„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2025 15:41 Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Velsældarverðlaunin, Wellbeing Awards, voru veitt í fyrsta sinn á Velsældarþinginu sem haldið er í Hörpu. Verðlaunin eru veitt aðilum sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndandi þingsins, afhenti fulltrúum WEGo þjóðanna verðlaunin. „Það er mér sönn ánægja að taka á móti þessum verðlaunum fyrir hönd ríkisstjórna velsældarhagkerfa. Þetta samstarf er gott dæmi um hvernig ríki geta unnið saman að sameiginlegum markmiðum,“ segir Gary Gillespie aðalhagfræðingur og ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar, í tilkynningu um málið. Gillispie er einn fjögurra fulltrúa þjóðanna á þinginu. Hinir eru Veli-Mikko Niemi ráðuneytisstjóri finnska félags- og heilbrigðisráðuneytisins, Lloyd Harris forstöðumaður sjálfbærniþróunar ríkisstjórnar Wales og Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Í tilkynningu kemur fram að verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Wellbeing Economy Governments (WEGo) er samstarfsvettvangur þar sem Ísland, Finnland, Skotland, Kanada, Nýja Sjáland og Wales vinna saman að því að þróa hagkerfi sem setja lífsgæði, velsæld og sjálfbærni í forgang. Þessi ríki deila reynslu, stefnumótun og mælikvörðum sem miða að því að tryggja að efnahagsstefna stuðli að velferð fólks og náttúru, ekki eingöngu hagvexti. Velsældarþingið, Wellbeing Economy Forum, fer nú fram í Hörpu. Þar koma saman um þrjú hundruð þátttakendur úr stjórnsýslu, fræðasamfélagi, atvinnulífi, alþjóðastofnunum og grasrótarsamtökum til að ræða hvernig hægt sé að byggja upp hagkerfi þar sem lífsgæði, heilsa, félagslegt réttlæti og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Haldið af embætti landlæknis Þingið er haldið af Embætti landlæknis í samstarfi við fjölmargar innlendar og alþjóðlegar stofnanir og samstarfsaðila, þar á meðal forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunina, OECD, UNESCO, WEGo, WEAll, Festu – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Velsældarþingið er hluti af evrópska verkefninu JA PreventNCD, sem er styrkt af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins. Halla Tómasdóttir átti fjölmörg samtöl á þinginu. Pétur Fjeldsted Annar dagur Velsældarþingsins, Wellbeing Economy Forum, hófst í morgun í Hörpu með samræðum um hugrekki, samkennd og mikilvægi tengsla í leiðtogahlutverki og hvernig þessi gildi eru forsenda velsældar í samfélögum nútímans. Í tilkynningu segir að þar hafi Halla Tómasdóttir átt samtal við Sandrine Dixson-Declève, alþjóðlegan sendiherra Club of Rome og stjórnanda Earth4All og Dr. Jude Currivan, framtíðarfræðing og stofnanda WholeWorld-View. Samtal milli kynslóða mikilvægt Hún hafi í erindi sínu talað um mikilvægi hugrekkis í leiðtogahlutverkinu og mikilvægi samtals á milli kynslóða, mismunandi geira í samfélaginu og ólíkra menningarheima. „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis, hugrekkis til að leiða á nýjan hátt, hlusta víðar og vinna þvert á geira, kynslóðir og menningarheima. Við þurfum að finna hugrekki til að raska ríkjandi kerfum og venjum, til að skapa raunverulegt og jákvætt gildi í heiminum. WEGo þjóðirnar og Norðurlöndin gegna þar lykilhlutverki. Ísland líkt og Norðurlandaþjóðirnar erum hver um sig lítil þjóð, en saman erum við ellefta stærsta hagkerfi heims, G11. Með sameiginlegri framtíðarsýn og samstarfi getum við haft varanleg áhrif á leið okkar í átt að velsæld fyrir fólk og náttúru,“ sagði Halla. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona skemmti gestum. Pétur Fjeldsted Romina Boarini, forstöðukona WISE-seturs hjá OECD, stýrði pallborðsumræðum um hvernig hægt sé að efla tengsl, minnka einmanaleika og styrkja samfélagslega samheldni, sem hefur bein áhrif á andlega heilsu, þátttöku og almenn lífsgæði. Þátttakendur voru Katarina Ivanković Knežević, framkvæmdastjóri félagslegra réttinda hjá framkvæmdastjórn ESB, Gabriela Ramos, frambjóðandi Mexíkó til embættis framkvæmdastjóra UNESCO, Lourdes Márquez hjá ONCE Foundation, Spánn, Ilona Kickbusch, University of Geneva og Lucía Rodríguez-Borlado, lýðheilsulæknir og ungliðafulltrúi JA PreventNCD. Forseti Íslands Heilbrigðismál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Það er mér sönn ánægja að taka á móti þessum verðlaunum fyrir hönd ríkisstjórna velsældarhagkerfa. Þetta samstarf er gott dæmi um hvernig ríki geta unnið saman að sameiginlegum markmiðum,“ segir Gary Gillespie aðalhagfræðingur og ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar, í tilkynningu um málið. Gillispie er einn fjögurra fulltrúa þjóðanna á þinginu. Hinir eru Veli-Mikko Niemi ráðuneytisstjóri finnska félags- og heilbrigðisráðuneytisins, Lloyd Harris forstöðumaður sjálfbærniþróunar ríkisstjórnar Wales og Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Í tilkynningu kemur fram að verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Wellbeing Economy Governments (WEGo) er samstarfsvettvangur þar sem Ísland, Finnland, Skotland, Kanada, Nýja Sjáland og Wales vinna saman að því að þróa hagkerfi sem setja lífsgæði, velsæld og sjálfbærni í forgang. Þessi ríki deila reynslu, stefnumótun og mælikvörðum sem miða að því að tryggja að efnahagsstefna stuðli að velferð fólks og náttúru, ekki eingöngu hagvexti. Velsældarþingið, Wellbeing Economy Forum, fer nú fram í Hörpu. Þar koma saman um þrjú hundruð þátttakendur úr stjórnsýslu, fræðasamfélagi, atvinnulífi, alþjóðastofnunum og grasrótarsamtökum til að ræða hvernig hægt sé að byggja upp hagkerfi þar sem lífsgæði, heilsa, félagslegt réttlæti og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Haldið af embætti landlæknis Þingið er haldið af Embætti landlæknis í samstarfi við fjölmargar innlendar og alþjóðlegar stofnanir og samstarfsaðila, þar á meðal forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunina, OECD, UNESCO, WEGo, WEAll, Festu – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Velsældarþingið er hluti af evrópska verkefninu JA PreventNCD, sem er styrkt af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins. Halla Tómasdóttir átti fjölmörg samtöl á þinginu. Pétur Fjeldsted Annar dagur Velsældarþingsins, Wellbeing Economy Forum, hófst í morgun í Hörpu með samræðum um hugrekki, samkennd og mikilvægi tengsla í leiðtogahlutverki og hvernig þessi gildi eru forsenda velsældar í samfélögum nútímans. Í tilkynningu segir að þar hafi Halla Tómasdóttir átt samtal við Sandrine Dixson-Declève, alþjóðlegan sendiherra Club of Rome og stjórnanda Earth4All og Dr. Jude Currivan, framtíðarfræðing og stofnanda WholeWorld-View. Samtal milli kynslóða mikilvægt Hún hafi í erindi sínu talað um mikilvægi hugrekkis í leiðtogahlutverkinu og mikilvægi samtals á milli kynslóða, mismunandi geira í samfélaginu og ólíkra menningarheima. „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis, hugrekkis til að leiða á nýjan hátt, hlusta víðar og vinna þvert á geira, kynslóðir og menningarheima. Við þurfum að finna hugrekki til að raska ríkjandi kerfum og venjum, til að skapa raunverulegt og jákvætt gildi í heiminum. WEGo þjóðirnar og Norðurlöndin gegna þar lykilhlutverki. Ísland líkt og Norðurlandaþjóðirnar erum hver um sig lítil þjóð, en saman erum við ellefta stærsta hagkerfi heims, G11. Með sameiginlegri framtíðarsýn og samstarfi getum við haft varanleg áhrif á leið okkar í átt að velsæld fyrir fólk og náttúru,“ sagði Halla. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona skemmti gestum. Pétur Fjeldsted Romina Boarini, forstöðukona WISE-seturs hjá OECD, stýrði pallborðsumræðum um hvernig hægt sé að efla tengsl, minnka einmanaleika og styrkja samfélagslega samheldni, sem hefur bein áhrif á andlega heilsu, þátttöku og almenn lífsgæði. Þátttakendur voru Katarina Ivanković Knežević, framkvæmdastjóri félagslegra réttinda hjá framkvæmdastjórn ESB, Gabriela Ramos, frambjóðandi Mexíkó til embættis framkvæmdastjóra UNESCO, Lourdes Márquez hjá ONCE Foundation, Spánn, Ilona Kickbusch, University of Geneva og Lucía Rodríguez-Borlado, lýðheilsulæknir og ungliðafulltrúi JA PreventNCD.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira