Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar 5. maí 2025 12:01 Óskar er drengur frá Kólumbíu, sem samkvæmt íslenskum lögum telst vera barn, þar sem hann hefur ekki náð 18 ára aldri. Það á samt að senda hann einan aftur til Kólumbíu, þar sem ekkert bíður hans! Þetta er hreint ofbeldi gagnvart barninu, að það geti átt von á því hvenær sem er að vera handtekið eins og glæpamaður og fluttur út í óöryggið. Stöðvið þetta ofbeldi! Veitum honum í staðinn öryggi í faðmi fjölskyldu sem vill taka hann að sér. Það þarf ekki einu sinni að borga krónu! Íslensk stjórnvöld hafa undirritað Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir: ''Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafastofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.'' Ég bara spyr: '' Þarf Útlendingastofnun ekki að framfylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? '' Af hverju í ósköpunum má þessi elsku drengur, Óskar, ekki vera hér á landi? Það er yndisleg fjölskylda sem hefur tekið ástfóstri við hann og er tilbúin að taka hann að sér. Hún hefur sýnt það í verki. Óskar var sóttur til Kólumbíu, þar sem hann var skilinn eftir af íslenskum stjórnvöldum, með ofbeldisfullum föður sínum sem skildi hann eftir einan strax á flugvellinum. Það getur ekki hafa verið það besta fyrir barnið, hann Óskar! Hvað ég er þakklát fyrir að fósturfaðir Óskars hafi sótt hann til Kólumbíu, bjargað honum af götunni, og að fjölskylda hans berjist fyrir framtíð hans og lætur hann sig varða. Ég skora á stjórnvöld að sýna mannúð og kærleika. Biskup Íslands og prestar hafa sent stuðningsyfirlýsingu þar að lútandi. Enda er það þeirra boðskapur, elska náungann eins og sjálfan þig. Það er komin ný stjórn skipuð konum, mæðrum, sem þekkja móðurhjartað. Ég trúi því ekki að þessar konur sem sitja nú við stjórnvölinn láti þetta afskiptalaust á þeirra vakt. Hvað ef þetta væri barnið þitt? Standið við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, alltaf, annars er hann orðin tóm! Útlendingastofnun og útlendingalög, eru ekki hafin yfir allt og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Þetta er ómannúðleg stofnun. Hvar værum við stödd sem þjóð ef engir útlendingar væru hér á landi? Þeir halda þjóðfélaginu okkar meira og minna gangandi! Sýnum þeim mannúð, virðingu og þakklæti fyrir. Metum þá að verðleikum og bjóðum þá velkomna. Höfundur er (h)eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Óskar er drengur frá Kólumbíu, sem samkvæmt íslenskum lögum telst vera barn, þar sem hann hefur ekki náð 18 ára aldri. Það á samt að senda hann einan aftur til Kólumbíu, þar sem ekkert bíður hans! Þetta er hreint ofbeldi gagnvart barninu, að það geti átt von á því hvenær sem er að vera handtekið eins og glæpamaður og fluttur út í óöryggið. Stöðvið þetta ofbeldi! Veitum honum í staðinn öryggi í faðmi fjölskyldu sem vill taka hann að sér. Það þarf ekki einu sinni að borga krónu! Íslensk stjórnvöld hafa undirritað Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir: ''Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafastofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.'' Ég bara spyr: '' Þarf Útlendingastofnun ekki að framfylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? '' Af hverju í ósköpunum má þessi elsku drengur, Óskar, ekki vera hér á landi? Það er yndisleg fjölskylda sem hefur tekið ástfóstri við hann og er tilbúin að taka hann að sér. Hún hefur sýnt það í verki. Óskar var sóttur til Kólumbíu, þar sem hann var skilinn eftir af íslenskum stjórnvöldum, með ofbeldisfullum föður sínum sem skildi hann eftir einan strax á flugvellinum. Það getur ekki hafa verið það besta fyrir barnið, hann Óskar! Hvað ég er þakklát fyrir að fósturfaðir Óskars hafi sótt hann til Kólumbíu, bjargað honum af götunni, og að fjölskylda hans berjist fyrir framtíð hans og lætur hann sig varða. Ég skora á stjórnvöld að sýna mannúð og kærleika. Biskup Íslands og prestar hafa sent stuðningsyfirlýsingu þar að lútandi. Enda er það þeirra boðskapur, elska náungann eins og sjálfan þig. Það er komin ný stjórn skipuð konum, mæðrum, sem þekkja móðurhjartað. Ég trúi því ekki að þessar konur sem sitja nú við stjórnvölinn láti þetta afskiptalaust á þeirra vakt. Hvað ef þetta væri barnið þitt? Standið við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, alltaf, annars er hann orðin tóm! Útlendingastofnun og útlendingalög, eru ekki hafin yfir allt og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Þetta er ómannúðleg stofnun. Hvar værum við stödd sem þjóð ef engir útlendingar væru hér á landi? Þeir halda þjóðfélaginu okkar meira og minna gangandi! Sýnum þeim mannúð, virðingu og þakklæti fyrir. Metum þá að verðleikum og bjóðum þá velkomna. Höfundur er (h)eldri borgari.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar