hluta af þessum myndböndum sem Diddy tók af kynlífspartíum þessu, svo þeir geti skrifað um þau. Dómarinn hefur þó hafnað því í bili en ætlar að taka beiðnina aftur fyrir í dag. Eitt þeirra myndbanda sem sýnt var í dómsal í gær var myndband frá 2016, sem sýndi Diddy ráðast á Cassie á hóteli í Los Angeles árið 2016. Cassie sagði í dómsal í gær að þarna hafi hún reynt að yfirgefa svall á hótelinu og Diddy hafi brugðist reiður við. Í dómsal í gær sagði Cassie frá því að Diddy hafi reglulega beitt hana ofbeldi við minnsta tilefni. Það hafi gerst ef hann teldi hana ekki brosa nægilega mikið til hans eða þótt hegðun hennar óviðeigandi af einhverri ástæðu. „Maður gerir rangan svip og það næsta sem ég vissi var að ég var barin í andlitið.“
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira