Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 12. maí 2025 14:48 Slóveninn og ítalski keppandi San Marínó eru þeir sem við Íslendingar viljum ekki fá áfram annað kvöld. Getty/Joe Maher/Roberto Panucci Ísland er talið eiga fjörutíu prósent líkur á að komast áfram upp úr fyrri undankeppni Eurovision annað kvöld. Líkurnar hafa aukist hægt og rólega síðustu daga. Veðbankar telja átta ríki svo gott sem komin áfram, það eru Svíþjóð, Eistland, Úkraína, Holland, Albanía, Kýpur, Noregur og Pólland. Belgar eru einnig sagðir mjög líklegir til að komast áfram. Þá er bara eitt sæti eftir en tíu atriði fá að taka þátt í úrslitakvöldinu á laugardaginn. Þrjú ríki munu berjast um það, það eru Væb-strákarnir okkar, Slóvenarnir og atriði San Marínó. San Marínó Atriðið frá San Marínó er áhugavert. Athugið að þær skoðanir sem koma hér fram eru eingöngu skoðanir blaðamanns nema annað sé tekið fram. Það er flutt af ítalska plötusnúðnum Gabry Ponte, sem er líklegast þekktastur fyrir að hafa verið hluti af hljómsveitinni Eiffel 65 sem gaf út lagið Blue (Da Ba dee). Athugið að það er ekkert óeðlilegt við að Ítali taki þátt fyrir San Marínó því af 221 einu atriði sem tóku þátt í undankeppninni þar, já 221 atriði, voru einungis átta flytjendur frá San Marínó. Í úrslitunum var einn heimamaður, einn Slóveni, einn Úkraínumaður, einn Albani, einn Svíi, einn Belgi og fjórtán Ítalir. Lagið heitir Tutta l'Italia, sem þýðir Öll Ítalía. Því er spáð tíunda sæti sem stendur, síðasta sætinu inn í úrslitin, en hefur verið á hraðri niðurleið í veðbönkum. Viðlagið er grípandi en restin af laginu er ansi dauf og Ponte er langt frá því að vera með fegurstu rödd heims (þarna mæta skoðanir blaðamanns). Atriðið sjálft er líka óspennandi og ég tel þá ekki komast áfram, en hver veit? Veðbankar segja helmingslíkur á að þeir komist áfram. Slóvenía Slóveninn, eins og íslenska atriðið, hefur verið á uppleið í veðbönkum, þó heldur hraðar en Væb-strákarnir. Hann heitir Klemen Slakonja og er spáð ellefta sætinu sem stendur, en ég tel hann vera meiri „ógn“. Ég er ansi hræddur um að hann muni slá í gegn. Hann er ekki jafn hress og Væb-strákarnir en syngur fallegt lag sem heitir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur og fjallar um hvernig honum leið þegar eiginkona hans greindist með krabbamein. Á þeim tíma spurði hann sjálfan sig hversu langan tíma þau ættu eftir saman. Hún sigraði krabbameinið og stígur á svið með honum. Það gerist lítið á sviðinu en það er hrikalega kraftmikil stund þegar eiginkona hans birtist við hlið hans, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Þegar þetta er skrifað eru 47 prósent líkur á að lagið komist áfram en líkurnar hafa aukist síðustu daga. Ég held að mörg atriði í þessari grein muni breytast verulega í kvöld þegar fyrsta rennsli keppninnar fer fram. Þar verð ég og við vonum að Væb-strákarnir massi það, eins og þeir hafa gert öllum stundum síðan þeir mættu til Basel. Eurovision Sviss Slóvenía San Marínó Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Bræðurnir í Væb og föruneyti þeirra eru algjörar stórstjörnur á Eurovision í Basel, miðað við áhuga fjölmiðla á þeim og fagnaðarláta þegar þeir mæta á svæðið. 11. maí 2025 23:01 Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi. 11. maí 2025 21:13 Ísrael sendir kvörtun til EBU Þátttöku Ísrael í Eurovision var mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum í gær. Ísraelski hópurinn hefur sent kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna atviks í göngunni. 12. maí 2025 11:52 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
Veðbankar telja átta ríki svo gott sem komin áfram, það eru Svíþjóð, Eistland, Úkraína, Holland, Albanía, Kýpur, Noregur og Pólland. Belgar eru einnig sagðir mjög líklegir til að komast áfram. Þá er bara eitt sæti eftir en tíu atriði fá að taka þátt í úrslitakvöldinu á laugardaginn. Þrjú ríki munu berjast um það, það eru Væb-strákarnir okkar, Slóvenarnir og atriði San Marínó. San Marínó Atriðið frá San Marínó er áhugavert. Athugið að þær skoðanir sem koma hér fram eru eingöngu skoðanir blaðamanns nema annað sé tekið fram. Það er flutt af ítalska plötusnúðnum Gabry Ponte, sem er líklegast þekktastur fyrir að hafa verið hluti af hljómsveitinni Eiffel 65 sem gaf út lagið Blue (Da Ba dee). Athugið að það er ekkert óeðlilegt við að Ítali taki þátt fyrir San Marínó því af 221 einu atriði sem tóku þátt í undankeppninni þar, já 221 atriði, voru einungis átta flytjendur frá San Marínó. Í úrslitunum var einn heimamaður, einn Slóveni, einn Úkraínumaður, einn Albani, einn Svíi, einn Belgi og fjórtán Ítalir. Lagið heitir Tutta l'Italia, sem þýðir Öll Ítalía. Því er spáð tíunda sæti sem stendur, síðasta sætinu inn í úrslitin, en hefur verið á hraðri niðurleið í veðbönkum. Viðlagið er grípandi en restin af laginu er ansi dauf og Ponte er langt frá því að vera með fegurstu rödd heims (þarna mæta skoðanir blaðamanns). Atriðið sjálft er líka óspennandi og ég tel þá ekki komast áfram, en hver veit? Veðbankar segja helmingslíkur á að þeir komist áfram. Slóvenía Slóveninn, eins og íslenska atriðið, hefur verið á uppleið í veðbönkum, þó heldur hraðar en Væb-strákarnir. Hann heitir Klemen Slakonja og er spáð ellefta sætinu sem stendur, en ég tel hann vera meiri „ógn“. Ég er ansi hræddur um að hann muni slá í gegn. Hann er ekki jafn hress og Væb-strákarnir en syngur fallegt lag sem heitir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur og fjallar um hvernig honum leið þegar eiginkona hans greindist með krabbamein. Á þeim tíma spurði hann sjálfan sig hversu langan tíma þau ættu eftir saman. Hún sigraði krabbameinið og stígur á svið með honum. Það gerist lítið á sviðinu en það er hrikalega kraftmikil stund þegar eiginkona hans birtist við hlið hans, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Þegar þetta er skrifað eru 47 prósent líkur á að lagið komist áfram en líkurnar hafa aukist síðustu daga. Ég held að mörg atriði í þessari grein muni breytast verulega í kvöld þegar fyrsta rennsli keppninnar fer fram. Þar verð ég og við vonum að Væb-strákarnir massi það, eins og þeir hafa gert öllum stundum síðan þeir mættu til Basel.
Eurovision Sviss Slóvenía San Marínó Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Bræðurnir í Væb og föruneyti þeirra eru algjörar stórstjörnur á Eurovision í Basel, miðað við áhuga fjölmiðla á þeim og fagnaðarláta þegar þeir mæta á svæðið. 11. maí 2025 23:01 Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi. 11. maí 2025 21:13 Ísrael sendir kvörtun til EBU Þátttöku Ísrael í Eurovision var mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum í gær. Ísraelski hópurinn hefur sent kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna atviks í göngunni. 12. maí 2025 11:52 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Bræðurnir í Væb og föruneyti þeirra eru algjörar stórstjörnur á Eurovision í Basel, miðað við áhuga fjölmiðla á þeim og fagnaðarláta þegar þeir mæta á svæðið. 11. maí 2025 23:01
Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi. 11. maí 2025 21:13
Ísrael sendir kvörtun til EBU Þátttöku Ísrael í Eurovision var mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum í gær. Ísraelski hópurinn hefur sent kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna atviks í göngunni. 12. maí 2025 11:52