Innlent

Lítil Björg dró stóra Hildi í land

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Vel gekk að draga Hildi SE að landi þrátt fyrir mikinn stærðarmun.
Vel gekk að draga Hildi SE að landi þrátt fyrir mikinn stærðarmun. Björgunarsveitin Lífsbjörg

Björgunarskipið Björg var kallað út um hádegisbil í dag vegna vélarvana skips norður af Rifi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá björgunarsveitinni Lífsbjörg í Snæfellsbæ.

Skipið sem var dregið heitir Hildur SH 777, er 33 metra langt og 475 brúttótonn að þyngd. Samkvæmt Lífsbjörgu lét Hildur „mjög vel í drætti“. 

„Því má segja að Björgin sé búin að sýna sig og sanna fyrir áhöfn sinni sem var mjög ánægð með dráttargetu nýja Björgunarskipsins,“ segir í tilkynningunni en Lífsbjörg tók við björgunarbátnum í október 2024.

Björgunarsveitarmenn að störfum við að festa línuna.
Stærðarmunurinn á fleyjunum tveimur er töluverður.
Lífsbjörg fór í aðgerðina um hádegisbil.Björgunarsveitin Lífsbjörg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×