„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2025 15:41 Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Velsældarverðlaunin, Wellbeing Awards, voru veitt í fyrsta sinn á Velsældarþinginu sem haldið er í Hörpu. Verðlaunin eru veitt aðilum sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndandi þingsins, afhenti fulltrúum WEGo þjóðanna verðlaunin. „Það er mér sönn ánægja að taka á móti þessum verðlaunum fyrir hönd ríkisstjórna velsældarhagkerfa. Þetta samstarf er gott dæmi um hvernig ríki geta unnið saman að sameiginlegum markmiðum,“ segir Gary Gillespie aðalhagfræðingur og ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar, í tilkynningu um málið. Gillispie er einn fjögurra fulltrúa þjóðanna á þinginu. Hinir eru Veli-Mikko Niemi ráðuneytisstjóri finnska félags- og heilbrigðisráðuneytisins, Lloyd Harris forstöðumaður sjálfbærniþróunar ríkisstjórnar Wales og Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Í tilkynningu kemur fram að verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Wellbeing Economy Governments (WEGo) er samstarfsvettvangur þar sem Ísland, Finnland, Skotland, Kanada, Nýja Sjáland og Wales vinna saman að því að þróa hagkerfi sem setja lífsgæði, velsæld og sjálfbærni í forgang. Þessi ríki deila reynslu, stefnumótun og mælikvörðum sem miða að því að tryggja að efnahagsstefna stuðli að velferð fólks og náttúru, ekki eingöngu hagvexti. Velsældarþingið, Wellbeing Economy Forum, fer nú fram í Hörpu. Þar koma saman um þrjú hundruð þátttakendur úr stjórnsýslu, fræðasamfélagi, atvinnulífi, alþjóðastofnunum og grasrótarsamtökum til að ræða hvernig hægt sé að byggja upp hagkerfi þar sem lífsgæði, heilsa, félagslegt réttlæti og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Haldið af embætti landlæknis Þingið er haldið af Embætti landlæknis í samstarfi við fjölmargar innlendar og alþjóðlegar stofnanir og samstarfsaðila, þar á meðal forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunina, OECD, UNESCO, WEGo, WEAll, Festu – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Velsældarþingið er hluti af evrópska verkefninu JA PreventNCD, sem er styrkt af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins. Halla Tómasdóttir átti fjölmörg samtöl á þinginu. Pétur Fjeldsted Annar dagur Velsældarþingsins, Wellbeing Economy Forum, hófst í morgun í Hörpu með samræðum um hugrekki, samkennd og mikilvægi tengsla í leiðtogahlutverki og hvernig þessi gildi eru forsenda velsældar í samfélögum nútímans. Í tilkynningu segir að þar hafi Halla Tómasdóttir átt samtal við Sandrine Dixson-Declève, alþjóðlegan sendiherra Club of Rome og stjórnanda Earth4All og Dr. Jude Currivan, framtíðarfræðing og stofnanda WholeWorld-View. Samtal milli kynslóða mikilvægt Hún hafi í erindi sínu talað um mikilvægi hugrekkis í leiðtogahlutverkinu og mikilvægi samtals á milli kynslóða, mismunandi geira í samfélaginu og ólíkra menningarheima. „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis, hugrekkis til að leiða á nýjan hátt, hlusta víðar og vinna þvert á geira, kynslóðir og menningarheima. Við þurfum að finna hugrekki til að raska ríkjandi kerfum og venjum, til að skapa raunverulegt og jákvætt gildi í heiminum. WEGo þjóðirnar og Norðurlöndin gegna þar lykilhlutverki. Ísland líkt og Norðurlandaþjóðirnar erum hver um sig lítil þjóð, en saman erum við ellefta stærsta hagkerfi heims, G11. Með sameiginlegri framtíðarsýn og samstarfi getum við haft varanleg áhrif á leið okkar í átt að velsæld fyrir fólk og náttúru,“ sagði Halla. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona skemmti gestum. Pétur Fjeldsted Romina Boarini, forstöðukona WISE-seturs hjá OECD, stýrði pallborðsumræðum um hvernig hægt sé að efla tengsl, minnka einmanaleika og styrkja samfélagslega samheldni, sem hefur bein áhrif á andlega heilsu, þátttöku og almenn lífsgæði. Þátttakendur voru Katarina Ivanković Knežević, framkvæmdastjóri félagslegra réttinda hjá framkvæmdastjórn ESB, Gabriela Ramos, frambjóðandi Mexíkó til embættis framkvæmdastjóra UNESCO, Lourdes Márquez hjá ONCE Foundation, Spánn, Ilona Kickbusch, University of Geneva og Lucía Rodríguez-Borlado, lýðheilsulæknir og ungliðafulltrúi JA PreventNCD. Forseti Íslands Heilbrigðismál Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
„Það er mér sönn ánægja að taka á móti þessum verðlaunum fyrir hönd ríkisstjórna velsældarhagkerfa. Þetta samstarf er gott dæmi um hvernig ríki geta unnið saman að sameiginlegum markmiðum,“ segir Gary Gillespie aðalhagfræðingur og ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar, í tilkynningu um málið. Gillispie er einn fjögurra fulltrúa þjóðanna á þinginu. Hinir eru Veli-Mikko Niemi ráðuneytisstjóri finnska félags- og heilbrigðisráðuneytisins, Lloyd Harris forstöðumaður sjálfbærniþróunar ríkisstjórnar Wales og Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Í tilkynningu kemur fram að verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Wellbeing Economy Governments (WEGo) er samstarfsvettvangur þar sem Ísland, Finnland, Skotland, Kanada, Nýja Sjáland og Wales vinna saman að því að þróa hagkerfi sem setja lífsgæði, velsæld og sjálfbærni í forgang. Þessi ríki deila reynslu, stefnumótun og mælikvörðum sem miða að því að tryggja að efnahagsstefna stuðli að velferð fólks og náttúru, ekki eingöngu hagvexti. Velsældarþingið, Wellbeing Economy Forum, fer nú fram í Hörpu. Þar koma saman um þrjú hundruð þátttakendur úr stjórnsýslu, fræðasamfélagi, atvinnulífi, alþjóðastofnunum og grasrótarsamtökum til að ræða hvernig hægt sé að byggja upp hagkerfi þar sem lífsgæði, heilsa, félagslegt réttlæti og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Haldið af embætti landlæknis Þingið er haldið af Embætti landlæknis í samstarfi við fjölmargar innlendar og alþjóðlegar stofnanir og samstarfsaðila, þar á meðal forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunina, OECD, UNESCO, WEGo, WEAll, Festu – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Velsældarþingið er hluti af evrópska verkefninu JA PreventNCD, sem er styrkt af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins. Halla Tómasdóttir átti fjölmörg samtöl á þinginu. Pétur Fjeldsted Annar dagur Velsældarþingsins, Wellbeing Economy Forum, hófst í morgun í Hörpu með samræðum um hugrekki, samkennd og mikilvægi tengsla í leiðtogahlutverki og hvernig þessi gildi eru forsenda velsældar í samfélögum nútímans. Í tilkynningu segir að þar hafi Halla Tómasdóttir átt samtal við Sandrine Dixson-Declève, alþjóðlegan sendiherra Club of Rome og stjórnanda Earth4All og Dr. Jude Currivan, framtíðarfræðing og stofnanda WholeWorld-View. Samtal milli kynslóða mikilvægt Hún hafi í erindi sínu talað um mikilvægi hugrekkis í leiðtogahlutverkinu og mikilvægi samtals á milli kynslóða, mismunandi geira í samfélaginu og ólíkra menningarheima. „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis, hugrekkis til að leiða á nýjan hátt, hlusta víðar og vinna þvert á geira, kynslóðir og menningarheima. Við þurfum að finna hugrekki til að raska ríkjandi kerfum og venjum, til að skapa raunverulegt og jákvætt gildi í heiminum. WEGo þjóðirnar og Norðurlöndin gegna þar lykilhlutverki. Ísland líkt og Norðurlandaþjóðirnar erum hver um sig lítil þjóð, en saman erum við ellefta stærsta hagkerfi heims, G11. Með sameiginlegri framtíðarsýn og samstarfi getum við haft varanleg áhrif á leið okkar í átt að velsæld fyrir fólk og náttúru,“ sagði Halla. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona skemmti gestum. Pétur Fjeldsted Romina Boarini, forstöðukona WISE-seturs hjá OECD, stýrði pallborðsumræðum um hvernig hægt sé að efla tengsl, minnka einmanaleika og styrkja samfélagslega samheldni, sem hefur bein áhrif á andlega heilsu, þátttöku og almenn lífsgæði. Þátttakendur voru Katarina Ivanković Knežević, framkvæmdastjóri félagslegra réttinda hjá framkvæmdastjórn ESB, Gabriela Ramos, frambjóðandi Mexíkó til embættis framkvæmdastjóra UNESCO, Lourdes Márquez hjá ONCE Foundation, Spánn, Ilona Kickbusch, University of Geneva og Lucía Rodríguez-Borlado, lýðheilsulæknir og ungliðafulltrúi JA PreventNCD.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira