Innlent

Úlfar hættir sem lög­reglu­stjóri

Atli Ísleifsson skrifar
Úlfar Lúðvíksson hefur gegnt embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum frá árinu 2020. Fimm ára samningur hans rennur út í haust.
Úlfar Lúðvíksson hefur gegnt embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum frá árinu 2020. Fimm ára samningur hans rennur út í haust. Vísir/Einar

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans ekki endurnýjaður.

Þetta kemur fram í frétt RÚV. Haft er eftir Úlfari að hann hafi verið boðaður á fund dómsráðherra og ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu í gær. Þar hafi honum verið sagt að samningurinn fæli í sér að hann myndi starfa fram í nóvember. Hann hafi þá beðist lausnar á staðnum og mun hann því láta af störfum á miðnætti.

Úlfar segist ekki vilja fara nánar út í efni fundarins með ráðherranum en að ákvörðunin hafi komið sér á óvart. „Þetta kom auðvitað við mig og þetta eru kaldar kveðjur frá dómsmálaráðherra fyrir mín störf,“ er haft eftir Úlfari.

Úlfar Lúðvíksson var skipaður í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum árið 2020. Hann hafði þá meðal annars gegnt embætti lögreglustjóra á Vesturlandi og á Vestfjörðum og embætti sýslumanns á Ísafirði og Patreksfirði. Hann hafði jafnframt verið formaður Lögreglustjórafélagsins frá 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×