Körfubolti

Hinn skap­heiti Agravanis missir af næsta leik úr­slita­ein­vígisins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dimitrios Agravanis í leik gegn Álftanesi í undanúrslitum.
Dimitrios Agravanis í leik gegn Álftanesi í undanúrslitum. Vísir/Diego

Dimitrios Agravanis missir af næsta leik Tindastóls og Stjörnunnar í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. 

Dimitrios Agravanis átti skelfilega innkomu hjá Tindastól í síðsta leik í úrslitaeinvíginu á móti Stjörnunni sem endaði á því að hann var rekinn út úr húsi. Grikkinn fór endanlega með leikinn fyrir Stólana með framkomu sinni í seinni hálfleik og svo fór að Stólunum var slátrað í leiknum. 

Nú hefur Körfuknattleikssamband Íslands staðfest að hann verði ekki með í næsta leik þar sem hann hefur verið dæmdur í eins leiks bann.

„Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Dimitrios Agravanis, leikmaður Tindastóls, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar gegn Tindastól, sem fram fór þann 11 maí 2025,“ segir í tilkynningu KKÍ.

Þá fær Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, áminningu vegna framkomu sinnar í síðasta leik liðanna.

Þriðji leikur liðanna fer fram á miðvikudag, 14. maí og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×