Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar 6. maí 2025 15:02 Ég skrifaði þetta 20. nóv í hittifyrra og birti á vef Sósíalista og gæti nú sagt hvað sagði ég ekki en ástandið er of hrikalegt til þess.„Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt.“ Ég hef enga trú á að Ísraelar samþykki vopnahlé, opni landamærin í nokkra daga og leyfi flutninga á vörum og hjálpargögnum inn á Gaza. Þeir finna aðferðir til að sigla viðræðunum í strand. Það er örstutt í að farsóttir brjótist út og illa nærðir Gazabúar hrynji niður eins og flugur, miklu miklu fleiri en falla nú fyrir sprengjum, skothríð og hungri. Nakba 2 er á fullri ferð og aðferðirnar eru þær sömu og í hinni fyrri. Þó að vopnin sem Palestínumenn hafa nú séu betri en í Nakba 1 þá eru yfirburðir vopna Ísraela nú margfalt meiri en þá. Nakba 1 átti sér stað í tómarúminu milli samþykktar Sþ í nóv. 1947 og sjálfstæðisyfirlýsingar Ísraela 14. maí 1948. Bretar voru á förum – stjórnsýsla þeirra máttlaus – öflug og vel skipuleg hryðjuverkasamtök Zionistanna eins og Irgun og Hagana léku sér að illa vopnuðu palestínsku alþýðufólki. Oftast er þessu lýst sem stríði milli jafnvígra bardagahópa en það er hrein blekking. Það voru að vísu til vel vopnaðir hópar Palestínumanna en þeir voru ekki fjölmennir, aðallega vegna skorts á vopnum, en þessum hópum var ögrað til árása og frömdu sannarlega nokkur óhæfuverk sem gaf Zionistunum átyllu til hefnda og hefndin var eins og núna í engu samræmi við tilefnið enda tilgangurinn allt annar en hefnd – tilgangurinn var að hreinsa landið af íbúunum – hljómar þetta ekki kunnuglega? Palestínumenn voru hundruðum þúsundum saman hraktir brott frá 450 - 500 bæjum og þorpum með hryðjuverkum af vel þjálfuðum stríðsmönnum með nýjustu stríðstækni, margir beint úr úrvalsherdeildum heimstyrjaldarinnar. Eldvörpur framleiddar af hryðjuverkasveitunum sjálfum voru aðalvopnið og gegn þeim dugðu gamlir framhlaðningar og bjúgsverð skammt. Önnur aðferð var að drepa 10 manns, helst börn, á aðaltorgi bæjanna og ef það dugði ekki þá 10 til og svo 10 til viðbótar uns fólkið flýði - og þá var búið að loka öllum leiðum nema einni - þetta var skipulögð þjóðernishreinsun og þegar Arabaherirnir birtast er málið löngu afgreitt og þeir illa skipulagðir og forysturíkin Jórdanía og Sýrland breskir leppar með eigingjörn og makráð markmið. Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt. BNA og ESB hafa á þessu enga stjórn - það er fjármagnið sem ríkir og það er siðblint. Það er misskilningur að BNA ráði Ísrael eða að Ísrael ráði BNA, bæði ríkin eru í höndum sama fjármagns og það ræður sér sjálft. Jakkalakkarnir sem skjótast um ganga valdsins eru vel tamdir þrælar, blindir eins glóandi gullið sjálft. Höfundur er markaðsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sverrir Agnarsson Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði þetta 20. nóv í hittifyrra og birti á vef Sósíalista og gæti nú sagt hvað sagði ég ekki en ástandið er of hrikalegt til þess.„Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt.“ Ég hef enga trú á að Ísraelar samþykki vopnahlé, opni landamærin í nokkra daga og leyfi flutninga á vörum og hjálpargögnum inn á Gaza. Þeir finna aðferðir til að sigla viðræðunum í strand. Það er örstutt í að farsóttir brjótist út og illa nærðir Gazabúar hrynji niður eins og flugur, miklu miklu fleiri en falla nú fyrir sprengjum, skothríð og hungri. Nakba 2 er á fullri ferð og aðferðirnar eru þær sömu og í hinni fyrri. Þó að vopnin sem Palestínumenn hafa nú séu betri en í Nakba 1 þá eru yfirburðir vopna Ísraela nú margfalt meiri en þá. Nakba 1 átti sér stað í tómarúminu milli samþykktar Sþ í nóv. 1947 og sjálfstæðisyfirlýsingar Ísraela 14. maí 1948. Bretar voru á förum – stjórnsýsla þeirra máttlaus – öflug og vel skipuleg hryðjuverkasamtök Zionistanna eins og Irgun og Hagana léku sér að illa vopnuðu palestínsku alþýðufólki. Oftast er þessu lýst sem stríði milli jafnvígra bardagahópa en það er hrein blekking. Það voru að vísu til vel vopnaðir hópar Palestínumanna en þeir voru ekki fjölmennir, aðallega vegna skorts á vopnum, en þessum hópum var ögrað til árása og frömdu sannarlega nokkur óhæfuverk sem gaf Zionistunum átyllu til hefnda og hefndin var eins og núna í engu samræmi við tilefnið enda tilgangurinn allt annar en hefnd – tilgangurinn var að hreinsa landið af íbúunum – hljómar þetta ekki kunnuglega? Palestínumenn voru hundruðum þúsundum saman hraktir brott frá 450 - 500 bæjum og þorpum með hryðjuverkum af vel þjálfuðum stríðsmönnum með nýjustu stríðstækni, margir beint úr úrvalsherdeildum heimstyrjaldarinnar. Eldvörpur framleiddar af hryðjuverkasveitunum sjálfum voru aðalvopnið og gegn þeim dugðu gamlir framhlaðningar og bjúgsverð skammt. Önnur aðferð var að drepa 10 manns, helst börn, á aðaltorgi bæjanna og ef það dugði ekki þá 10 til og svo 10 til viðbótar uns fólkið flýði - og þá var búið að loka öllum leiðum nema einni - þetta var skipulögð þjóðernishreinsun og þegar Arabaherirnir birtast er málið löngu afgreitt og þeir illa skipulagðir og forysturíkin Jórdanía og Sýrland breskir leppar með eigingjörn og makráð markmið. Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt. BNA og ESB hafa á þessu enga stjórn - það er fjármagnið sem ríkir og það er siðblint. Það er misskilningur að BNA ráði Ísrael eða að Ísrael ráði BNA, bæði ríkin eru í höndum sama fjármagns og það ræður sér sjálft. Jakkalakkarnir sem skjótast um ganga valdsins eru vel tamdir þrælar, blindir eins glóandi gullið sjálft. Höfundur er markaðsráðgjafi.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun