Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar 7. maí 2025 15:31 Lífið færir mér ýmsar áskoranir og það væri óskandi að ég hefði stjórn á þeim öllum. Svo er víst ekki, það eina sem ég get stjórnað er ég sjálf, mín viðbrögð, mín hegðun og framkoma. Oft á tíðum hef ég einblínt á það sem aflaga fer, hvernig fólk kemur fram, hvað það segir o.s.frv. Þetta hefur ekki skilað mér miklu, nema kannski helst vanlíðan og ómögulegheitum. Þegar ég hins vegar næ að beina sjónum mínum að mér sjálfri og mínum viðbrögðum við því sem lífið hefur upp á að bjóða þá virðast hlutirnir ganga betur. Ég hef nefnilega enga stjórn á því hvað aðrir gera eða segja en ég hef fulla stjórn á því hvernig ég bregst við. Mér tekst þó ekki alltaf vel upp en ég læt mistökin ekki stoppa mig af, ég stend upp aftur og held ótrauð áfram. Það er svo merkilegt að þegar ég næ að beina athyglinni að sjálfri mér þá virðist lífið frekar vera með mér í liði, mér líður betur og ég undrast í raun hvað ég hef mikla stjórn á hlutunum. Allt snýst þetta um að velja hvað ég legg áherslu á og í hvað ég nýti krafta mína. Verum upptekin af okkar eigin hegðun, okkar eigin viðbrögðum, okkar eigin orðum. Í því felst heilmikill kraftur sem færir okkur betri líðan og hún er bráðsmitandi. 10 hlutir sem ég get haft stjórn á: Ég get valið hvernig ég bregst við áreiti. Ég get valið að nýta hæfileikana mína. Ég get valið orðin sem ég nota. Ég get valið að vera þakklát. Ég get valið hvernig ég túlka hlutina. Ég get valið hvort ég hlusta. Ég get valið að biðja um hjálp. Ég get valið að sýna öðrum virðingu. Ég get valið að róa mig niður þegar ég kemst í uppnám. Ég get valið hvernig ég kem fram við aðra. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Lífið færir mér ýmsar áskoranir og það væri óskandi að ég hefði stjórn á þeim öllum. Svo er víst ekki, það eina sem ég get stjórnað er ég sjálf, mín viðbrögð, mín hegðun og framkoma. Oft á tíðum hef ég einblínt á það sem aflaga fer, hvernig fólk kemur fram, hvað það segir o.s.frv. Þetta hefur ekki skilað mér miklu, nema kannski helst vanlíðan og ómögulegheitum. Þegar ég hins vegar næ að beina sjónum mínum að mér sjálfri og mínum viðbrögðum við því sem lífið hefur upp á að bjóða þá virðast hlutirnir ganga betur. Ég hef nefnilega enga stjórn á því hvað aðrir gera eða segja en ég hef fulla stjórn á því hvernig ég bregst við. Mér tekst þó ekki alltaf vel upp en ég læt mistökin ekki stoppa mig af, ég stend upp aftur og held ótrauð áfram. Það er svo merkilegt að þegar ég næ að beina athyglinni að sjálfri mér þá virðist lífið frekar vera með mér í liði, mér líður betur og ég undrast í raun hvað ég hef mikla stjórn á hlutunum. Allt snýst þetta um að velja hvað ég legg áherslu á og í hvað ég nýti krafta mína. Verum upptekin af okkar eigin hegðun, okkar eigin viðbrögðum, okkar eigin orðum. Í því felst heilmikill kraftur sem færir okkur betri líðan og hún er bráðsmitandi. 10 hlutir sem ég get haft stjórn á: Ég get valið hvernig ég bregst við áreiti. Ég get valið að nýta hæfileikana mína. Ég get valið orðin sem ég nota. Ég get valið að vera þakklát. Ég get valið hvernig ég túlka hlutina. Ég get valið hvort ég hlusta. Ég get valið að biðja um hjálp. Ég get valið að sýna öðrum virðingu. Ég get valið að róa mig niður þegar ég kemst í uppnám. Ég get valið hvernig ég kem fram við aðra. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar