Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 09:34 Cooper Flagg er væntanlega á leiðinni til Dallas. Getty/Lance King Umdeildasta lið NBA-deildarinnar í vetur, Dallas Mavericks, hafði heldur betur heppnina með sér í gærkvöld þegar dregið var um valrétt í nýliðavali deildarinnar. Svo mikla að samfélagsmiðlar eru fullir af ásökunum um samsæri. Eftir að hafa átt í miklum erfiðleikum með að sætta sig við þá ákvörðun stjórnenda Dallas að skipta út Luka Doncic til LA Lakers í vetur, þá höfðu stuðningsmenn Dallas ástæðu til að fagna í gærkvöld þegar félagið fékk fyrsta valrétt. Það þýðir að Dallas getur í nýliðavalinu 24.-25. júní tryggt sér hinn eftirsótta Cooper Flagg úr Duke-háskólanum. Dregið var um það hvernig röðun liða yrði í valinu og tekið með í myndina hvar þau enduðu leiktíðina. Því hafði Dallas aðeins 1,8% líkur á að fá fyrsta valrétt og voru tíu lið líklegri til að hreppa hann. Svona varð hins vegar niðurstaðan: The full 2025 NBA draft Lottery results ⭐Where did your team land? pic.twitter.com/UjRZDQYF3I— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 12, 2025 Samkvæmt ESPN er það met að lið hoppi upp um tíu sæti í lottóinu og hreppi fyrsta valrétt. Sú niðurstaða hefur kallað á ýmis viðbrögð á samfélagsmiðlum en flest þeirra snúast um að hér hljóti hreinlega að vera um fyrirfram ákveðna niðurstöðu að ræða. “Trade Luka to our biggest market and we’ll get you Flagg” pic.twitter.com/nJpM7jPTBO— NBA University (@NBA_University) May 12, 2025 Ratings were down, so the NBA gave Luka to the Lakers, and then gave the #1 pick in the NBA Draft to Dallas as compensation. Disgusting corruption. And you can’t even argue it. The odds are too low of all of this lining up the way it has. Completely rigged.— Mitch (@MitchCK_) May 12, 2025 Luka Doncic’s IG story. 😭😭😭 pic.twitter.com/5OgcF8me30— NBACentel (@TheNBACentel) May 12, 2025 I'm not a big conspiracy theorist but it seems awfully convenient that the Mavericks traded Luka to the NBA's biggest market and then got Cooper Flagg in return months later, despite having just a 1.8% chance to land the number one pick.— Joe Pompliano (@JoePompliano) May 12, 2025 MAVS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2025 NBA DRAFT 🔥COOPER FLAGG, AD & KYRIE 🔜? 🤯🍿 pic.twitter.com/JO8PtAwtkx— Bleacher Report (@BleacherReport) May 12, 2025 „Ég er svo ánægður fyrir hönd stuðningsmanna Mavericks,“ sagði Rick Welts, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks. „Ég kom bara til Dallas 1. janúar. Þann 1. febrúar sprengdum við internetið [með því að skipta Doncic út]. Ég er bara heillaður af þeim djúpu tilfinningum og tengslum sem að stuðningsmenn hafa við liðið. Það sem gerðist í dag – ég gæti ekki hugsað mér betri dag fyrir Mavs stuðningsmenn. Þetta verður alveg einstakt,“ sagði Welts og viðurkenndi að ferilskráin hjá fyrrnefndum Cooper Flagg talaði sínu máli. Flagg hefur verið talinn líklegastur til að verða valinn fyrstur frá því í ágúst 2023, þegar hann tilkynnti að hann hygðist útskrifast ári fyrr úr menntaskóla og fara í háskóla 17 ára. Þrátt fyrir allar væntingarnar sem til hans voru gerðar hefur honum samt tekist að fara fram úr þeim á háskólaárunum, samkvæmt ESPN, og skorað 19,2 stig að meðaltali í leik, tekið 7,5 fráköst og gefið 4,2 stoðsendingar, og farið með lið Duke Blue Devils í Final Four. NBA Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Eftir að hafa átt í miklum erfiðleikum með að sætta sig við þá ákvörðun stjórnenda Dallas að skipta út Luka Doncic til LA Lakers í vetur, þá höfðu stuðningsmenn Dallas ástæðu til að fagna í gærkvöld þegar félagið fékk fyrsta valrétt. Það þýðir að Dallas getur í nýliðavalinu 24.-25. júní tryggt sér hinn eftirsótta Cooper Flagg úr Duke-háskólanum. Dregið var um það hvernig röðun liða yrði í valinu og tekið með í myndina hvar þau enduðu leiktíðina. Því hafði Dallas aðeins 1,8% líkur á að fá fyrsta valrétt og voru tíu lið líklegri til að hreppa hann. Svona varð hins vegar niðurstaðan: The full 2025 NBA draft Lottery results ⭐Where did your team land? pic.twitter.com/UjRZDQYF3I— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 12, 2025 Samkvæmt ESPN er það met að lið hoppi upp um tíu sæti í lottóinu og hreppi fyrsta valrétt. Sú niðurstaða hefur kallað á ýmis viðbrögð á samfélagsmiðlum en flest þeirra snúast um að hér hljóti hreinlega að vera um fyrirfram ákveðna niðurstöðu að ræða. “Trade Luka to our biggest market and we’ll get you Flagg” pic.twitter.com/nJpM7jPTBO— NBA University (@NBA_University) May 12, 2025 Ratings were down, so the NBA gave Luka to the Lakers, and then gave the #1 pick in the NBA Draft to Dallas as compensation. Disgusting corruption. And you can’t even argue it. The odds are too low of all of this lining up the way it has. Completely rigged.— Mitch (@MitchCK_) May 12, 2025 Luka Doncic’s IG story. 😭😭😭 pic.twitter.com/5OgcF8me30— NBACentel (@TheNBACentel) May 12, 2025 I'm not a big conspiracy theorist but it seems awfully convenient that the Mavericks traded Luka to the NBA's biggest market and then got Cooper Flagg in return months later, despite having just a 1.8% chance to land the number one pick.— Joe Pompliano (@JoePompliano) May 12, 2025 MAVS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2025 NBA DRAFT 🔥COOPER FLAGG, AD & KYRIE 🔜? 🤯🍿 pic.twitter.com/JO8PtAwtkx— Bleacher Report (@BleacherReport) May 12, 2025 „Ég er svo ánægður fyrir hönd stuðningsmanna Mavericks,“ sagði Rick Welts, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks. „Ég kom bara til Dallas 1. janúar. Þann 1. febrúar sprengdum við internetið [með því að skipta Doncic út]. Ég er bara heillaður af þeim djúpu tilfinningum og tengslum sem að stuðningsmenn hafa við liðið. Það sem gerðist í dag – ég gæti ekki hugsað mér betri dag fyrir Mavs stuðningsmenn. Þetta verður alveg einstakt,“ sagði Welts og viðurkenndi að ferilskráin hjá fyrrnefndum Cooper Flagg talaði sínu máli. Flagg hefur verið talinn líklegastur til að verða valinn fyrstur frá því í ágúst 2023, þegar hann tilkynnti að hann hygðist útskrifast ári fyrr úr menntaskóla og fara í háskóla 17 ára. Þrátt fyrir allar væntingarnar sem til hans voru gerðar hefur honum samt tekist að fara fram úr þeim á háskólaárunum, samkvæmt ESPN, og skorað 19,2 stig að meðaltali í leik, tekið 7,5 fráköst og gefið 4,2 stoðsendingar, og farið með lið Duke Blue Devils í Final Four.
NBA Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira