„Að lokum var það betra liðið sem vann“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. maí 2025 22:45 Diamond Battles skoraði sigurkörfuna í kvöld og 20 stig alls. Vísir/Hulda Margrét Diamond Battles, sem hefur verið að glíma við meiðsli meira og minna alla úrslitakeppnina, steig heldur betur upp í kvöld þegar Haukar lönduðu Íslandsmeistaratitlinum. Battles skoraði 20 stig og setti niður síðasta vítið sem tryggði Haukum að lokum eins stigs sigur, 92-91. Andri Már greip hana í viðtal strax eftir leik spurði hana hvernig henni liði að hafa náð að sigla titlinum í höfn. „Guð minn almáttugur, tilfinning er ótrúleg! Við mættum til leiks og spiluðum af fullum krafti gegn Njarðvík sem er frábært lið. Þær komu til baka og þvinguðu leikinn í framlengingu en þegar allt kom til alls þá þjöppuðum við okkur saman og spiluðum sem lið. Þetta er góð tilfinning að hafa barist allt til enda og klárað þetta með sigri.“ Lokasekúndur leiksins sem og framlengingin voru ótrúlega dramatískar og minntu hreinlega á Hollywood handrit á köflum. „Já, nokkurn veginn! Úrslitaleikur sem fór í framlengingu. Okkur leið vel, það var hart barist. Þær spiluðu frábærlega en að lokum var það betra liðið sem vann.“ Leikurinn réðst að lokum á innkasti sem tók dómarana drjúga stund að skera úr um. Battles viðurkenndi að þessar lokasekúndur hefðu tekið á taugarnar. „Þetta reyndi aðeins á taugarnar en svona hlutir gerast í svona leikjum. Við þurfum bara að halda áfram sama hvað þeir dæma, spila bæði vörn og sókn og sækja sigurinn.“ Hún var að lokum spurð út í tímabilið og úrslitakeppnina en Haukar þurftu að fara í gegnum tvo oddaleiki til að ná lokatakmarkinu. „Þetta hefur verið langt tímabil. Ég átti ekki mitt besta tímabil, sérstaklega miðað við að vera Bandaríkjamaður í deildinni en liðsfélagar mínir voru frábærir. Við urðum deildarmeistararar og núna Íslandsmeistarar. Eftir að hafa svo tapað tveimur leikjum í þessari seríu small þetta allt saman hjá okkur að lokum og ótrúlega sætt að sækja þennan sigur hér í kvöld.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Haukar Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Battles skoraði 20 stig og setti niður síðasta vítið sem tryggði Haukum að lokum eins stigs sigur, 92-91. Andri Már greip hana í viðtal strax eftir leik spurði hana hvernig henni liði að hafa náð að sigla titlinum í höfn. „Guð minn almáttugur, tilfinning er ótrúleg! Við mættum til leiks og spiluðum af fullum krafti gegn Njarðvík sem er frábært lið. Þær komu til baka og þvinguðu leikinn í framlengingu en þegar allt kom til alls þá þjöppuðum við okkur saman og spiluðum sem lið. Þetta er góð tilfinning að hafa barist allt til enda og klárað þetta með sigri.“ Lokasekúndur leiksins sem og framlengingin voru ótrúlega dramatískar og minntu hreinlega á Hollywood handrit á köflum. „Já, nokkurn veginn! Úrslitaleikur sem fór í framlengingu. Okkur leið vel, það var hart barist. Þær spiluðu frábærlega en að lokum var það betra liðið sem vann.“ Leikurinn réðst að lokum á innkasti sem tók dómarana drjúga stund að skera úr um. Battles viðurkenndi að þessar lokasekúndur hefðu tekið á taugarnar. „Þetta reyndi aðeins á taugarnar en svona hlutir gerast í svona leikjum. Við þurfum bara að halda áfram sama hvað þeir dæma, spila bæði vörn og sókn og sækja sigurinn.“ Hún var að lokum spurð út í tímabilið og úrslitakeppnina en Haukar þurftu að fara í gegnum tvo oddaleiki til að ná lokatakmarkinu. „Þetta hefur verið langt tímabil. Ég átti ekki mitt besta tímabil, sérstaklega miðað við að vera Bandaríkjamaður í deildinni en liðsfélagar mínir voru frábærir. Við urðum deildarmeistararar og núna Íslandsmeistarar. Eftir að hafa svo tapað tveimur leikjum í þessari seríu small þetta allt saman hjá okkur að lokum og ótrúlega sætt að sækja þennan sigur hér í kvöld.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Haukar Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira