Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Samúel Karl Ólason, Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 7. maí 2025 08:53 Nýr páfi, Leó XIV, heitir Robert Francis Prevost að skírnarnafni og er frá Chicago í Bandaríkjunum. AP Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. Prevost er 69 ára gamall, fæddur í Chicago 14. september 1955 og er fyrsti bandaríski páfi kaþólsku kirkjunnar. Valið tók ekki langan tíma, tókst á öðrum degi páfakjörs eftir annað hvort fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur. Til þess að verða páfi þurfti kardináli að tryggja sér stuðning tveggja af hverjum þremur kardinálum með atkvæðisrétt, eða 89 atkvæði. Í heildina eru kardinálar 252 talsins. Af þeim 133 sem höfðu atkvæðarétt í Páfakjörinu voru 108 skipaðir af Frans, svo þetta var fyrsta páfakjör þeirra. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Páfagarði þar sem fylgst verður með athöfnum dagins. Lengsta páfakjör sögunnar hófst í nóvember 1268. Það stóð yfir í tæp þrjú ár og lauk ekki fyrr en í september 1271. Þá var nýr páfi ekki valinn fyrr en íbúar Viterbo, þar sem páfakjörið fór fram, höfðu rifið þakið af byggingunni þar sem kardinálarnir héldu til og komu í veg fyrir að þeir fengu meiri mat en brauð og vatn einu sinni á dag. Á síðustu öldum stóð stysta páfakjörið yfir í einungis nokkrar klukkustundir en það var þegar Júlíus annar var kjörinn páfi árið 1503. Séu allra nýjustu páfarnir skoðaðir var Frans páfi kjörinn árið 2013 í fimmtu atkvæðagreiðslunni. Benedikt var kjörinn í þeirri fjórðu árið 2005. Páfakjör Jóhannes páfa árið 1978 stóð yfir í þrjá daga. Hann var kjörinn í áttundu atkvæðagreiðslunni. Hér að ofan má sjá útsendingu af reykháfinum fræga þegar hvíti reykurinn sást fyrst. Hér fyrir neðan má síðan fylgjast með páfakjörsvaktinni sem verður uppfærð í kringum atvkæðagreiðslu kardínálanna:
Prevost er 69 ára gamall, fæddur í Chicago 14. september 1955 og er fyrsti bandaríski páfi kaþólsku kirkjunnar. Valið tók ekki langan tíma, tókst á öðrum degi páfakjörs eftir annað hvort fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur. Til þess að verða páfi þurfti kardináli að tryggja sér stuðning tveggja af hverjum þremur kardinálum með atkvæðisrétt, eða 89 atkvæði. Í heildina eru kardinálar 252 talsins. Af þeim 133 sem höfðu atkvæðarétt í Páfakjörinu voru 108 skipaðir af Frans, svo þetta var fyrsta páfakjör þeirra. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Páfagarði þar sem fylgst verður með athöfnum dagins. Lengsta páfakjör sögunnar hófst í nóvember 1268. Það stóð yfir í tæp þrjú ár og lauk ekki fyrr en í september 1271. Þá var nýr páfi ekki valinn fyrr en íbúar Viterbo, þar sem páfakjörið fór fram, höfðu rifið þakið af byggingunni þar sem kardinálarnir héldu til og komu í veg fyrir að þeir fengu meiri mat en brauð og vatn einu sinni á dag. Á síðustu öldum stóð stysta páfakjörið yfir í einungis nokkrar klukkustundir en það var þegar Júlíus annar var kjörinn páfi árið 1503. Séu allra nýjustu páfarnir skoðaðir var Frans páfi kjörinn árið 2013 í fimmtu atkvæðagreiðslunni. Benedikt var kjörinn í þeirri fjórðu árið 2005. Páfakjör Jóhannes páfa árið 1978 stóð yfir í þrjá daga. Hann var kjörinn í áttundu atkvæðagreiðslunni. Hér að ofan má sjá útsendingu af reykháfinum fræga þegar hvíti reykurinn sást fyrst. Hér fyrir neðan má síðan fylgjast með páfakjörsvaktinni sem verður uppfærð í kringum atvkæðagreiðslu kardínálanna:
Páfagarður Páfakjör 2025 Andlát Frans páfa Leó fjórtándi páfi Tengdar fréttir Kardinálarnir læstir inni á morgun Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn. 6. maí 2025 11:35 Birti mynd af sér í páfaskrúða Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega. 3. maí 2025 09:35 Gröf Frans páfa opin gestum Frá og með deginum í dag geta gestir barið gröf Frans páfa í Maríukirkju í Róm augum. Páfinn var borinn til hinstu hvílu í gær. 27. apríl 2025 11:16 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðuneytið rannsakar tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Kardinálarnir læstir inni á morgun Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn. 6. maí 2025 11:35
Birti mynd af sér í páfaskrúða Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega. 3. maí 2025 09:35
Gröf Frans páfa opin gestum Frá og með deginum í dag geta gestir barið gröf Frans páfa í Maríukirkju í Róm augum. Páfinn var borinn til hinstu hvílu í gær. 27. apríl 2025 11:16