„Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2025 10:02 Hlynur Bæringsson var Just wingin' it maður leiksins í Garðabæ í gær og viðurkenndi að hann þekkti kjúklingavængjastaðinn ansi vel. Stöð 2 Sport „Ég er í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik,“ sagði Hlynur Bæringsson, gamli landsliðsfyrirliðinn sem enn lætur til sín taka á körfuboltavellinum og er kominn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Hlynur mætti í settið til sérfræðinganna í Bónus Körfuboltakvöldi strax eftir sigur Stjörnunnar í oddaleik gegn Grindavík í gær og fór vel yfir málin eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hlynur Bærings í setti eftir sigur í oddaleik Hlynur átti svo sannarlega sinn þátt í sigrinum í gær en hver var lykillinn að því? „Ég reyndi að sofa eins mikið og ég mögulega gat,“ sagði Hlynur léttur. „Ég var bara eins og björn. Ég bæði svaf út og lagði mig sem gerist aldrei hjá mér. Ég reyndi bara að hvíla mig sem allra mest og svo hugsa um leikinn, hvað ég gæti gert til að hjálpa liðinu mínu,“ sagði Hlynur og bætti við: „Ég er í þeirri stöðu núna að þetta hefði auðvitað getað verið síðasti leikurinn minn. Mig langaði að standa mig fyrir liðið mitt og mæta svolítið léttur til leiks, tilbúinn að keppa og gleyma mér,“ sagði Hlynur. Horfði upp í stúku og fylltist þakklæti Pavel Ermolinskij, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum en er þó fimm árum yngri en Hlynur, vildi vita hvernig tilfinningin væri að hafa haft svona mikil áhrif á oddaleik í undanúrslitum, fyrir mann sem verður 43 ára í sumar. „Þetta var alveg ólýsanlegt. Ég er ofboðslega meðvitaður um það að ég eigi ekki marga svona leiki eftir,“ sagði Hlynur og hélt áfram: „Ég horfði upp í stúku fyrir leik, bæði Grindavíkur- og Stjörnumegin… þetta hljómar kannski skringilega en ég var í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik. Það er ekki þannig á þessum aldri að líkaminn sé alltaf bara „on it“ þegar þig langar að keppa og geta hjálpað. Ég var bara þakklátur fyrir það.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Hlynur mætti í settið til sérfræðinganna í Bónus Körfuboltakvöldi strax eftir sigur Stjörnunnar í oddaleik gegn Grindavík í gær og fór vel yfir málin eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hlynur Bærings í setti eftir sigur í oddaleik Hlynur átti svo sannarlega sinn þátt í sigrinum í gær en hver var lykillinn að því? „Ég reyndi að sofa eins mikið og ég mögulega gat,“ sagði Hlynur léttur. „Ég var bara eins og björn. Ég bæði svaf út og lagði mig sem gerist aldrei hjá mér. Ég reyndi bara að hvíla mig sem allra mest og svo hugsa um leikinn, hvað ég gæti gert til að hjálpa liðinu mínu,“ sagði Hlynur og bætti við: „Ég er í þeirri stöðu núna að þetta hefði auðvitað getað verið síðasti leikurinn minn. Mig langaði að standa mig fyrir liðið mitt og mæta svolítið léttur til leiks, tilbúinn að keppa og gleyma mér,“ sagði Hlynur. Horfði upp í stúku og fylltist þakklæti Pavel Ermolinskij, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum en er þó fimm árum yngri en Hlynur, vildi vita hvernig tilfinningin væri að hafa haft svona mikil áhrif á oddaleik í undanúrslitum, fyrir mann sem verður 43 ára í sumar. „Þetta var alveg ólýsanlegt. Ég er ofboðslega meðvitaður um það að ég eigi ekki marga svona leiki eftir,“ sagði Hlynur og hélt áfram: „Ég horfði upp í stúku fyrir leik, bæði Grindavíkur- og Stjörnumegin… þetta hljómar kannski skringilega en ég var í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik. Það er ekki þannig á þessum aldri að líkaminn sé alltaf bara „on it“ þegar þig langar að keppa og geta hjálpað. Ég var bara þakklátur fyrir það.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira