Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2025 20:09 Kári Stefánsson segist hafa fengið tvö atvinnutilboð en hafi ekki sérstakan hug á að flytja erlendis. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ en mögulega séu þó minni líkur á því núna þegar hann sé hættur sem forstjóri. Hann segist þó minnst vilja spá fyrir um framtíðina. Kári er 76 ára gamall og segir það hafa kannski verið komið að því að þolinmæði samstarfsfólks hans hafi verið komin að þrotum. „Að láta þennan öldung vera að þvælast þarna um og hafa skoðun á öllu milli himins og jarðar,“ segir Kári sem var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni dag. Þar fór hann yfir stöðu fyrirtækisins eftir brotthvarf hans, gögn fyrirtækisins og hans næstu skref. Hann segir gögn Íslenskrar erfðagreiningar sitja hjá fólki í Vatnsmýrinni sem sé fyllilega í stakk búið til að vernda gögnin vel. Það sé frábært fólk að leiða starfsemina og ekki til betra fólk til að verja gögnin. Hann segir fyrirtækið með einhverjar upplýsingar um allflesta Íslendinga. „Þær eru misnákvæmar. Við erum með lífsýni úr 175 þúsund Íslendingum og það má segja sem svo að við séum með fullkomnastar upplýsingar um þá Íslendinga. En síðan getum við nákvæmlega eins og allir aðrir í íslensku samfélagi, við getum getið okkur til um mjög marga af hinum,“ segir kári og það sé einfaldlega því þau eru með ættfræði allrar þjóðarinnar. Hann segir gögnin alveg jafn örugg núna og áður en hann hætti sem forstjóri. Hann segir ekki hægt að taka gögnin úr landi. Íslensk erfðagreining sé vörsluaðili gagnanna og megi vinna úr þeim en það sé háð leyfi Vísindasiðanefndar og það séu takmörk fyrir því hvernig Íslensk erfðagreining megi vinna þau. Kári segir að ef til er sýni frá fólki sé það aðeins þar vegna þess að það hefur sjálft gefið upplýst samþykki og fyrirtækið svo unnið úr því. Þriðjungur ekki viss hvort ÍE sé með sýni Reykjavík síðdegis framkvæmdi könnun þar sem fólk var spurt hvort gögnin þeirra væru hjá fyrirtækinu. Þriðjungur sagðist ekki vita það. Kári segir það algjörlega á ábyrgð hvers einstaklings að vita hvort þau hafi gefið lífs'sýni eða önnur gögn. „Það er með Íslendinga eins og alla aðra, að gleymska þeirra og vitleysa er á þeirra ábyrgð en ekki annarra.“ Kári segist vera að vinna við allskonar hluti. Hann sé að skrifa en svo geti verið að hann fari að „vasast“ í vísindarannsóknum annars staðar. „Maður veit aldrei, það hafa tvö fyrirtæki út í heimi haft samband við mig síðan þetta fréttist út að ég væri hættur…Mitt svar var að þrátt fyrir æsku mína þá var ég ekkert endilega ákafur að flytjast eitthvað út í heim og ég held að ég láti mér það nægja að skrifa núna um eitthvað annað en mannerfðfræði, þó kannski í ljósi mannerfðafræði, ég veit það ekki.“ Hann segir Íslenska erfðagreiningu í höndunum á afburðafólki. Þar sé hópur vísindamanna sem sé bestur á sínu sviði. Það sem valdi honum þó áhyggjum sé að fyrirtækið glati sjálfstæði sínu gagnvart Amgen. „Ég stóð í töluverðum átökum við stjórnendur Amgen út af þessu. Ég var að reyna að halda í sjálfstæði fyrirtækisins þannig það gæti haldið áfram að vinna grundvallarrannsóknir á sviði mannerfðafræði á sem skemmtilegastan hátt. Ég var greinilega mjög harður í þeim átökum og það endaði á því að ég var búin að misbjóða stjórnendum Amgen að því marki að mér var ekki líft í húsinu lengur.“ Minni líkur á sameiningu Hann segir brottför sína mögulega minnka þrýstinginn á því að Amgen innlimi Íslenska erfðagreiningu inn í alþjóðlegu samsteypuna. „Það eina sem ég hef áhyggjur af þegar kemur að Íslenskri erfðagreiningu er sá möguleiki að Amgen gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því síðan út,“ segir klári en að líkurnar séu mögulega minni á því núna en áður en hann hætti. Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Vistaskipti Reykjavík síðdegis Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Kári er 76 ára gamall og segir það hafa kannski verið komið að því að þolinmæði samstarfsfólks hans hafi verið komin að þrotum. „Að láta þennan öldung vera að þvælast þarna um og hafa skoðun á öllu milli himins og jarðar,“ segir Kári sem var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni dag. Þar fór hann yfir stöðu fyrirtækisins eftir brotthvarf hans, gögn fyrirtækisins og hans næstu skref. Hann segir gögn Íslenskrar erfðagreiningar sitja hjá fólki í Vatnsmýrinni sem sé fyllilega í stakk búið til að vernda gögnin vel. Það sé frábært fólk að leiða starfsemina og ekki til betra fólk til að verja gögnin. Hann segir fyrirtækið með einhverjar upplýsingar um allflesta Íslendinga. „Þær eru misnákvæmar. Við erum með lífsýni úr 175 þúsund Íslendingum og það má segja sem svo að við séum með fullkomnastar upplýsingar um þá Íslendinga. En síðan getum við nákvæmlega eins og allir aðrir í íslensku samfélagi, við getum getið okkur til um mjög marga af hinum,“ segir kári og það sé einfaldlega því þau eru með ættfræði allrar þjóðarinnar. Hann segir gögnin alveg jafn örugg núna og áður en hann hætti sem forstjóri. Hann segir ekki hægt að taka gögnin úr landi. Íslensk erfðagreining sé vörsluaðili gagnanna og megi vinna úr þeim en það sé háð leyfi Vísindasiðanefndar og það séu takmörk fyrir því hvernig Íslensk erfðagreining megi vinna þau. Kári segir að ef til er sýni frá fólki sé það aðeins þar vegna þess að það hefur sjálft gefið upplýst samþykki og fyrirtækið svo unnið úr því. Þriðjungur ekki viss hvort ÍE sé með sýni Reykjavík síðdegis framkvæmdi könnun þar sem fólk var spurt hvort gögnin þeirra væru hjá fyrirtækinu. Þriðjungur sagðist ekki vita það. Kári segir það algjörlega á ábyrgð hvers einstaklings að vita hvort þau hafi gefið lífs'sýni eða önnur gögn. „Það er með Íslendinga eins og alla aðra, að gleymska þeirra og vitleysa er á þeirra ábyrgð en ekki annarra.“ Kári segist vera að vinna við allskonar hluti. Hann sé að skrifa en svo geti verið að hann fari að „vasast“ í vísindarannsóknum annars staðar. „Maður veit aldrei, það hafa tvö fyrirtæki út í heimi haft samband við mig síðan þetta fréttist út að ég væri hættur…Mitt svar var að þrátt fyrir æsku mína þá var ég ekkert endilega ákafur að flytjast eitthvað út í heim og ég held að ég láti mér það nægja að skrifa núna um eitthvað annað en mannerfðfræði, þó kannski í ljósi mannerfðafræði, ég veit það ekki.“ Hann segir Íslenska erfðagreiningu í höndunum á afburðafólki. Þar sé hópur vísindamanna sem sé bestur á sínu sviði. Það sem valdi honum þó áhyggjum sé að fyrirtækið glati sjálfstæði sínu gagnvart Amgen. „Ég stóð í töluverðum átökum við stjórnendur Amgen út af þessu. Ég var að reyna að halda í sjálfstæði fyrirtækisins þannig það gæti haldið áfram að vinna grundvallarrannsóknir á sviði mannerfðafræði á sem skemmtilegastan hátt. Ég var greinilega mjög harður í þeim átökum og það endaði á því að ég var búin að misbjóða stjórnendum Amgen að því marki að mér var ekki líft í húsinu lengur.“ Minni líkur á sameiningu Hann segir brottför sína mögulega minnka þrýstinginn á því að Amgen innlimi Íslenska erfðagreiningu inn í alþjóðlegu samsteypuna. „Það eina sem ég hef áhyggjur af þegar kemur að Íslenskri erfðagreiningu er sá möguleiki að Amgen gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því síðan út,“ segir klári en að líkurnar séu mögulega minni á því núna en áður en hann hætti.
Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Vistaskipti Reykjavík síðdegis Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira