Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2025 16:30 Bryndís setur spurningamerki við ohf. fyrirkomulagið. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gríðarlegt áhyggjuefni hve miklum fjármunum ríkisfyrirtækið ÁTVR hafi varið í málaferli til að verja ákvarðanir sem hafi verið dæmdar ólögmætar. ÁTVR hefur varið hátt í 15 milljónum í kostnað vegna tveggja slíkra mála síðan 2023. Þá segir þingmaðurinn löngu tímabært að ræða ábyrgð ríkisstofnanna og stöðu ríkisfyrirtækja og spyrja hvort ohf. formið sé í raun heppilegt yfir höfuð. Á Alþingi í dag vakti Bryndís athygli á svörum sem fengust frá fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar í síðustu viku þar sem fram kemur að ÁTVR hafi ekki tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er kominn vel yfir fjórtán milljónir króna, eða hátt í 14,8 milljónir samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn Bryndísar. „Í ljós kemur að ríkið hefur greitt margar milljónir í málskostnað, 4 milljónir í einu máli, 3,5 milljónir í öðru, auk dýrrar lögfræðiaðstoðar. Og fyrir hvað? Fyrir að verja ákvarðanir sem hafa verið dæmdar ólögmætar. Það sem er þó alvarlegra en fjárhagslegur kostnaður er að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við niðurstöðu dómstóla. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi fellt úr gildi synjun stofnunarinnar á vörum tiltekins innflytjenda heldur ÁTVR áfram að neita að taka vörurnar til sölu. Þetta er forkastanlegt. Við búum í réttarríki og stofnanir ríkisins eiga ekki að velja sér hvaða dóma þeir virða,“ sagði Bryndís um málið á Alþingi í dag. ohf. fyrirkomulagið sé mögulega vandamálið Dóma Hæstaréttar beri ekki að líta á sem tillögur, heldur bindandi úrskurði sem hverri ríkisstofnun beri að virða og Bryndís spyr hver beri ábyrgð. „Ráðuneytið virðist þvo hendur sínar af málinu. En ef ekki ráðherra, hver þá? Er það virkilega þannig að ríkisstofnun geti farið sínu fram í trássi við lög og dóma og án þess að nokkur axli ábyrgð?“ spyr Bryndís. Hún velti því fyrir sér hvort um kerfisbundið vandamál sé að ræða og hvort einokunarstaða ÁTVR skapi það sem Bryndís kallar „ábyrgðarlausa menningu“ eða hvort ohf. ríkisfyrirtækjafyrirkomulagið sé vandamálið. „Er það ohf. fyrirkomulagið sem gerir það að verkum að stofnanir telja sig ekki svara neinum nema sjálfum sér. Það er löngu tími kominn tími til að við ræðum ábyrgð ríkisstofnanna, stöðu ríkisfyrirtækja og hvort ohf. formið, sem virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi, sé í raun heppilegt form fyrir fyrirtæki sem hefur einokun á markaði. Við eigum ekki að líða að ríkisstofnanir standi fyrir utan réttarríkið og við eigum ekki að sætta okkur við að skýr niðurstaða Hæstaréttar sé hunsuð,“ sagði Bryndís ennfremur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi Verslun Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Á Alþingi í dag vakti Bryndís athygli á svörum sem fengust frá fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar í síðustu viku þar sem fram kemur að ÁTVR hafi ekki tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er kominn vel yfir fjórtán milljónir króna, eða hátt í 14,8 milljónir samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn Bryndísar. „Í ljós kemur að ríkið hefur greitt margar milljónir í málskostnað, 4 milljónir í einu máli, 3,5 milljónir í öðru, auk dýrrar lögfræðiaðstoðar. Og fyrir hvað? Fyrir að verja ákvarðanir sem hafa verið dæmdar ólögmætar. Það sem er þó alvarlegra en fjárhagslegur kostnaður er að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við niðurstöðu dómstóla. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi fellt úr gildi synjun stofnunarinnar á vörum tiltekins innflytjenda heldur ÁTVR áfram að neita að taka vörurnar til sölu. Þetta er forkastanlegt. Við búum í réttarríki og stofnanir ríkisins eiga ekki að velja sér hvaða dóma þeir virða,“ sagði Bryndís um málið á Alþingi í dag. ohf. fyrirkomulagið sé mögulega vandamálið Dóma Hæstaréttar beri ekki að líta á sem tillögur, heldur bindandi úrskurði sem hverri ríkisstofnun beri að virða og Bryndís spyr hver beri ábyrgð. „Ráðuneytið virðist þvo hendur sínar af málinu. En ef ekki ráðherra, hver þá? Er það virkilega þannig að ríkisstofnun geti farið sínu fram í trássi við lög og dóma og án þess að nokkur axli ábyrgð?“ spyr Bryndís. Hún velti því fyrir sér hvort um kerfisbundið vandamál sé að ræða og hvort einokunarstaða ÁTVR skapi það sem Bryndís kallar „ábyrgðarlausa menningu“ eða hvort ohf. ríkisfyrirtækjafyrirkomulagið sé vandamálið. „Er það ohf. fyrirkomulagið sem gerir það að verkum að stofnanir telja sig ekki svara neinum nema sjálfum sér. Það er löngu tími kominn tími til að við ræðum ábyrgð ríkisstofnanna, stöðu ríkisfyrirtækja og hvort ohf. formið, sem virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi, sé í raun heppilegt form fyrir fyrirtæki sem hefur einokun á markaði. Við eigum ekki að líða að ríkisstofnanir standi fyrir utan réttarríkið og við eigum ekki að sætta okkur við að skýr niðurstaða Hæstaréttar sé hunsuð,“ sagði Bryndís ennfremur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi Verslun Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira