Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2025 07:38 Alls fórust 298 manns þegar MH17 var grandað yfir Austur-Úkraínu árið 2014. Uppreisnarmenn hliðhollir Rússum skutu flugvélina niður með flugskeyti sem rússnesk stjórnvöld sáum þeim fyrir. AP Rússnesk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 með þeim afleiðingum að tæplega þrjú hundruð manns fórust. Alþjóðaflugmálastofnunin ákveður á næstu vikum hvers konar bætur þau þurfa að greiða. Farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður með rússnesku flugskeyti yfir austanverðri Úkraínu þar sem átök uppreisnarmanna hliðhollir Rússlandi og úkraínska hersins geisuðu fyrir ellefu árum. Allir 298 farþegar og áhöfn vélarinnar fórust. Af þeim voru 196 Hollendingar og 38 Ástralir. Ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar komst að þeirri niðurst0ðu í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt aþjóðlegum lögum um flugumferð þegar malasíska flugvélin var skotin niður. Þetta er í fyrsta skipti sem stofnunin tekur afstöðu í deilu aðildarríkja, að því er segir í frétt The Guardian. Hollensk og áströlsk stjórnvöld hvöttu stofnunina til þess að komast fljótt að niðurstöðu um bótaskyldu Rússa. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, fagnaði úrskurðinum og hvatti Rússa til þess að axla loks ábyrgð á voðaverkinu og að bæta fyrir það eins og þeim sé skylt samkvæmt alþjóðalögum. „Þessi niðurstaða sendir líka skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um að ríki geti ekki brotið alþjóðalög án afleiðinga,“ sagði Caspar Veldkamp, hollenski utanríkisráðherrann. Neita allri ábyrgð Rússnesk stjórnvöld hafa frá upphafi neitað ábyrgð á því að hafa skotið vélina niður þrátt fyrir að niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar liggi fyrir um það. Þau sögðu sig einnig einhliða frá viðræðum við Holland og Ástralíu árið 2020. Ríkin tvö höfðuðu málið á vettvangi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í kjölfarið. Þrír menn voru fundnir ábyrgir fyrir því að hafa skotið flugvélina niður í réttarhöldum sem hollensk stjórnvöld héldu árið 2022. Þeir voru dæmdir að sér fjarstöddum. Hollenska ríkið ákvað að sækja þá til sakar þar sem meirihluti farþega hennar voru hollenskir ríkisborgarar. Undir venjulegum kringumstæðum hefði mál af þessu tagi átt að fara fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag. Hins vegar beittu Rússar neitunarvaldi sínu, sem fastasæti þeirra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna veitir þeim, til að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki málið fyrir. Fréttir af flugi Sameinuðu þjóðirnar Rússland Holland Ástralía Malasía MH17 Tengdar fréttir Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 25. janúar 2024 13:47 Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka. 8. febrúar 2023 19:15 Þrír sakfelldir fyrir að skjóta niður MH17 Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. 17. nóvember 2022 15:01 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður með rússnesku flugskeyti yfir austanverðri Úkraínu þar sem átök uppreisnarmanna hliðhollir Rússlandi og úkraínska hersins geisuðu fyrir ellefu árum. Allir 298 farþegar og áhöfn vélarinnar fórust. Af þeim voru 196 Hollendingar og 38 Ástralir. Ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar komst að þeirri niðurst0ðu í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt aþjóðlegum lögum um flugumferð þegar malasíska flugvélin var skotin niður. Þetta er í fyrsta skipti sem stofnunin tekur afstöðu í deilu aðildarríkja, að því er segir í frétt The Guardian. Hollensk og áströlsk stjórnvöld hvöttu stofnunina til þess að komast fljótt að niðurstöðu um bótaskyldu Rússa. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, fagnaði úrskurðinum og hvatti Rússa til þess að axla loks ábyrgð á voðaverkinu og að bæta fyrir það eins og þeim sé skylt samkvæmt alþjóðalögum. „Þessi niðurstaða sendir líka skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um að ríki geti ekki brotið alþjóðalög án afleiðinga,“ sagði Caspar Veldkamp, hollenski utanríkisráðherrann. Neita allri ábyrgð Rússnesk stjórnvöld hafa frá upphafi neitað ábyrgð á því að hafa skotið vélina niður þrátt fyrir að niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar liggi fyrir um það. Þau sögðu sig einnig einhliða frá viðræðum við Holland og Ástralíu árið 2020. Ríkin tvö höfðuðu málið á vettvangi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í kjölfarið. Þrír menn voru fundnir ábyrgir fyrir því að hafa skotið flugvélina niður í réttarhöldum sem hollensk stjórnvöld héldu árið 2022. Þeir voru dæmdir að sér fjarstöddum. Hollenska ríkið ákvað að sækja þá til sakar þar sem meirihluti farþega hennar voru hollenskir ríkisborgarar. Undir venjulegum kringumstæðum hefði mál af þessu tagi átt að fara fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag. Hins vegar beittu Rússar neitunarvaldi sínu, sem fastasæti þeirra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna veitir þeim, til að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki málið fyrir.
Fréttir af flugi Sameinuðu þjóðirnar Rússland Holland Ástralía Malasía MH17 Tengdar fréttir Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 25. janúar 2024 13:47 Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka. 8. febrúar 2023 19:15 Þrír sakfelldir fyrir að skjóta niður MH17 Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. 17. nóvember 2022 15:01 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 25. janúar 2024 13:47
Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka. 8. febrúar 2023 19:15
Þrír sakfelldir fyrir að skjóta niður MH17 Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. 17. nóvember 2022 15:01