Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 08:35 Forstjóri Alvotech, Róbert Wessmann. Vísir/Alvotech Alvotech hagnaðist um tæplega 1,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins en tapaði 6,3 milljörðum króna króna á sama tímabili í fyrra. Það gerir tæplega 7,7 milljarða króna viðsnúning milli ára. Félagið hefur hækkað afkomuspá sína aftur eftir að hafa lækkað hana fyrir skömmu. Þetta kemur fram í uppgjöri Alvotech fyrir fyrsta ársfjórðung ársins. Þar segir að heildartekjur á fyrsta fjórðungi ársins hafi verið 132,8 milljónir dollara, samanborið við 36,9 milljónir á sama fjórðungi í fyrra, sem sé 260 prósenta aukning. Sölutekjur á fyrsta fjórðungi ársins hafi verið 109,9 milljónir dollara, samanborið við 12,4 milljónir dollara á sama fjórðungi í fyrra, sem sé 786 prósenta aukning. Aðlöguð EBITDA framlegð á ársfjórðungnum hafi verið 20,5 milljónir dollara, en hafi verið neikvæð um 38,4 millljón dollara í sama fjórðungi í fyrra. Rekstrarhagnaður ársfjórðungsins hafi verið 10,6 milljónir dollara, en rekstrartap á sama tímabili í fyrra hafi verið 48,4 milljónir dollara. Hækka afkomuspá um fjóra milljarða Alvotech hafi uppfært afkomuspá sína fyrir árið 2025, og hækkað spá um heildartekjur í 600 til 700 milljónir dollara, 78 til 91 millarða íslenskra króna. Á sama tíma hafi Alvotech hækkað spá sína um aðlagaða EBITDA framlegð í 200 til 280 milljónir dollara. Endurskoðuð áætlun Alvotech taki mið af samningaviðræðum félagsins við markaðsaðila um ný lyf félagsins sem eru í þróun, þar með talið hliðstæðu við Cimzia. Eftir birtingu uppgjörs fyrir árið 2024 lækkaði félagið afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ár úr 600 til 800 milljónum dollara í 570 til 670 milljónir dollara. Hækkunin nú nemur því um fjórum milljörðum og nær eldri neðri mörkum en ekki efri. Umfram áætlanir „Rekstur Alvotech var umfram áætlanir á fyrsta fjórðungi ársins. Alvotech skilaði jákvæðu sjóðstreymi á tímabilinu og endurspeglar framlegð af vörusölu bæði þann árangur sem náðst hefur í sölu og hagkvæmni í rekstri félagsins. Alvotech reiknar með að handbært fé frá rekstri verði jákvætt á árinu 2025 og því þurfi félagið ekki að sækja frekara fjármagn til að fjármagna rekstur þess,“ er haft eftir Róberti Wessmann, forstjóra og stjórnarformanni Alvotech, í fréttatilkynningu um uppgjörið. Fyrr á árinu hafi Alvotech skrifað undir samning um kaup á þróunarstarfsemi Xbrane í Svíþjóð. Í kaupunum hafi fylgt hliðstæða við Cimzia. Á sama tíma hafi lyfjum í þróun hjá Alvotech fjölgað verulega. Alvotech búi í dag yfir verðmætasta lyfjasafni í þróun af þeim fyrirtækjum sem starfa í greininni. Það sé því mikill áhugi markaðsaðila að vinna með Alvotech í að markaðssetja þau lyf sem félagið er að þróa. Með hliðsjón af þessum mikla áhuga hafi félagið því uppfært afkomuspá félagsins fyrir árið 2025. „Alvotech býst við að fá samþykki heilbrigðisyfirvalda á seinni hluta ársins fyrir markaðssetningu fjögurra nýrra hliðstæða. Unnið er markvisst að undirbúningi að markaðssetningu þessara fjögurra lyfja inn á lykilmarkaði á næstu misserum. Samkeppnisforskot Alvotech í dag er að félagið býr yfir einu af öflugasta þróunarteymi í okkar geira, ásamt því að ráða yfir einni fullkomnustu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Á sama tíma nær sölunet félagsins til meira en 90 landa. Fjárfesting Alvotech í innviðum félagsins og nýjum lyfjum í þróun mun skipa því sess sem leiðandi fyrirtæki í þessum geira þegar fram líða stundir.“ Alvotech Uppgjör og ársreikningar Mest lesið S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri Alvotech fyrir fyrsta ársfjórðung ársins. Þar segir að heildartekjur á fyrsta fjórðungi ársins hafi verið 132,8 milljónir dollara, samanborið við 36,9 milljónir á sama fjórðungi í fyrra, sem sé 260 prósenta aukning. Sölutekjur á fyrsta fjórðungi ársins hafi verið 109,9 milljónir dollara, samanborið við 12,4 milljónir dollara á sama fjórðungi í fyrra, sem sé 786 prósenta aukning. Aðlöguð EBITDA framlegð á ársfjórðungnum hafi verið 20,5 milljónir dollara, en hafi verið neikvæð um 38,4 millljón dollara í sama fjórðungi í fyrra. Rekstrarhagnaður ársfjórðungsins hafi verið 10,6 milljónir dollara, en rekstrartap á sama tímabili í fyrra hafi verið 48,4 milljónir dollara. Hækka afkomuspá um fjóra milljarða Alvotech hafi uppfært afkomuspá sína fyrir árið 2025, og hækkað spá um heildartekjur í 600 til 700 milljónir dollara, 78 til 91 millarða íslenskra króna. Á sama tíma hafi Alvotech hækkað spá sína um aðlagaða EBITDA framlegð í 200 til 280 milljónir dollara. Endurskoðuð áætlun Alvotech taki mið af samningaviðræðum félagsins við markaðsaðila um ný lyf félagsins sem eru í þróun, þar með talið hliðstæðu við Cimzia. Eftir birtingu uppgjörs fyrir árið 2024 lækkaði félagið afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ár úr 600 til 800 milljónum dollara í 570 til 670 milljónir dollara. Hækkunin nú nemur því um fjórum milljörðum og nær eldri neðri mörkum en ekki efri. Umfram áætlanir „Rekstur Alvotech var umfram áætlanir á fyrsta fjórðungi ársins. Alvotech skilaði jákvæðu sjóðstreymi á tímabilinu og endurspeglar framlegð af vörusölu bæði þann árangur sem náðst hefur í sölu og hagkvæmni í rekstri félagsins. Alvotech reiknar með að handbært fé frá rekstri verði jákvætt á árinu 2025 og því þurfi félagið ekki að sækja frekara fjármagn til að fjármagna rekstur þess,“ er haft eftir Róberti Wessmann, forstjóra og stjórnarformanni Alvotech, í fréttatilkynningu um uppgjörið. Fyrr á árinu hafi Alvotech skrifað undir samning um kaup á þróunarstarfsemi Xbrane í Svíþjóð. Í kaupunum hafi fylgt hliðstæða við Cimzia. Á sama tíma hafi lyfjum í þróun hjá Alvotech fjölgað verulega. Alvotech búi í dag yfir verðmætasta lyfjasafni í þróun af þeim fyrirtækjum sem starfa í greininni. Það sé því mikill áhugi markaðsaðila að vinna með Alvotech í að markaðssetja þau lyf sem félagið er að þróa. Með hliðsjón af þessum mikla áhuga hafi félagið því uppfært afkomuspá félagsins fyrir árið 2025. „Alvotech býst við að fá samþykki heilbrigðisyfirvalda á seinni hluta ársins fyrir markaðssetningu fjögurra nýrra hliðstæða. Unnið er markvisst að undirbúningi að markaðssetningu þessara fjögurra lyfja inn á lykilmarkaði á næstu misserum. Samkeppnisforskot Alvotech í dag er að félagið býr yfir einu af öflugasta þróunarteymi í okkar geira, ásamt því að ráða yfir einni fullkomnustu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Á sama tíma nær sölunet félagsins til meira en 90 landa. Fjárfesting Alvotech í innviðum félagsins og nýjum lyfjum í þróun mun skipa því sess sem leiðandi fyrirtæki í þessum geira þegar fram líða stundir.“
Alvotech Uppgjör og ársreikningar Mest lesið S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira