Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2025 10:46 Mikil reiði er í Pakistan vegna árása Indverja þar í gærkvöldi. AP/Muhammad Sajjad Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. Eftir fund þjóðaröryggisráðs Pakistan í morgun var því lýst yfir að her ríkisins hefði heimild til að bregðast við þessum árásum og hefna fyrir brot Indverja gegn fullveldi Pakistan. Ekki var sagt hvenær von væri á þessum viðbrögðum að öðru leyti en að þau yrðu framkvæmd þegar hentaði. Þjóðaröryggisráðið sagði eftir fundinn að Indverjar hefðu kveikt bál á svæðinu og þeir bæru einir ábyrgð á afleiðingunum. Fundurinn í morgun var haldinn í kjölfar þess að Indverjar skutu 24 eldflaugum að skotmörkum í Kasmír-héraði, þeim hluta sem stjórnað er af Pakistan, og annars staðar í Pakistan en ráðamenn í Indlandi segja árásirnar hafa verið fyrirbyggjandi þar sem þeir hafi fengið upplýsingar um yfirvofandi árásir vígamanna. Indverjar segja árásirnar hafa beinst að búðum hryðjuverkamanna tveggja hópa sem kallast Lashkar-e-Taiba og Jaish-e-Mohammed. Sjö búðir eiga að hafa verið undir stjórn LeT og tvær undir stjórn JeM. Báðir hóparnir berjast gegn stjórn Indverja á Kasmír-héraði og hafa staðið að fjölmörgum hryðjuverkaárásum í gegnum árin. Loftárásirnar í gærkvöldi voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn LeT 26 myrtu indverska ferðamenn Indlands-megin í Kasmírhéraði en Indverjar hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að styðja við umrædda hryðjuverkahópa og aðra. Árásirnar stóðu yfir í um 25 mínútur og beindust að níu skotmörkum, samkvæmt Indverjum. Pakistanar segjast hafa skotið niður fimm herþotur Indverja. Í kjölfarið svöruðu Pakistanar með stórskotaliðsárásum, sem Indverjar svöruðu svo einnig og eru óbreyttir borgarar sagðir hafa fallið í þessari skothríð þvers og kruss yfir landamærin. Vitað er til þess að að minnsta kosti þrjár þotur hröpuðu Indlandsmegin við landamæri ríkjanna. Yfirlýsing, sem ku vera frá leiðtoga JeM sem heitir Masood Azhar, var birt í morgun. Þar segist hann hafa misst tíu fjölskyldumeðlimi í árásum Indverja og þar á meðal systur sína, mág, og frændur og frænkur. Azhar heitir hefndum gegn Indverjum. Reuters segir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vinna í því að skoða þá staði sem árásir voru gerðar á í gærkvöldi. Pakistanar segja allavega eina mosku hafa orðið fyrir eldflaug. Pakistanskur þingmaður hefur kallað eftir því að eldflaugum verði í staðinn skotið að indverskum stíflum eða bænahúsum. Hann segir 24 eldflaugum hafa verið skotið að Pakistan og því eigi að svara með því að skjóta 48 eldflaugum að Indlandi. یا تو انڈیا کے ڈیموں پر حملہ کیا جائے یا پھر جس طرح ہماری مساجد گرائی گئی ہیں انڈیا کے دو تین مندر گرائے جائیں 24 میزائل پاکستان پر چلے ہیں 48 میزائل انڈیا پر چلائے جائیں ۔صاحبزادہ حامد رضا pic.twitter.com/aAnb1qKM2D— Farid Malik (@FaridMalikPK) May 7, 2025 Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Tvö af þessum stríðum hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Frá 2019 hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum og telja sérfræðingar að beggja vegna við landamærin telji ráðamenn sig í betri stöðu en þeir væru síðast þegar til átaka kom. Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Eftir fund þjóðaröryggisráðs Pakistan í morgun var því lýst yfir að her ríkisins hefði heimild til að bregðast við þessum árásum og hefna fyrir brot Indverja gegn fullveldi Pakistan. Ekki var sagt hvenær von væri á þessum viðbrögðum að öðru leyti en að þau yrðu framkvæmd þegar hentaði. Þjóðaröryggisráðið sagði eftir fundinn að Indverjar hefðu kveikt bál á svæðinu og þeir bæru einir ábyrgð á afleiðingunum. Fundurinn í morgun var haldinn í kjölfar þess að Indverjar skutu 24 eldflaugum að skotmörkum í Kasmír-héraði, þeim hluta sem stjórnað er af Pakistan, og annars staðar í Pakistan en ráðamenn í Indlandi segja árásirnar hafa verið fyrirbyggjandi þar sem þeir hafi fengið upplýsingar um yfirvofandi árásir vígamanna. Indverjar segja árásirnar hafa beinst að búðum hryðjuverkamanna tveggja hópa sem kallast Lashkar-e-Taiba og Jaish-e-Mohammed. Sjö búðir eiga að hafa verið undir stjórn LeT og tvær undir stjórn JeM. Báðir hóparnir berjast gegn stjórn Indverja á Kasmír-héraði og hafa staðið að fjölmörgum hryðjuverkaárásum í gegnum árin. Loftárásirnar í gærkvöldi voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn LeT 26 myrtu indverska ferðamenn Indlands-megin í Kasmírhéraði en Indverjar hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að styðja við umrædda hryðjuverkahópa og aðra. Árásirnar stóðu yfir í um 25 mínútur og beindust að níu skotmörkum, samkvæmt Indverjum. Pakistanar segjast hafa skotið niður fimm herþotur Indverja. Í kjölfarið svöruðu Pakistanar með stórskotaliðsárásum, sem Indverjar svöruðu svo einnig og eru óbreyttir borgarar sagðir hafa fallið í þessari skothríð þvers og kruss yfir landamærin. Vitað er til þess að að minnsta kosti þrjár þotur hröpuðu Indlandsmegin við landamæri ríkjanna. Yfirlýsing, sem ku vera frá leiðtoga JeM sem heitir Masood Azhar, var birt í morgun. Þar segist hann hafa misst tíu fjölskyldumeðlimi í árásum Indverja og þar á meðal systur sína, mág, og frændur og frænkur. Azhar heitir hefndum gegn Indverjum. Reuters segir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vinna í því að skoða þá staði sem árásir voru gerðar á í gærkvöldi. Pakistanar segja allavega eina mosku hafa orðið fyrir eldflaug. Pakistanskur þingmaður hefur kallað eftir því að eldflaugum verði í staðinn skotið að indverskum stíflum eða bænahúsum. Hann segir 24 eldflaugum hafa verið skotið að Pakistan og því eigi að svara með því að skjóta 48 eldflaugum að Indlandi. یا تو انڈیا کے ڈیموں پر حملہ کیا جائے یا پھر جس طرح ہماری مساجد گرائی گئی ہیں انڈیا کے دو تین مندر گرائے جائیں 24 میزائل پاکستان پر چلے ہیں 48 میزائل انڈیا پر چلائے جائیں ۔صاحبزادہ حامد رضا pic.twitter.com/aAnb1qKM2D— Farid Malik (@FaridMalikPK) May 7, 2025 Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Tvö af þessum stríðum hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Frá 2019 hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum og telja sérfræðingar að beggja vegna við landamærin telji ráðamenn sig í betri stöðu en þeir væru síðast þegar til átaka kom.
Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent