Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar 6. maí 2025 21:31 Inngangur Sjávarútvegur hefur um aldir verið burðarás í íslensku efnahagslífi og samfélagi. Hann hefur skilað gríðarlegum verðmætum inn í þjóðarbúið og skapað fjölda starfa, bæði beint og óbeint, víðs vegar um landið. Þannig hefur myndast keðjuverkun – margföldunaráhrif – þar sem vöxtur og velgengni í sjávarútvegi hefur smitað út frá sér til annarra atvinnugreina og samfélagshluta. Í gegnum árin hafa fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi, bæði stór og smá, byggst upp, þróast og stutt við samfélögin í kringum sig. Þetta hefur gert mörgum kleift að skapa sér og sínum betri framtíð og tryggari lífsskilyrði. Því er mikilvægt að við sem þjóð tökum ekki slíkt framlag sem sjálfsagt, heldur kunnum að meta það sem vel hefur gengið. Frá niðursveiflu til nýsköpunar Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að finna tímabil þar sem sjávarútvegur var rekin með miklum tapi. Útgerðin var nánast á núlli – í besta falli. Á þeim tíma þurfti ríkið oft að greiða með greininni, meðal annars í formi styrkja og stuðningsaðgerða. Hagnaður var ekki talinn æskilegur, og útgerð var jafnvel fordæmd ef hún sýndi jákvæða afkomu. En nú er öldin önnur. Eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi hafa loksins getað ráðist í endurskipulagningu og uppbyggingu, fjárfest í nýjum skipum, tækni og nýsköpun. Þetta hefur fært greininni aukna sjálfbærni og virðingu á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð í heiminum í dag með vinnslubúnað og tækni sem þróuð er og framleidd á Íslandi. Starfsfólk sjávarútvegsins og fjölskyldur þeirra eru hjartað í þessari starfsemi, og velferð þeirra ræðst af árangri fyrirtækjanna. Ábyrgð og neikvæð umræða Það er ekki öllum gefið að standa í atvinnurekstri – að axla ábyrgð á rekstri, fjárfestingum og lífsviðurværi fjölda annarra. Það krefst hugrekkis, þekkingar og staðfestu. Því ber að virða þá sem leggja sig fram við að skapa atvinnutækifæri og byggja upp verðmæti fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir þetta hefur umræðan um sjávarútveg á Íslandi lengi verið lituð af tortryggni og jafnvel hatri. Í meira en þrjátíu ár hafa einstaklingar í greininni mátt þola uppnefni á borð við „sægreifar“, „glæpamenn“ og „ræningjar“. Slík orðræða, sem kemur bæði úr röðum stjórnmálamanna og almennings, hefur staðið yfir linnulaust í rúm 30 ár og er afar ósanngjörn. Þetta hefur haft djúpstæð áhrif á ímynd greinarinnar og jafnvel á líf þeirra sem í henni starfa. Alþingismenn setja reglurnar sem fyrirtæki í atvinnurekstri ber að fara eftir og þannig er það með kvótakerfið. Niðurstaða Við verðum að spyrja okkur: Hverjar eru afleiðingarnar ef við áfram vanmetum, fyrirlíum og tölum niður þá sem skapa verðmæti? Er skynsamlegt að ýta atvinnugreinum sem skila arði úr landi með neikvæðri umræðu og fjandskap? Nú á að drepa niður sjávarútveginn með ofurskattheimtu, viðbótarskatti og það virðist hlakka í sumum þingmönnum og maður spyr sig hvert þessir þingmenn séu yfirhöfuð færir um að axla ábyrgð á sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stað þess að tortryggja árangur ættum við að hvetja til ábyrgðar, umbóta og uppbyggingar – því á endanum nýtur samfélagið allt góðs af öflugum og heilbrigðum sjávarútvegi. Höfundur er áhugasamur um sjávarútveg á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Inngangur Sjávarútvegur hefur um aldir verið burðarás í íslensku efnahagslífi og samfélagi. Hann hefur skilað gríðarlegum verðmætum inn í þjóðarbúið og skapað fjölda starfa, bæði beint og óbeint, víðs vegar um landið. Þannig hefur myndast keðjuverkun – margföldunaráhrif – þar sem vöxtur og velgengni í sjávarútvegi hefur smitað út frá sér til annarra atvinnugreina og samfélagshluta. Í gegnum árin hafa fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi, bæði stór og smá, byggst upp, þróast og stutt við samfélögin í kringum sig. Þetta hefur gert mörgum kleift að skapa sér og sínum betri framtíð og tryggari lífsskilyrði. Því er mikilvægt að við sem þjóð tökum ekki slíkt framlag sem sjálfsagt, heldur kunnum að meta það sem vel hefur gengið. Frá niðursveiflu til nýsköpunar Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að finna tímabil þar sem sjávarútvegur var rekin með miklum tapi. Útgerðin var nánast á núlli – í besta falli. Á þeim tíma þurfti ríkið oft að greiða með greininni, meðal annars í formi styrkja og stuðningsaðgerða. Hagnaður var ekki talinn æskilegur, og útgerð var jafnvel fordæmd ef hún sýndi jákvæða afkomu. En nú er öldin önnur. Eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi hafa loksins getað ráðist í endurskipulagningu og uppbyggingu, fjárfest í nýjum skipum, tækni og nýsköpun. Þetta hefur fært greininni aukna sjálfbærni og virðingu á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð í heiminum í dag með vinnslubúnað og tækni sem þróuð er og framleidd á Íslandi. Starfsfólk sjávarútvegsins og fjölskyldur þeirra eru hjartað í þessari starfsemi, og velferð þeirra ræðst af árangri fyrirtækjanna. Ábyrgð og neikvæð umræða Það er ekki öllum gefið að standa í atvinnurekstri – að axla ábyrgð á rekstri, fjárfestingum og lífsviðurværi fjölda annarra. Það krefst hugrekkis, þekkingar og staðfestu. Því ber að virða þá sem leggja sig fram við að skapa atvinnutækifæri og byggja upp verðmæti fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir þetta hefur umræðan um sjávarútveg á Íslandi lengi verið lituð af tortryggni og jafnvel hatri. Í meira en þrjátíu ár hafa einstaklingar í greininni mátt þola uppnefni á borð við „sægreifar“, „glæpamenn“ og „ræningjar“. Slík orðræða, sem kemur bæði úr röðum stjórnmálamanna og almennings, hefur staðið yfir linnulaust í rúm 30 ár og er afar ósanngjörn. Þetta hefur haft djúpstæð áhrif á ímynd greinarinnar og jafnvel á líf þeirra sem í henni starfa. Alþingismenn setja reglurnar sem fyrirtæki í atvinnurekstri ber að fara eftir og þannig er það með kvótakerfið. Niðurstaða Við verðum að spyrja okkur: Hverjar eru afleiðingarnar ef við áfram vanmetum, fyrirlíum og tölum niður þá sem skapa verðmæti? Er skynsamlegt að ýta atvinnugreinum sem skila arði úr landi með neikvæðri umræðu og fjandskap? Nú á að drepa niður sjávarútveginn með ofurskattheimtu, viðbótarskatti og það virðist hlakka í sumum þingmönnum og maður spyr sig hvert þessir þingmenn séu yfirhöfuð færir um að axla ábyrgð á sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stað þess að tortryggja árangur ættum við að hvetja til ábyrgðar, umbóta og uppbyggingar – því á endanum nýtur samfélagið allt góðs af öflugum og heilbrigðum sjávarútvegi. Höfundur er áhugasamur um sjávarútveg á Íslandi
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun