Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. maí 2025 23:30 Miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Evrópuhreyfinguna er munurinn á fjölda þeirra sem vilja ganga í Evrópusambandið og þeirra sem vilja það ekki orðinn fremur lítill eða 4,4%. Samkvæmt henni eru þannig 43% hlynnt því að gengið verði í sambandið en 38,6% andvíg. Í könnun Gallups í marz var munurinn mun meiri eða 8% og í marz 2022 var hann heil 14%. Á sama tíma hafa síðustu tvær kannanir Maskínu undanfarið hálft ár sýnt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta ólíkt því sem áður var. Mögulega hefur Evrópuhreyfingin því verzlað við Gallup nú í stað Maskínu áður. Fleira vekur athygli þegar nýja skoðanakönnunin er annars vegar. Þannig greindi Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá niðurstöðum hennar í grein á Vísi fyrir helgi. Ekki er að sjá að hún hafi verið send á fjölmiðla sem hafa ekki fjallað um hana. Hvergi er í greininni samanburður við fyrri kannanir Gallups. Mjög líklega hefðu fjölmiðlar viljað birta þær upplýsingar. Þá segir Jón Steindór að sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti séu 55% hlynnt inngöngu í Evrópusambandið. Rétta talan er þó 52,7%. Kann hann ekki að reikna? Talsverður munur er jú á því hvort 55% séu hlynnt því að gengið verði í Evrópusambandið og 45% andvíg, og munurinn þá 10 prósentustig, eða hvort hlutföllin séu 52,7% og 47,3% og munurinn 5,4 prósentustig. Mögulega hefur verið um mistök að ræða í einföldum prósentureikningi en miðað við augljósa viðleitni að öðru leyti til þess að reyna að láta niðurstöðurnar líta betur út en þær gefa tilefni til, til dæmis með því að bera þær ekki saman við fyrri niðurstöður kannana Gallups, er það auðvitað alls ekki víst. Þróunin hefur í öllu falli ljóslega ekki verið í æskilegar áttir í þessum efnum að mati Jóns Steindórs. Hins vegar er alltaf áhugavert þegar Evrópusambandssinnar kaupa skoðanakannanir sem kosta sitt þar sem fólk er spurt hvort það vilji ganga í Evrópusambandið í ljósi þess að því hefur löngum verið haldið fram í röðum þeirra að ekki væri hægt að svara þeirri spurningu nema samningur um inngöngu lægi fyrir. Fyrr vissi fólk í raun ekkert hvað það væri að tala um. Að vísu hefur það aðeins virzt eiga við þegar kannanir hafa sýnt fleiri andvíga inngöngu. Öðru máli hefur gegnt ef niðurstaðan hefur verið á hinn veginn. Sjálfir hafa þeir fyrir löngu gert upp hug sinn í þessum efnum. Þrátt fyrir samningsleysið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Evrópuhreyfinguna er munurinn á fjölda þeirra sem vilja ganga í Evrópusambandið og þeirra sem vilja það ekki orðinn fremur lítill eða 4,4%. Samkvæmt henni eru þannig 43% hlynnt því að gengið verði í sambandið en 38,6% andvíg. Í könnun Gallups í marz var munurinn mun meiri eða 8% og í marz 2022 var hann heil 14%. Á sama tíma hafa síðustu tvær kannanir Maskínu undanfarið hálft ár sýnt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta ólíkt því sem áður var. Mögulega hefur Evrópuhreyfingin því verzlað við Gallup nú í stað Maskínu áður. Fleira vekur athygli þegar nýja skoðanakönnunin er annars vegar. Þannig greindi Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá niðurstöðum hennar í grein á Vísi fyrir helgi. Ekki er að sjá að hún hafi verið send á fjölmiðla sem hafa ekki fjallað um hana. Hvergi er í greininni samanburður við fyrri kannanir Gallups. Mjög líklega hefðu fjölmiðlar viljað birta þær upplýsingar. Þá segir Jón Steindór að sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti séu 55% hlynnt inngöngu í Evrópusambandið. Rétta talan er þó 52,7%. Kann hann ekki að reikna? Talsverður munur er jú á því hvort 55% séu hlynnt því að gengið verði í Evrópusambandið og 45% andvíg, og munurinn þá 10 prósentustig, eða hvort hlutföllin séu 52,7% og 47,3% og munurinn 5,4 prósentustig. Mögulega hefur verið um mistök að ræða í einföldum prósentureikningi en miðað við augljósa viðleitni að öðru leyti til þess að reyna að láta niðurstöðurnar líta betur út en þær gefa tilefni til, til dæmis með því að bera þær ekki saman við fyrri niðurstöður kannana Gallups, er það auðvitað alls ekki víst. Þróunin hefur í öllu falli ljóslega ekki verið í æskilegar áttir í þessum efnum að mati Jóns Steindórs. Hins vegar er alltaf áhugavert þegar Evrópusambandssinnar kaupa skoðanakannanir sem kosta sitt þar sem fólk er spurt hvort það vilji ganga í Evrópusambandið í ljósi þess að því hefur löngum verið haldið fram í röðum þeirra að ekki væri hægt að svara þeirri spurningu nema samningur um inngöngu lægi fyrir. Fyrr vissi fólk í raun ekkert hvað það væri að tala um. Að vísu hefur það aðeins virzt eiga við þegar kannanir hafa sýnt fleiri andvíga inngöngu. Öðru máli hefur gegnt ef niðurstaðan hefur verið á hinn veginn. Sjálfir hafa þeir fyrir löngu gert upp hug sinn í þessum efnum. Þrátt fyrir samningsleysið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun