Innlent

Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Við­eyjar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Líkið fannst milli Viðeyjar og Engeyjar. Myndin er úr safni.
Líkið fannst milli Viðeyjar og Engeyjar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Óbreyttir borgarar í skemmtisiglingu sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar rétt fyrir klukkan níu í gærkvöld. Þeir gerðu lögreglu viðvart um málið í kjölfarið.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá málinu.

Ásgeir segir að lögreglan vinni nú að því að bera kennsl á líkið og rannsaka málið. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×