Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. maí 2025 13:01 Í dag er Evrópudagurinn. Til hamingju með hann. Fróðlegt er að skoða niðurstöður könnunar Gallups um afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknar og hvort ganga skuli í Evrópusambandið. Í könnun Gallups á stuðningi við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið kemur í ljós að 72% landsmanna eru fylgjandi því að þjóðin greiði atkvæði en 17,6% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 80% þjóðarinnar fylgjandi slíkri atkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að þjóðin greiði atkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið? Hér á eftir verður aðeins horft til þeirra sem tóku afstöðu. Í ljós kemur að um 75% karla eru fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu og 87% kvenna. Mikill meirihluti í öllum aldurshópum styður atkvæðagreiðslu. Mestu er stuðningurinn hjá fólki á aldrinum 40 til 49 ára, en minnstur hjá þeim sem eru yfir sjötugt eða 71%. Á landsbyggðinni vill 78% slíka þjóðaratkvæðagreiðslu en 81-83% í höfðuðborginni og nágrenni. Ekki er martækur eftir menntun eða tekjum, en mikill eftir stjórnmálaskoðunum. Hjá Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu eru nær allir sem afstöðu tóku fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða 97-99%. Um 92% stuðningur er við atkvæðagreiðsluna hjá Flokki fólksins. Hjá Miðflokki skiptast stuðningsmenn í jafnar fylkingar, en hjá Sjálfstæðismönnum er stuðningurinn minnstur eða 41% þeirra sem taka afstöðu og 59% þeirra á móti þjóðaratkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Niðurstöður eru þær að 43,0% landsmanna eru fylgjandi aðild og 38,6%% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 55% þjóðarinnar fylgjandi aðild. Hér á eftir er aðeins litið á þá sem afstöðu tóku. Fleiri karlar en konur lýsa yfir skoðun á aðild, en þegar aðeins er litið á þá sem afstöðu tóku er ekki munur á kynjunum. Meirihluti í aldurshópum til 59 ára styður aðild eða um 60%, en lítill munur er hjá þeim sem eru á sjötugsaldri. Hjá þeim sem eru yfir sjötugt eru 56% á móti. Á landsbyggðinni er mest andstaða eða 55% á móti en 45% með. Á höfuðborgarsvæðinu eru aftur á móti rétt um 60% þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi aðild. Hjá þeim sem eru með háskólapróf er mestur stuðningur við aðild eða um 60% en um 50% hjá fólki með framhaldsskólapróf og 53% hjá þeim sem hafa grunnskólapróf. Nær allir tekjuhópar eru fylgjandi aðild og almennt fer stuðningur vaxandi með hærri tekjum, nema hjá þeim sem eru með yfir tvær milljónir í fjölskyldutekjur á mánuði, en þar er stuðningurinn þó 56%. Mestur er stuðningurinn hjá Samfylkingu eða 92% þeirra sem afstöðu tóku, 86% hjá Viðreisn og 81% hjá Pírötum. Hjá VG og Flokki fólksins er stuðningurinn um 60%, en miklu minni hjá stjórnarandstöðunni. Hjá Miðflokki eru 84% á móti aðild, hjá Sjálfstæðismönnum 85% þeirra sem taka afstöðu og 89% Framsóknarmanna. Nánar um könnun Gallups. Þetta var netkönnun. Úrtak var 1.714 manns af landinu öllu, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallups, 823 svöruðu. Könnunin var gerð 27. mars – 8. apríl. Ekki eftir neinu að bíða Engum blöðum er um það að fletta að vilji þjóðarinnar stendur til þess að fá að taka afstöðu til næstu skrefa í Evrópumálum. Engin ástæða er til þess að fresta því að hefja undirbúning slíkrar atkvæðagreiðslu og að hún fari fram á næstunni. Evrópudagurinn er tilvalinn til þess, fyrir þá sem vilja framvindu í þessum málum, að ganga til liðs við Evrópuhreyfinguna og skrá sig á þessari slóð: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er Evrópudagurinn. Til hamingju með hann. Fróðlegt er að skoða niðurstöður könnunar Gallups um afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknar og hvort ganga skuli í Evrópusambandið. Í könnun Gallups á stuðningi við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið kemur í ljós að 72% landsmanna eru fylgjandi því að þjóðin greiði atkvæði en 17,6% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 80% þjóðarinnar fylgjandi slíkri atkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að þjóðin greiði atkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið? Hér á eftir verður aðeins horft til þeirra sem tóku afstöðu. Í ljós kemur að um 75% karla eru fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu og 87% kvenna. Mikill meirihluti í öllum aldurshópum styður atkvæðagreiðslu. Mestu er stuðningurinn hjá fólki á aldrinum 40 til 49 ára, en minnstur hjá þeim sem eru yfir sjötugt eða 71%. Á landsbyggðinni vill 78% slíka þjóðaratkvæðagreiðslu en 81-83% í höfðuðborginni og nágrenni. Ekki er martækur eftir menntun eða tekjum, en mikill eftir stjórnmálaskoðunum. Hjá Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu eru nær allir sem afstöðu tóku fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða 97-99%. Um 92% stuðningur er við atkvæðagreiðsluna hjá Flokki fólksins. Hjá Miðflokki skiptast stuðningsmenn í jafnar fylkingar, en hjá Sjálfstæðismönnum er stuðningurinn minnstur eða 41% þeirra sem taka afstöðu og 59% þeirra á móti þjóðaratkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Niðurstöður eru þær að 43,0% landsmanna eru fylgjandi aðild og 38,6%% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 55% þjóðarinnar fylgjandi aðild. Hér á eftir er aðeins litið á þá sem afstöðu tóku. Fleiri karlar en konur lýsa yfir skoðun á aðild, en þegar aðeins er litið á þá sem afstöðu tóku er ekki munur á kynjunum. Meirihluti í aldurshópum til 59 ára styður aðild eða um 60%, en lítill munur er hjá þeim sem eru á sjötugsaldri. Hjá þeim sem eru yfir sjötugt eru 56% á móti. Á landsbyggðinni er mest andstaða eða 55% á móti en 45% með. Á höfuðborgarsvæðinu eru aftur á móti rétt um 60% þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi aðild. Hjá þeim sem eru með háskólapróf er mestur stuðningur við aðild eða um 60% en um 50% hjá fólki með framhaldsskólapróf og 53% hjá þeim sem hafa grunnskólapróf. Nær allir tekjuhópar eru fylgjandi aðild og almennt fer stuðningur vaxandi með hærri tekjum, nema hjá þeim sem eru með yfir tvær milljónir í fjölskyldutekjur á mánuði, en þar er stuðningurinn þó 56%. Mestur er stuðningurinn hjá Samfylkingu eða 92% þeirra sem afstöðu tóku, 86% hjá Viðreisn og 81% hjá Pírötum. Hjá VG og Flokki fólksins er stuðningurinn um 60%, en miklu minni hjá stjórnarandstöðunni. Hjá Miðflokki eru 84% á móti aðild, hjá Sjálfstæðismönnum 85% þeirra sem taka afstöðu og 89% Framsóknarmanna. Nánar um könnun Gallups. Þetta var netkönnun. Úrtak var 1.714 manns af landinu öllu, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallups, 823 svöruðu. Könnunin var gerð 27. mars – 8. apríl. Ekki eftir neinu að bíða Engum blöðum er um það að fletta að vilji þjóðarinnar stendur til þess að fá að taka afstöðu til næstu skrefa í Evrópumálum. Engin ástæða er til þess að fresta því að hefja undirbúning slíkrar atkvæðagreiðslu og að hún fari fram á næstunni. Evrópudagurinn er tilvalinn til þess, fyrir þá sem vilja framvindu í þessum málum, að ganga til liðs við Evrópuhreyfinguna og skrá sig á þessari slóð: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun