Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2025 09:10 Frá mótmælum íslensks stuðningsfólks Palestínumanna nýlega. Flestir nefna stríðsátök sem helsta vandamál heimsins í nýrri skoðanakönnun. Vísir/Anton Brink Rúmlega tveir af hverjum fimm telja stríð og átök mikilvægasta vandamálið sem heimurinn stendur frammi fyrir í skoðanakönnun. Þrátt fyrir að fátækt hafi verið nefnd næstoftast fækkar þeim töluvert sem nefna efnahagsleg vandamál sem helsta meinið. Stríðsátök hafa geisað í Úkraínu í rúm þrjú ár og fyrir botni Miðjarðarhafs í vel á annað ár. Þegar Gallup spurði í mars hvert fólk teldi mikilvægasta vandamál heimsins sögðu langflestir, 43 prósent, stríð og átök. Aðeins einn af hverjum tíu gáfu það svar þegar sama spurning var borin upp fyrir tólf árum. Tæplega einn af hverjum tíu nefndu fátækt og bilið milli ríkra og fátækra sem stærsta vandamálið en þeir voru einn af hverjum fjórum árið 2013. Í þriðja og fjórða sæti voru spilling (átta prósent) og umhverfis- og loftslagsmál (sex prósent). Um það bil helmingi færri nefndu spillingu sem stærsta vandamálið nú en í sambærilegum könnunum árið 2012 og 2013. Umtalsvert færri nefna efnahagsleg vandamál nú en fyrir tólf árum. Aðeins fjögur prósent nefna þau nú en hlutfallið var tíu prósent árið 2013 og fjórtán prósent árið 2012. Þau atriði sem svarendur nefndu oftar nú en fyrir rúmum áratug voru fólksflótti, hryðjuverk og glæpir. Marktækur munur var á afstöðu kynjanna. Töluvert fleiri konur (47 prósent) en karlar (38 prósent) töldu þannig stríð og átök stærsta vandamál heimsins. Karlar voru líklegri en konur til að telja fólksflótta, trúarofstæki og efnahagsleg vandamál þau stærstu. Eldra fólk taldi frekar stríð og átök helsta vandann en það yngra. Það yngra taldi frekar að efnahagsleg vandamál og heilbrigðisvandamál væru mikilvægust. Þá var umtalsverður munur á hvað fólk taldi helsta vandamál heimsins eftir því hvaða flokk það kýs. Tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins sögðust telja stríð og átök stærsta vandamál heimsins en aðeins sextán prósent kjósenda Sósíalistaflokksins. Kjósendur Sósíalistaflokksins voru aftur á móti mun uppteknari af fátækt og ójöfnuði en kjósendur annarra flokka. Nærri sextán prósent kjósenda Miðflokkksins töldu fólksflótta mest aðsteðjandi vandamálið, mun fleiri en kjósendur annarra flokka. Skoðanakannanir Hernaður Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Stríðsátök hafa geisað í Úkraínu í rúm þrjú ár og fyrir botni Miðjarðarhafs í vel á annað ár. Þegar Gallup spurði í mars hvert fólk teldi mikilvægasta vandamál heimsins sögðu langflestir, 43 prósent, stríð og átök. Aðeins einn af hverjum tíu gáfu það svar þegar sama spurning var borin upp fyrir tólf árum. Tæplega einn af hverjum tíu nefndu fátækt og bilið milli ríkra og fátækra sem stærsta vandamálið en þeir voru einn af hverjum fjórum árið 2013. Í þriðja og fjórða sæti voru spilling (átta prósent) og umhverfis- og loftslagsmál (sex prósent). Um það bil helmingi færri nefndu spillingu sem stærsta vandamálið nú en í sambærilegum könnunum árið 2012 og 2013. Umtalsvert færri nefna efnahagsleg vandamál nú en fyrir tólf árum. Aðeins fjögur prósent nefna þau nú en hlutfallið var tíu prósent árið 2013 og fjórtán prósent árið 2012. Þau atriði sem svarendur nefndu oftar nú en fyrir rúmum áratug voru fólksflótti, hryðjuverk og glæpir. Marktækur munur var á afstöðu kynjanna. Töluvert fleiri konur (47 prósent) en karlar (38 prósent) töldu þannig stríð og átök stærsta vandamál heimsins. Karlar voru líklegri en konur til að telja fólksflótta, trúarofstæki og efnahagsleg vandamál þau stærstu. Eldra fólk taldi frekar stríð og átök helsta vandann en það yngra. Það yngra taldi frekar að efnahagsleg vandamál og heilbrigðisvandamál væru mikilvægust. Þá var umtalsverður munur á hvað fólk taldi helsta vandamál heimsins eftir því hvaða flokk það kýs. Tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins sögðust telja stríð og átök stærsta vandamál heimsins en aðeins sextán prósent kjósenda Sósíalistaflokksins. Kjósendur Sósíalistaflokksins voru aftur á móti mun uppteknari af fátækt og ójöfnuði en kjósendur annarra flokka. Nærri sextán prósent kjósenda Miðflokkksins töldu fólksflótta mest aðsteðjandi vandamálið, mun fleiri en kjósendur annarra flokka.
Skoðanakannanir Hernaður Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira