Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2025 09:02 Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar, sem hefur sérstaklega gaman af því að hafa laupinn á sundlaugarsvæðinu og hrafnana tvo, sem skiptast á að liggja í laupnum og hugsa um ungana þegar þar að kemur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlaugargestir Árbæjarlaugar hafa varla tíma þessa dagana til að synda því það er svo mikil spennan og áhugi hjá gestum laugarinnar að fylgjast með hrafnapari, sem hefur komið sér upp laup í tré á sundlaugarsvæðinu. Árbæjarlaug er ein af vinsælustu sundlaugum höfuðborgarinnar en nú er það hins vegar laupur hrafnapars í sitkagrenitré á sundlaugalóðinni, sem á hug allra, sem fara í laugina. Laupurinn er reyndar mjög ofarlega í trénu svo það er erfitt að sjá hann en það leynir sér ekki að hann er þarna enda skiptast fuglarnir á að liggja á eggjunum. „Það er rosalega gaman hjá okkur þessa dagana og gestir og starfsfólk, við höfum öll gaman af því að fylgjast með parinu athafna sig hérna á sundlaugasvæðinu. Við sjáum fuglana fljúga og að vera að leita sér ætis og byggja meira við laupinn,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar. Og þeir hugsa greinilega mjög vel um laupinn eða hvað? „Já, það virðist vera, það er alltaf verið að græja og gera á þessu heimili. Við erum öll bara mjög ánægð með þetta. Sundlaugargestir hafa alveg orð á því að það sé skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ bætir Vala Bjarney við. Fuglarnir passa mjög vel upp á laupinn og sinna honum vel í trénu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á þetta ekki eftir að auka aðsóknina að lauginni? „Já það gæti verið. Við allavega fögnum þeim, sem koma og það er allavega nóg að gera hérna að fylgjast með hröfnum og taka því rólega í lauginni á meðan. Kannski sjáum við nokkra hrafnsunga vera hérna á sveimi á næstunni,“ segir Vala Bjarney. En hvað segja sundlaugargestir við Laupnum? „Það er algjört æði að hafa hrafnana hérna. Þeir eru hér á hverjum morgni með okkur“, segir Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur. Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur í Árbæjarlaug, sem segir æðislegt að hafa laupinn á laugarsvæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, ég hef orðið var við krumman, þeir láta vita af sér þarna, þeir er ekkert að fela sig. Þetta er virkilega gaman,“ segir Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur. Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur, segir virkilega gaman að fylgjast með fuglunum við laupinn þegar setið er í heita pottinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og talandi um laupinn í Árbæjarlaug þá má geta þess að hrafnapar hefur líka komið sér upp laup við Byko á Selfossi en þar er hægt að fylgjast með parinu í beinni útsendingu í laupnum allan sólarhringinn í vefmyndavél frá Byko á heimasíðu fyrirtækisins. Laupurinn við verslun Byko á Selfossi en þar hefur verið laupur á vorin í nokkur ár með einhverjum hléum þó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laupurinn á Selfossi í beinni útsendingu allan sólarhringinn Hér er líka Laupur á mjög athyglisverðum stað eða á niðurfallsröri á Austurbæjarskóla í Reykjavík. Spurning hvernig fuglanir fengu fyrstu stráin til að tolla til að hlaða Laupnum upp,Jóhannes Hreiðar Símonarson Reykjavík Fuglar Sundlaugar og baðlón Dýr Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Árbæjarlaug er ein af vinsælustu sundlaugum höfuðborgarinnar en nú er það hins vegar laupur hrafnapars í sitkagrenitré á sundlaugalóðinni, sem á hug allra, sem fara í laugina. Laupurinn er reyndar mjög ofarlega í trénu svo það er erfitt að sjá hann en það leynir sér ekki að hann er þarna enda skiptast fuglarnir á að liggja á eggjunum. „Það er rosalega gaman hjá okkur þessa dagana og gestir og starfsfólk, við höfum öll gaman af því að fylgjast með parinu athafna sig hérna á sundlaugasvæðinu. Við sjáum fuglana fljúga og að vera að leita sér ætis og byggja meira við laupinn,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar. Og þeir hugsa greinilega mjög vel um laupinn eða hvað? „Já, það virðist vera, það er alltaf verið að græja og gera á þessu heimili. Við erum öll bara mjög ánægð með þetta. Sundlaugargestir hafa alveg orð á því að það sé skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ bætir Vala Bjarney við. Fuglarnir passa mjög vel upp á laupinn og sinna honum vel í trénu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á þetta ekki eftir að auka aðsóknina að lauginni? „Já það gæti verið. Við allavega fögnum þeim, sem koma og það er allavega nóg að gera hérna að fylgjast með hröfnum og taka því rólega í lauginni á meðan. Kannski sjáum við nokkra hrafnsunga vera hérna á sveimi á næstunni,“ segir Vala Bjarney. En hvað segja sundlaugargestir við Laupnum? „Það er algjört æði að hafa hrafnana hérna. Þeir eru hér á hverjum morgni með okkur“, segir Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur. Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur í Árbæjarlaug, sem segir æðislegt að hafa laupinn á laugarsvæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, ég hef orðið var við krumman, þeir láta vita af sér þarna, þeir er ekkert að fela sig. Þetta er virkilega gaman,“ segir Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur. Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur, segir virkilega gaman að fylgjast með fuglunum við laupinn þegar setið er í heita pottinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og talandi um laupinn í Árbæjarlaug þá má geta þess að hrafnapar hefur líka komið sér upp laup við Byko á Selfossi en þar er hægt að fylgjast með parinu í beinni útsendingu í laupnum allan sólarhringinn í vefmyndavél frá Byko á heimasíðu fyrirtækisins. Laupurinn við verslun Byko á Selfossi en þar hefur verið laupur á vorin í nokkur ár með einhverjum hléum þó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laupurinn á Selfossi í beinni útsendingu allan sólarhringinn Hér er líka Laupur á mjög athyglisverðum stað eða á niðurfallsröri á Austurbæjarskóla í Reykjavík. Spurning hvernig fuglanir fengu fyrstu stráin til að tolla til að hlaða Laupnum upp,Jóhannes Hreiðar Símonarson
Reykjavík Fuglar Sundlaugar og baðlón Dýr Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira