Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2025 10:01 Paul Pierce sést hér á leik með Boston Celtics í TD Garden. Getty/Maddie Meyer Paul Pierce er fyrrum NBA meistari með Boston Celtics en starfar nú sem körfuboltaspekingur í bandarísku sjónvarpi. Hann er greinilega ekki mjög getspakur en tekur aftur á móti ábyrgð á slæmum spám sínum. Boston Celtics er ríkjandi NBA-meistari og vann 61 leik í deildarkeppninni. Það bjuggust því flestir að þeir myndu slá út New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Boston tapaði hins vegar tveimur fyrstu leikjunum sem voru báðir á heimavelli Celtics. Næstu tveir leikir fara fram í New York og vinni Knicks þá er liðið komið í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Eftir tapið í fyrsta leiknum þá var Pierce svo sannfærður um það að Boston menn myndu svara í leik tvö. Þeir höfðu tapað niður tuttugu stiga forskoti í fyrsta leiknum og hitt hörmulega fyrir utan þriggja stiga línuna. Pierce var svo viss um að Boston tæki næsta leik að hann gaf stórt loforð í beinni útsendingu. „Ef Celtics liðið tapar leik tvö þá lofa ég ykkur því að ég mun labba heim eftir leikinn. Ég verð í sloppnum mínum, skólaus og berfættur. Veðjið húsinu ykkar á þennan leik. Það eru meiri líkur á því að fara út úr húsinu þínu og sjá risaeðlu en að Celtics tapi leik tvö,“ sagði Paul Pierce. Boston náði reyndar aftur tuttugu stiga forskoti í leik tvö en missti það aftur niður og New York Knicks vann leikinn á endanum með einu stigi, 91-90. Pierce fór ekkert í felur þrátt fyrir þessa hörmulegu spá sína og gekk alla leiðina heim. Hann var í sloppinum sínum og göngutúrinn tók hann átta klukkutíma. Pierce birti myndband af sér á göngunni um miðja nótt eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Boston Celtics er ríkjandi NBA-meistari og vann 61 leik í deildarkeppninni. Það bjuggust því flestir að þeir myndu slá út New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Boston tapaði hins vegar tveimur fyrstu leikjunum sem voru báðir á heimavelli Celtics. Næstu tveir leikir fara fram í New York og vinni Knicks þá er liðið komið í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Eftir tapið í fyrsta leiknum þá var Pierce svo sannfærður um það að Boston menn myndu svara í leik tvö. Þeir höfðu tapað niður tuttugu stiga forskoti í fyrsta leiknum og hitt hörmulega fyrir utan þriggja stiga línuna. Pierce var svo viss um að Boston tæki næsta leik að hann gaf stórt loforð í beinni útsendingu. „Ef Celtics liðið tapar leik tvö þá lofa ég ykkur því að ég mun labba heim eftir leikinn. Ég verð í sloppnum mínum, skólaus og berfættur. Veðjið húsinu ykkar á þennan leik. Það eru meiri líkur á því að fara út úr húsinu þínu og sjá risaeðlu en að Celtics tapi leik tvö,“ sagði Paul Pierce. Boston náði reyndar aftur tuttugu stiga forskoti í leik tvö en missti það aftur niður og New York Knicks vann leikinn á endanum með einu stigi, 91-90. Pierce fór ekkert í felur þrátt fyrir þessa hörmulegu spá sína og gekk alla leiðina heim. Hann var í sloppinum sínum og göngutúrinn tók hann átta klukkutíma. Pierce birti myndband af sér á göngunni um miðja nótt eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore)
NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum