Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 08:32 Íslenskt handboltaáhugafólk þekkir Rasmus Lauge vel eftir framgöngu hans með hinu sigursæla landsliði Dana. Hann glímir nú ásamt fjölskyldu sinni við risavaxið verkefni utan vallar. EPA-EFE/Tibor Illyes Danska handboltastjarnan Rasmus Lauge hefur verið í hléi frá handbolta síðustu þrjá mánuði. Nú hafa þau Sabrina Jepsen, kona hans, greint frá ástæðunni en dóttir þeirra fæddist löngu fyrir settan dag og er enn á sjúkrahúsi. Bjerringbro-Silkeborg, félagslið Lauge sem Guðmundur Bragi Ástþórsson leikur einnig með, tilkynnti í mars að Lauge yrði frá keppni í ótilgreindan tíma af fjölskylduástæðum. Lauge og Jepsen hafa nú sjálf deilt ástæðunni á samfélagsmiðlum en þau áttu von á sínu þriðja barni í júní í sumar. Þau skrifuðu á Instagram: „Seint um kvöld í febrúar urðum við foreldrar í þriðja sinn, þegar Anna litla kom í heiminn. Það gerðist með mjög óvæntum og dramatískum hætti, og allt, allt of snemma! Þetta hafa verið langir mánuðir af endalausum áhyggjum, svo miklum ótta, svefnlausum nóttum og fjölda tára! Það er enn langt í það að við yfirgefum nýburagjörgæsluna en hvern dag erum við skrefi nær því að fara heim. Hún berst og við berjumst með henni.“ View this post on Instagram A post shared by Sabrina Jepsen (@sabrina_jepsen) Með færslunni fylgdi mynd af dótturinni ungu. Fyrir eiga Lauge og Jepsen saman einn son og eina dóttur. Lauge, sem er 33 ára, er þrautreyndur landsliðsmaður og varð Ólympíumeistari með Dönum í fyrra og heimsmeistari í þriðja sinn í janúar síðastliðnum, auk þess að hafa orðið Evrópumeistari árið 2012. Án hans hefur Bjerringbro-Silkeborg ekki gengið vel að undanförnu og er liðið án sigurs í fyrstu þremur leikjunum í sínum riðli í úrslitakeppninni í Danmörku. Danski handboltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira
Bjerringbro-Silkeborg, félagslið Lauge sem Guðmundur Bragi Ástþórsson leikur einnig með, tilkynnti í mars að Lauge yrði frá keppni í ótilgreindan tíma af fjölskylduástæðum. Lauge og Jepsen hafa nú sjálf deilt ástæðunni á samfélagsmiðlum en þau áttu von á sínu þriðja barni í júní í sumar. Þau skrifuðu á Instagram: „Seint um kvöld í febrúar urðum við foreldrar í þriðja sinn, þegar Anna litla kom í heiminn. Það gerðist með mjög óvæntum og dramatískum hætti, og allt, allt of snemma! Þetta hafa verið langir mánuðir af endalausum áhyggjum, svo miklum ótta, svefnlausum nóttum og fjölda tára! Það er enn langt í það að við yfirgefum nýburagjörgæsluna en hvern dag erum við skrefi nær því að fara heim. Hún berst og við berjumst með henni.“ View this post on Instagram A post shared by Sabrina Jepsen (@sabrina_jepsen) Með færslunni fylgdi mynd af dótturinni ungu. Fyrir eiga Lauge og Jepsen saman einn son og eina dóttur. Lauge, sem er 33 ára, er þrautreyndur landsliðsmaður og varð Ólympíumeistari með Dönum í fyrra og heimsmeistari í þriðja sinn í janúar síðastliðnum, auk þess að hafa orðið Evrópumeistari árið 2012. Án hans hefur Bjerringbro-Silkeborg ekki gengið vel að undanförnu og er liðið án sigurs í fyrstu þremur leikjunum í sínum riðli í úrslitakeppninni í Danmörku.
Danski handboltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira