Þingmenn slá Íslandsmet Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2025 13:24 Þingheimur náði merkum áfanga í nótt þegar met var slegið í lengd fyrstu umræðu. Að minnsta kosti frá því að mælingar hófust árið 1995. Vísir Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. Umræða um frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald hófst á mánudag og hefur nú samtals staðið yfir í um tuttugu og sjö klukkustundir. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar, segir að þingmenn hafi náð sögulegum áfanga í nótt. „Mér skilst að þetta sé Íslandsmet. Fyrsta umræða í þinginu er sú umræða sem fer fram áður en málið fer til þinglegrar meðferðar í nefnd og þar fer nú oftast aðalvinnan fram. En þetta met var sem sagt slegið í nótt og umræðu er ekki lokið þar sem margir í minnihlutanum eru enn á mælendaskrá í sína aðra ræðu,“ segir Guðmundur Ari. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm Skrifstofa Alþingis staðfestir að fyrsta umræða um veiðigjaldið sé orðin sú lengsta frá því að farið var að halda utan um slíka tölfræði árið 1995. Hún stóð yfir til klukkan eitt í nótt og undir það síðasta tókust þingmenn á um fundarstjórn þar sem Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, sakaði forseta Alþingis um að hafa gengið á bak orða sinna um fundartíma. „Það er ofboðslega vont ef við erum að byrja þetta kjörtímabil með þeim skilaboðum að það sé ekkert traust á milli fólks. Það er ekki hægt að treysta á eitt einasta samkomulag hér eftir. Það eru virkilega vond tíðindi fyrir lýðræðislega umræðu og þetta samstarf, þetta mikilvæga samstarf í þessum sal fyrir land og þjóð,“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafnaði þessu og vildi meina að ekki hafi verið samið um lok þingfundar og stjórnarþingmenn bentu á stjórnarandstaðan héldi umræðunni gangandi. Þórunn tilkynnti þó á meðan umræðum stóð að hún væri búin eftir að óska eftir fundi hjá forsætisnefnd til að ræða þingsköp og dagskrá þingins. Löng umræða um veiðigjöld krefðist þess að nefndin kæmi saman til að ræða breytingar á starfsáætlun. Nú hefur forseti Alþingis boðað til aukaþingfundar klukkan tíu í fyrramálið til þess að klára megi fyrstu umræðu. Nóg eftir Þrátt fyrir slegið met gæti umræðan einungis verið rétt að hefjast, því samkvæmt þingskaparlögum eiga þingmenn enn rýmri ræðutíma í annarri umræðu. Guðmundur Ari óttast þó ekki um afdrif málsins. „Minnihlutinn allavega ítrekar að hann sé ekki að beita málþófi heldur einungis að rökræða málið efnislega, því tel ég nú að umræðan muni tæmast. Það eru takmarkaðir fletir að skoða á þessari einföldu leiðréttingu þannig við bindum miklar vonir við að málið klárist í vor,“ segir Guðmundur Ari. Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Umræða um frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald hófst á mánudag og hefur nú samtals staðið yfir í um tuttugu og sjö klukkustundir. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar, segir að þingmenn hafi náð sögulegum áfanga í nótt. „Mér skilst að þetta sé Íslandsmet. Fyrsta umræða í þinginu er sú umræða sem fer fram áður en málið fer til þinglegrar meðferðar í nefnd og þar fer nú oftast aðalvinnan fram. En þetta met var sem sagt slegið í nótt og umræðu er ekki lokið þar sem margir í minnihlutanum eru enn á mælendaskrá í sína aðra ræðu,“ segir Guðmundur Ari. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm Skrifstofa Alþingis staðfestir að fyrsta umræða um veiðigjaldið sé orðin sú lengsta frá því að farið var að halda utan um slíka tölfræði árið 1995. Hún stóð yfir til klukkan eitt í nótt og undir það síðasta tókust þingmenn á um fundarstjórn þar sem Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, sakaði forseta Alþingis um að hafa gengið á bak orða sinna um fundartíma. „Það er ofboðslega vont ef við erum að byrja þetta kjörtímabil með þeim skilaboðum að það sé ekkert traust á milli fólks. Það er ekki hægt að treysta á eitt einasta samkomulag hér eftir. Það eru virkilega vond tíðindi fyrir lýðræðislega umræðu og þetta samstarf, þetta mikilvæga samstarf í þessum sal fyrir land og þjóð,“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafnaði þessu og vildi meina að ekki hafi verið samið um lok þingfundar og stjórnarþingmenn bentu á stjórnarandstaðan héldi umræðunni gangandi. Þórunn tilkynnti þó á meðan umræðum stóð að hún væri búin eftir að óska eftir fundi hjá forsætisnefnd til að ræða þingsköp og dagskrá þingins. Löng umræða um veiðigjöld krefðist þess að nefndin kæmi saman til að ræða breytingar á starfsáætlun. Nú hefur forseti Alþingis boðað til aukaþingfundar klukkan tíu í fyrramálið til þess að klára megi fyrstu umræðu. Nóg eftir Þrátt fyrir slegið met gæti umræðan einungis verið rétt að hefjast, því samkvæmt þingskaparlögum eiga þingmenn enn rýmri ræðutíma í annarri umræðu. Guðmundur Ari óttast þó ekki um afdrif málsins. „Minnihlutinn allavega ítrekar að hann sé ekki að beita málþófi heldur einungis að rökræða málið efnislega, því tel ég nú að umræðan muni tæmast. Það eru takmarkaðir fletir að skoða á þessari einföldu leiðréttingu þannig við bindum miklar vonir við að málið klárist í vor,“ segir Guðmundur Ari.
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira