108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2025 11:00 Daníel hefur algjörlega snúið við blaðinu. Hann segist hafa horft í spegilinn einn daginn og ekki getað meir. Nú fjórum árum seinna er hann 108 kílóum léttari, er orðinn 95 kíló og aldrei verið hamingjusamari, á kærustu og langar aftur í nám. Sindri Sindrason hitti Daníel Willemoes Olsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni en hann er í dag 35 ára Hafnfirðingur. „Ég var alltaf þyngir en allir krakkarnir, kannski tíu til tuttugu kílóum þyngri og maður fær ekkert að gleyma því,“ segir Daníel um barnæskuna sem hafi verið erfið. „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti. Ég var kallaður kubbur og fitubolla. Mér leið hræðilega og að mæta á hverjum degi í skóla var eiginlega andlegt morð. Ég mætti voðalega illa og stundum faldi ég mig einverstaðar og fór ekkert í skólann,“ segir Daníel og bætir við að hann hafi ekki verið nægilega duglegur að segja frá og að best hafi honum fundist að forðast ástandið. Eftir erfiða grunnskólagöngu fór hann í Flensborg en aðal hrekkjusvínið var á staðnum og hætti hann þar eftir eina önn. Mat notaði hann til þess að hugga sig en þunglyndið færðist smá og smá yfir. Forðaðist vini sína „Ég var farinn að forðast að vera með vinum mínum. Ég átti alveg vini en mér var farið að líða svo illa að mér leið ekkert betur að vera með þeim. Ég man eiginlega ekkert eftir tvítugsaldrinum. Það voru tölvuleikir og ég reykti gras, annað man ég ekki,“ segir Daníel sem var mest yfir 190 kíló. „Ég var búinn að gefast upp á lífinu og framtíðinni. Vendipunkturinn var 10. febrúar 2021. Þá vigtaði ég mig í fyrsta skipti í meira en ár og sá þá 190 kíló. Þá horfi ég í spegilinn og hugsa að ég sé að fara deyja eftir nokkur ár. Ég sá fyrir mér jarðarför, mömmu og bróðir minn og sá fyrir mér að þau skammist sín fyrir það að ég passi ekki í líkkistu. Ég gat ekki gert þeim það,“ segir Daníel sem tók þarna einn dag í viðbót af ofsaáti og byrjaði síðan. Þegar Daníel var sem þyngstur. „Ég byrjaði að borða bara epli og gulrætur fyrstu vikuna. Ég byrjaði strax að léttast og eiginlega á hverjum einasta degi. Ég var stöðugt að missa sex til níu kíló í hverjum einasta mánuði. Ég planaði fyrst að ég myndi fagna með pítsu í 180 kílóum en vildi það ekki þegar ég var kominn þangað. Svo 160, 150 en ég fékk mér aldrei pítsuna. Síðan næstum því þrettán mánuðum seinna var ég 95 kíló.“ Hann missti 108 kíló og það án þess að sprauta sig með þyngdarstjórnunnarpenna eða fara í hjáveituaðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Daníel Willemoes Olsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni en hann er í dag 35 ára Hafnfirðingur. „Ég var alltaf þyngir en allir krakkarnir, kannski tíu til tuttugu kílóum þyngri og maður fær ekkert að gleyma því,“ segir Daníel um barnæskuna sem hafi verið erfið. „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti. Ég var kallaður kubbur og fitubolla. Mér leið hræðilega og að mæta á hverjum degi í skóla var eiginlega andlegt morð. Ég mætti voðalega illa og stundum faldi ég mig einverstaðar og fór ekkert í skólann,“ segir Daníel og bætir við að hann hafi ekki verið nægilega duglegur að segja frá og að best hafi honum fundist að forðast ástandið. Eftir erfiða grunnskólagöngu fór hann í Flensborg en aðal hrekkjusvínið var á staðnum og hætti hann þar eftir eina önn. Mat notaði hann til þess að hugga sig en þunglyndið færðist smá og smá yfir. Forðaðist vini sína „Ég var farinn að forðast að vera með vinum mínum. Ég átti alveg vini en mér var farið að líða svo illa að mér leið ekkert betur að vera með þeim. Ég man eiginlega ekkert eftir tvítugsaldrinum. Það voru tölvuleikir og ég reykti gras, annað man ég ekki,“ segir Daníel sem var mest yfir 190 kíló. „Ég var búinn að gefast upp á lífinu og framtíðinni. Vendipunkturinn var 10. febrúar 2021. Þá vigtaði ég mig í fyrsta skipti í meira en ár og sá þá 190 kíló. Þá horfi ég í spegilinn og hugsa að ég sé að fara deyja eftir nokkur ár. Ég sá fyrir mér jarðarför, mömmu og bróðir minn og sá fyrir mér að þau skammist sín fyrir það að ég passi ekki í líkkistu. Ég gat ekki gert þeim það,“ segir Daníel sem tók þarna einn dag í viðbót af ofsaáti og byrjaði síðan. Þegar Daníel var sem þyngstur. „Ég byrjaði að borða bara epli og gulrætur fyrstu vikuna. Ég byrjaði strax að léttast og eiginlega á hverjum einasta degi. Ég var stöðugt að missa sex til níu kíló í hverjum einasta mánuði. Ég planaði fyrst að ég myndi fagna með pítsu í 180 kílóum en vildi það ekki þegar ég var kominn þangað. Svo 160, 150 en ég fékk mér aldrei pítsuna. Síðan næstum því þrettán mánuðum seinna var ég 95 kíló.“ Hann missti 108 kíló og það án þess að sprauta sig með þyngdarstjórnunnarpenna eða fara í hjáveituaðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira