Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. maí 2025 23:30 Miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Evrópuhreyfinguna er munurinn á fjölda þeirra sem vilja ganga í Evrópusambandið og þeirra sem vilja það ekki orðinn fremur lítill eða 4,4%. Samkvæmt henni eru þannig 43% hlynnt því að gengið verði í sambandið en 38,6% andvíg. Í könnun Gallups í marz var munurinn mun meiri eða 8% og í marz 2022 var hann heil 14%. Á sama tíma hafa síðustu tvær kannanir Maskínu undanfarið hálft ár sýnt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta ólíkt því sem áður var. Mögulega hefur Evrópuhreyfingin því verzlað við Gallup nú í stað Maskínu áður. Fleira vekur athygli þegar nýja skoðanakönnunin er annars vegar. Þannig greindi Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá niðurstöðum hennar í grein á Vísi fyrir helgi. Ekki er að sjá að hún hafi verið send á fjölmiðla sem hafa ekki fjallað um hana. Hvergi er í greininni samanburður við fyrri kannanir Gallups. Mjög líklega hefðu fjölmiðlar viljað birta þær upplýsingar. Þá segir Jón Steindór að sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti séu 55% hlynnt inngöngu í Evrópusambandið. Rétta talan er þó 52,7%. Kann hann ekki að reikna? Talsverður munur er jú á því hvort 55% séu hlynnt því að gengið verði í Evrópusambandið og 45% andvíg, og munurinn þá 10 prósentustig, eða hvort hlutföllin séu 52,7% og 47,3% og munurinn 5,4 prósentustig. Mögulega hefur verið um mistök að ræða í einföldum prósentureikningi en miðað við augljósa viðleitni að öðru leyti til þess að reyna að láta niðurstöðurnar líta betur út en þær gefa tilefni til, til dæmis með því að bera þær ekki saman við fyrri niðurstöður kannana Gallups, er það auðvitað alls ekki víst. Þróunin hefur í öllu falli ljóslega ekki verið í æskilegar áttir í þessum efnum að mati Jóns Steindórs. Hins vegar er alltaf áhugavert þegar Evrópusambandssinnar kaupa skoðanakannanir sem kosta sitt þar sem fólk er spurt hvort það vilji ganga í Evrópusambandið í ljósi þess að því hefur löngum verið haldið fram í röðum þeirra að ekki væri hægt að svara þeirri spurningu nema samningur um inngöngu lægi fyrir. Fyrr vissi fólk í raun ekkert hvað það væri að tala um. Að vísu hefur það aðeins virzt eiga við þegar kannanir hafa sýnt fleiri andvíga inngöngu. Öðru máli hefur gegnt ef niðurstaðan hefur verið á hinn veginn. Sjálfir hafa þeir fyrir löngu gert upp hug sinn í þessum efnum. Þrátt fyrir samningsleysið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Evrópuhreyfinguna er munurinn á fjölda þeirra sem vilja ganga í Evrópusambandið og þeirra sem vilja það ekki orðinn fremur lítill eða 4,4%. Samkvæmt henni eru þannig 43% hlynnt því að gengið verði í sambandið en 38,6% andvíg. Í könnun Gallups í marz var munurinn mun meiri eða 8% og í marz 2022 var hann heil 14%. Á sama tíma hafa síðustu tvær kannanir Maskínu undanfarið hálft ár sýnt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta ólíkt því sem áður var. Mögulega hefur Evrópuhreyfingin því verzlað við Gallup nú í stað Maskínu áður. Fleira vekur athygli þegar nýja skoðanakönnunin er annars vegar. Þannig greindi Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá niðurstöðum hennar í grein á Vísi fyrir helgi. Ekki er að sjá að hún hafi verið send á fjölmiðla sem hafa ekki fjallað um hana. Hvergi er í greininni samanburður við fyrri kannanir Gallups. Mjög líklega hefðu fjölmiðlar viljað birta þær upplýsingar. Þá segir Jón Steindór að sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti séu 55% hlynnt inngöngu í Evrópusambandið. Rétta talan er þó 52,7%. Kann hann ekki að reikna? Talsverður munur er jú á því hvort 55% séu hlynnt því að gengið verði í Evrópusambandið og 45% andvíg, og munurinn þá 10 prósentustig, eða hvort hlutföllin séu 52,7% og 47,3% og munurinn 5,4 prósentustig. Mögulega hefur verið um mistök að ræða í einföldum prósentureikningi en miðað við augljósa viðleitni að öðru leyti til þess að reyna að láta niðurstöðurnar líta betur út en þær gefa tilefni til, til dæmis með því að bera þær ekki saman við fyrri niðurstöður kannana Gallups, er það auðvitað alls ekki víst. Þróunin hefur í öllu falli ljóslega ekki verið í æskilegar áttir í þessum efnum að mati Jóns Steindórs. Hins vegar er alltaf áhugavert þegar Evrópusambandssinnar kaupa skoðanakannanir sem kosta sitt þar sem fólk er spurt hvort það vilji ganga í Evrópusambandið í ljósi þess að því hefur löngum verið haldið fram í röðum þeirra að ekki væri hægt að svara þeirri spurningu nema samningur um inngöngu lægi fyrir. Fyrr vissi fólk í raun ekkert hvað það væri að tala um. Að vísu hefur það aðeins virzt eiga við þegar kannanir hafa sýnt fleiri andvíga inngöngu. Öðru máli hefur gegnt ef niðurstaðan hefur verið á hinn veginn. Sjálfir hafa þeir fyrir löngu gert upp hug sinn í þessum efnum. Þrátt fyrir samningsleysið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun