Innlent

Martraðakennd leigubílaferð og ó­vel­komin sána

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar til hækkunar á veiðigjöldum hefur verið sent til atvinnuveganefndar eftir heitar umræður á þinginu. Við verðum í beinni útsendingu frá þinginu.

Tvær ástralskar ferðakonur segja farir sínar ekki sléttar, eftir að leigubílstjóri ók með þær upp í Bláfjöll þvert á óskir þeirra. Þær voru rukkaðar um tæpar þrjátíu þúsund krónur en ferðin átti að kosta sjö þúsund. 

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur til að farið verði í róttækar breytingar á eftirliti með byggingarframkvæmdum. Maður, sem keypti ónýtt hús þar sem kústskaft var meðal annars notað til að halda uppi þakkantinum, vonar að réttur neytenda aukist með þessu.

Nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendinga í Nuuk hefur verið lokað mun oftar vegna óveðurs en vonir stóðu til. Sláandi tölur hafa verið birtar. 

Eldri borgarar í Herjólfsgötu í Hafnarfirði kvarta sáran undan fargufu, sem sett hefur verið upp fyrir framan fjölbýlishús þeirra. Við verðum í beinni úr Hafnarfirði. 

Í íþróttapakkanum hittum við framkvæmdastjóra KKÍ, sem segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á hverri leikskýrslu á næsta tímabili. 

Við hittum Daníel Willemoes Olsen, sem léttist um 108 kíló á fjórum árum. Hann fer yfir ferlið í Íslandi í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×