Íslenski boltinn

Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn

Sindri Sverrisson skrifar
Kristján Flóki Finnbogason fagnar seinna marki sínu gegn Val í gærkvöld.
Kristján Flóki Finnbogason fagnar seinna marki sínu gegn Val í gærkvöld. Stöð 2 Sport

FH vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta í gær, 3-0, og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Val sem er því í neðri hlutanum. ÍA vann KA einnig 3-0 og Vestri kom sér aftur á toppinn með 2-0 sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.

Kristján Flóki Finnbogason sá til þess að FH næði í sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar hann skoraði tvö fyrstu mörkin í 3-0 sigri gegn Val í Kaplakrika í gærkvöld. Í fyrra markinu fór boltinn reyndar af varnarmanni, eftir fast skot Flóka. Hann var svo vel vakandi þegar hann fylgdi á eftir stangarskoti Björns Daníels Sverrissonar á 31. mínútu. 

Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir skoraði svo varamðurinn Dagur Traustason úr þröngu færi og innsiglaði sigurinn.

Skagamenn fögnuðu sigri í fyrsta leiknum á grasi á Akranesi þetta sumarið, þegar þeir lögðu KA að velli, 3-0.

Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði strax á 2. mínútu með bylmingsskoti og Viktor Jónsson opnaði markareikning sinn á 18. mínútu eftir frábæra sendingu frá Alberti Hafsteinssyni.

Það var svo komið fram í uppbótartíma þegar Viktor bætti við sínu öðru marki og hann er því kominn aftur af stað eftir að hafa skorað átján mörk í deildinni í fyrra.

Vestramenn eru efstir í deildinni, að minnsta kosti fram að leikjunum í kvöld, eftir 2-0 sigurinn gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.

Oliver Heiðarsson og Guy Smit lenti saman eftir hálftíma leik og uppskáru þeir gult spjald hvor.

Vestri komst svo yfir í lok fyrri hálfleiks þegar Morten Hansen átti fyrirgjöf og Vladimir Tufegdzic skoraði með skalla. Í lok leiksins skoraði svo Gunnar Jónas Hauksson eftir sendingu frá Daða Berg Jónssyni, eftir mistök heimamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×